Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, segir að sér hafi verið brugðið þegar hann áttaði sig á því að innlánssöfnun Landsbankans væri í útibúi en ekki dótturfélagi.
„Ég man hvað mér brá þegar ég áttaði mig á því að innlánssöfnun Landsbankans væru í útibúum en ekki dótturfélagi Landbankans. Þessar upplýsingar komu seint fram og lítil meðvitund um það hvaða máli þetta skipti," sagði Steingrímur fyrir Landsdómi í dag.
Steingrímur segist hafi gert sér grein fyrir því nokkur undangengin ár fyrir að óveður væri í aðsigi. „Það er skjalfest meðal annars í þingmálum sem ég var fyrsti flutningsmaður að," sagði Steingrímur.
Hins vegar hafi vísbendingarnar verið misvísandi og hann hafi ekki áttað sig á því að allt bankakerfið myndi hrynja fyrr en hann stóð frammi fyrir því að það væri að gerast.
Steingrími var brugðið
Jón Hákon Halldórsson skrifar

Mest lesið



Björguðu dreng úr gjótu
Innlent

Friðrik Ólafsson er látinn
Innlent




Dæla tölvupóstum á ráðherra
Innlent


Órói mældist við Torfajökul
Innlent