Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, var kampakátur eftir sigur sinna manna á deildarmeisturum Grindavíkur í kvöld. Snæfell tryggði sig inn í úrslitakeppnina með sigrinum.
Hínn síkáti þjálfari Hólmara er mikill sælkeri og honum þykir fátt betra en að hesthúsa einum Boxmaster frá KFC. Það er í sérstöku uppáhaldi.
Hann óskaði eftir því fyrir ári síðan að fá slíka sendingu til Grindavíkur og blaðamaður Vísis ákvað að verða við þeirri bón í ár og bauð upp á Boxmaster þar sem Snæfell hafði tilefni til að fagna.
Þjálfarinn tók glaður á móti gjöfinni og naut hennar líklega meira en Grindavík naut þess að lyfta bikarnum eftir tapleik. Það þótti þeim ekki gaman.
Ingi var aftur á móti í banastuði og hvarf upp í rútu sæll, glaður og saddur.
Ingi Þór fagnaði sigrinum með einum Boxmaster
Henry Birgir Gunnarsson í Röstinni skrifar

Mest lesið


Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum
Enski boltinn


FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana
Íslenski boltinn



Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna
Enski boltinn

Valur tímabundið á toppinn
Handbolti


Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist
Íslenski boltinn