Íslenski boltinn

Tímbilið búið hjá Guðnýju | Sleit krossband í æfingaleik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðný Björk Óðinsdóttir í leik með landsliðinu á Algarve.
Guðný Björk Óðinsdóttir í leik með landsliðinu á Algarve. Mynd/Nordic Photos/Getty
Íslenska kvennalandsliðið varð fyrir áfalli þegar í ljós kom að landsliðskonan Guðný Björk Óðinsdóttir hafi slitið krossband í æfingaleik með Kristianstad á móti Stjörnunni. Morgunblaðið sagði frá þessu í morgun.

Guðný meiddist í seinni hálfleik á móti Íslandsmeisturunum þegar staðan var 2-0 fyrir Kristianstad en hún hafði þá skorað fyrra mark liðsins. Guðný var lykilmaður hjá Elísabetu Gunnarsdóttur sem þjálfar lið Kristianstad.

Guðný Björk stóð sig vel á miðjunni með íslenska landsliðinu í Algarvebikarnum á dögunum en mikið hefur verið um meiðsli miðjumanna landsliðsins að undanförnu.

Þessar fréttir eru því til að bæta enn ofan á áhyggjur landsliðsþjálfarans Sigurðar Ragnar Eyjólfssonar en stutt er í mikilvægan útileik á móti Belgíu í undankeppni EM.

Þetta er í þriðja skiptið sem Guðný slítur krossband en hún er 24 ára gömul og hefur leikið í Svíþjóð frá og með árinu 2009. Guðný lék áður með Val.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×