Halldór teiknar Landsdóm 10. mars 2012 21:00 Bók í smíðum? Það er engu líkara en að Geir sé að vinna að bók um málaferlin, sem eigi að koma út á næstu vikum. Svo mikið og hratt handskrifar hjá sér á meðan á öllu stendur. Fyrsta vika réttarhaldanna fyrir Landsdómi hefur runnið sitt skeið. Ólíkt því sem sumir höfðu vonað er þetta engin skemmtidagskrá - í sem stystu máli má segja að þarna hópist miðaldra fólk og ræði efnahagsmál klukkustundum saman. Þetta á heldur ekki að vera skemmtilegt. Það er jú verið að sækja mann til saka. Engu að síður er jafnan þéttsetið í salnum. Fjölmiðlar senda heilu teymin svo að ekkert fari nú forgörðum þegar menn tapa óhjákvæmilega athyglinni í örskotsstund. Næst Geir situr hans nánasta fjölskylda og missir ekki af neinu. Víðar um salinn má sjá fólk sem augljóslega er komið til að styðja sakborninginn; fyrrverandi aðstoðarmenn hans hlusta, taka glósur og prjóna, gamlir framkvæmdastjórar Sjálfstæðisflokksins koma og fara og annar þeirra hristir hausinn þegar talið berst að Landsbankanum. Hann sat einmitt í bankaráðinu. Fyrrverandi aðstoðarkona Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur er meðal þaulsætnustu gesta og spjallar við Geir í flestum kaffipásum. En þarna eru líka fleiri - laganemar í hrönnum, listamenn og hin og þessi þekkt andlit úr stéttum fræðimanna, útvarpsmanna og vörubílstjóra sem hafa ekki legið á skoðunum sínum frá hruni. Og þótt réttarhöldin séu ekki færð þjóðinni heim í stofu milliliðalaust blasir við að þeir sem setjast í vitnastólinn í miðjum salnum eru fullmeðvitaðir um að á þeim hvíla ótal augu og eyru og að orð þeirra - ef þeim tekst sérstaklega vel upp (nú, eða illa) - kunna að verða lengi á allra vörum. Að því leyti er þinghaldið býsna ólíkt því sem tíðkast í þröngum sölum héraðsdóms þar sem iðulega er verið að takast á um afmarkaðri mál en hrun heils efnahagskerfis. Í stað þess að ógæfuleg vitni tuldri hortugheit í barminn og fyrtist við spurningum setja bísperrt fínimennin í vitnastúku Landsdóms gjarnan á langar og hástemmdar einræður, sem snúast fyrst og fremst um að þau hafi haft rétt fyrir sér en aðrir sjaldnast. Það er nefnilega ýmislegt sem þarf að koma á framfæri við fólkið í landinu. Og var það ekki einmitt það sem við vildum? Kannski. Halldór Baldursson túlkar Landsdóm með sínu einstaka auga. Landsdómur Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Fyrsta vika réttarhaldanna fyrir Landsdómi hefur runnið sitt skeið. Ólíkt því sem sumir höfðu vonað er þetta engin skemmtidagskrá - í sem stystu máli má segja að þarna hópist miðaldra fólk og ræði efnahagsmál klukkustundum saman. Þetta á heldur ekki að vera skemmtilegt. Það er jú verið að sækja mann til saka. Engu að síður er jafnan þéttsetið í salnum. Fjölmiðlar senda heilu teymin svo að ekkert fari nú forgörðum þegar menn tapa óhjákvæmilega athyglinni í örskotsstund. Næst Geir situr hans nánasta fjölskylda og missir ekki af neinu. Víðar um salinn má sjá fólk sem augljóslega er komið til að styðja sakborninginn; fyrrverandi aðstoðarmenn hans hlusta, taka glósur og prjóna, gamlir framkvæmdastjórar Sjálfstæðisflokksins koma og fara og annar þeirra hristir hausinn þegar talið berst að Landsbankanum. Hann sat einmitt í bankaráðinu. Fyrrverandi aðstoðarkona Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur er meðal þaulsætnustu gesta og spjallar við Geir í flestum kaffipásum. En þarna eru líka fleiri - laganemar í hrönnum, listamenn og hin og þessi þekkt andlit úr stéttum fræðimanna, útvarpsmanna og vörubílstjóra sem hafa ekki legið á skoðunum sínum frá hruni. Og þótt réttarhöldin séu ekki færð þjóðinni heim í stofu milliliðalaust blasir við að þeir sem setjast í vitnastólinn í miðjum salnum eru fullmeðvitaðir um að á þeim hvíla ótal augu og eyru og að orð þeirra - ef þeim tekst sérstaklega vel upp (nú, eða illa) - kunna að verða lengi á allra vörum. Að því leyti er þinghaldið býsna ólíkt því sem tíðkast í þröngum sölum héraðsdóms þar sem iðulega er verið að takast á um afmarkaðri mál en hrun heils efnahagskerfis. Í stað þess að ógæfuleg vitni tuldri hortugheit í barminn og fyrtist við spurningum setja bísperrt fínimennin í vitnastúku Landsdóms gjarnan á langar og hástemmdar einræður, sem snúast fyrst og fremst um að þau hafi haft rétt fyrir sér en aðrir sjaldnast. Það er nefnilega ýmislegt sem þarf að koma á framfæri við fólkið í landinu. Og var það ekki einmitt það sem við vildum? Kannski. Halldór Baldursson túlkar Landsdóm með sínu einstaka auga.
Landsdómur Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira