Leik lokið: Ísland - Svíþjóð 1-4 | Svíar með öll mörkin í fyrri hálfleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. mars 2012 13:00 Mynd/Nordic Photos/Bongarts Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta tapaði 1-4 á móti Svíþjóð í öðrum leik sínum í Algarve-bikarnum í Portúgal. Slæmur fyrri hálfleikur varð íslenska liðinu að falli en sænska liðið skoraði fjögur mörk á fyrstu 38 mínútum leiksins þar af tvö þeirra á fyrstu tólf mínútunum. Íslenska liðið hefur þar með tapað tveimur fyrstu leikjum sínum á mótinu og á ekki lengur möguleika á því að leika eftir afrek sitt frá því í fyrra þegar liðið komast alla leið í úrslitaleikinn. Lokaleikur íslenska liðsins í riðlinum er á móti Kína sem tapaði 0-1 á móti Svíum í fyrsta leik og mætir Þjóðverjum síðan seinna í dag. Dóra María Lárusdóttir skoraði eina mark íslenska liðsins úr vítaspyrnu sem Hólmfríður Magnúsdóttir fékk. Hólmfríður var hættulegasti sóknarmaður íslenska liðsins og var nokkrum sinnum nálægt því að skora. Hér fyrir neðan má sjá textalýsingu frá leiknum.Leik lokið - Íslenska liðið tapar 1-4 fyrir sterku sænsku liðið og hefur þar með tapað tveimur fyrstu leikjum sínum á mótinu. Úrslitin réðust í fyrri hálfleik þegar sænska liðið skoraði fjögur mörk þar af tvö þeirra á fyrstu tólf mínútum leiksins.90.+2 mínúta - Therese Sjögran á skot í slá úr aukaspyrnu. Skömmu síðar á Hólmfríður gott skot úr aukaspyrnu sem markvörður sænska liðsins varði.89. mínúta - Sofia Jakobsson skallar í slá eftir hornspyrnu. Þarna munaði litlu að sænska liðið skoraði fimmta markið sitt í leiknum.86. mínúta - Anna María Baldursdóttir kemur inn í sínum fyrsta landsleik og leysir af Mist Edvardsdóttur í íslensku vörninni. Stuttu áður átti Greta Mjöll Samúelsdóttir hörkuskot rétt yfir sænska markið.80. mínúta - Íslenska liðið hefur þétt sig mikið í síðari hálfleiknum samkvæmt fésbókarsíðu KSÍ og gefur fá færi á sér. Á 80. mínútu kom Elísa Viðarsdóttir inn fyrir Katrínu Jónsdóttir. Dóra María Lárusdóttir tók við fyrirliðabandinu.76. mínúta - Therese Sjögran með góða tilþraun en skotið hennar fer rétt yfir íslenska markið.69. mínúta - Íslensku stelpurnar hafa ekki heppnina með sér þegar skot Hólmfríðar Magnúsdóttur fer í stöngina. Kristin Hammarström, markvörður Svía, átti ekki möguleika í þetta skot en Harpa Þorsteinsdóttir nær síðan ekki að skjóta á markið eftir frákastið.67. mínúta - Harpa Þorsteinsdóttir kemur inn á fyrir Fanndísi Friðriksdóttur.65. mínúta - Önnur skipting hjá íslenska liðinu. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir kemur inn fyrir Söru Björk Gunnarsdóttur. Sara Björk fær smá hvíld. Caroline Seger er komin inn hjá Svíum.60. mínúta - Fyrsta skiptingin hjá íslenska liðinu. Greta Mjöll Samúelsdóttir kemur inn fyrir Hallberu Guðnýju Gísladóttur.55. mínúta - Seinni hálfleikurinn hefur byrjað rólega en Stina Segerström komst næst því að skora eftir hættulega hornspynrnu sænska liðsins. Svíar eru með boltann en íslenska liðið er mjög aftarlega.Seinni hálfleikurinn er hafinn.Hálfleikur - Sænsku stelpurnar hafa nýtt