Fótbolti

Stelpurnar áfram í 15. sæti - eru 106 sætum á undan strákunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Fésbókarsíða KSÍ
Íslenska kvennalandsliðið er áfram í 15. sæti á styrkleikalista FIFA en nýr listi var gefinn út í dag. Íslenska liðið náði sjötta sætinu í Algarvebikarnum á dögunum og framundan er mikilvægur leikur í undankeppni EM.

Íslenska karlalandsliðið datt á dögunum alla leið niður í 121. sæti (niður um 18 sæti) sem þýðir að stelpurnar eru núna 106 sætum á undan strákunum en það hefur ekki gerst áður.

Það eru ekki miklar breytingar á milli lista en af mótherjum Íslendinga í undankeppni EM er það að frétta að Norðmenn eru í 13. sæti, Belgía í 33. sæti og Ungverjaland í 35. sæti. Norður-Írar eru svo í 55. sæti og sætinu á eftir eru Búlgarar.

Næsti leikur Íslands í riðlinum er gegn Belgum á útivelli, 4. apríl. Íslendingar eru í efsta sæti riðilsins með 13 stig og Belgar í öðru sæti með 11 stig en hafa leikið einum leik meira.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×