Sport

Óðinn kastaði kúlunni 19,75 metra í gær

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Óðinn Björn Þorsteinsson
Óðinn Björn Þorsteinsson Mynd/Stefán
Óðinn Björn Þorsteinsson kúluvarpari úr FH kastaði í gærkvöldi kúlunni 19,75 metra í gærkvöldi sem er einungis 25 cm frá Ólympíulágmarki en Óðinn var að kasta kúlunni innanhúss í Kaplakrika. Þetta kemur fram á heimasíðu Frjálsíþróttasambandsins.

Samkvæmt stigatöflu IAAF hlaut Óðinn Björn 1106 stig fyrir árangurinn sem er það mesta sem Íslendingur hefur hlotið á árinu. Þetta er einungis þriðja mót Óðins á árinu en hann fór í aðgerð á hendi síðastliðið haust.

Ásdís Hjálmsdóttir úr Ármanni keppti líka á Vetrarkastmóti Evrópusambandsins í gær. Ásdís kastaði spjótinu 57,65 metra en þetta var fyrsta mót Ásdísar á árinu. Ásdís er nýkomin úr æfingabúðum á Albir á Spáni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×