sín færi frábærlega í þessum leik og staðan gefur því ekki alveg rétta mynd af gangi leiksins í fyrri hálfleiknum. Sigurður Ragnar Eyjólfsson hefur væntanlega endurskipulagt leik íslenska liðsins í hálfleik.Hálfleikur - Svíar skipta út Lottu Schelin og Antoniu Göransson sem voru allt í öllu í sóknarleik Svíana í fyrri hálfleik. Göransson skoraði tvö en Schelin skoraði eitt og lagði upp tvö.Hálfleikur - Sænska landsliðið hefur farið á kostum í fyrri hálfleiknum og er búið að skora fjórum sinnum framhjá Guðbjörgu Gunnarsdóttur í íslenska markinu. Þessi leikur er tapaður en nú þurfa stelpurnar að spila upp á stoltið í seinni hálfleik.Hálfleikur - Íslensku stelpurnar spiluðu líklega sinn versta hálfleik síðan á móti Svíum í Algarve-bikarnum árið 2010. Ísland var þá 1-0 yfir í hálfleik en fékk á sig fimm mörk í seinni hálfleiknum og tapaði 5-1.37. mínúta, 1-4 - Antonia Göransson skorar sitt annað mark í dag og sitt þriðja í mótinu en hún spilar með Margréti Láru hjá Turbine Potsdam. Staðan er orðin afar slæm hjá íslensku stelpunum enda ekki oft sem þær fá fjögur mörk í einum hálfleik. Það gengur allt gengur upp hjá sænska liðinu en Göransson skoraði með þrumuskoti af löngu færi. Schelin var með stoðsendinguna.32. mínúta, 1-3 - Jessica Landström kemur sænska liðinu í 3-1. Eftir mikla sókn íslenska liðsins þá fá Svíar aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi Íslands. Lisa Dahlkvist sendi háan bolta inn í teiginn þar sem Landström skallar boltann í fjærhornið.25. mínúta - Það er mikið fjör í leiknum og íslenska liðið er að sækja í sig veðrið eftir erfiða byrjun og tvö sænsk mörk á fyrstu tólf mínútum leiksins.19. mínúta, 1-2 - Íslenska liðið fær vítaspyrnu þegar Hólmfríður Magnúsdóttir er felld innan teigs og Dóra María Lárusdóttir skorar úr vítinu. Dóra María gerir þar með fyrsta marka íslenska kvennalandsliðsins á árinu 2012. Þetta er 14. mark Dóru Maríu fyrir A-landsliðið.12. mínúta, 0-2 - Antonia Göransson skorar sitt annað mark í tveimur leikjum á mótinu og kemur sænska liðinu í 2-0. Gott samspil þeirra upp miðjuna sem endar með marki. Göransson fylgdi á eftir þegar Guðbjörg varði skot frá Schelin. Tvö mörk á tólf mínútum. Þær sænsku eru greinilega staðráðnar í að hefna fyrir tapið í fyrra.9. mínúta - Lotta Schelin næstum því búin að bæta við öðru marki en Guðbjörg Gunnarsdóttir ver vel frá henni í markinu. Færið kom eftir slaka sendingu til baka í vörninni.Öflug: Lotta Schelin, sem leikur með Olympique Lyonnais í Frakklandi var þarna að skora sitt 41. mark fyrir sænska landsliðið er hún leikur sinn 101. landsleik í dag.1. mínúta, 0-1 - Þær sænsku komast strax yfir. Lotta Schelin sleppur í gegn eftir sendingu frá Söru Thunebro og skorar. Schelin vippaði boltanum yfir Guðbjörgu. Slæm byrjun alveg eins og í fyrra. Stelpurnar ná vonandi að svara þessu eins og í fyrra.Leikurinn er hafinn.Fyrir leik - Það eru fínar aðstæður í Ferreiras þar sem leikurinn fer fram eða sól og nett gola. Spilað er Desportivo da Nora Park vellinum þar sem stelpurnar léku síðast í 0-1 tapi á móti Bandaríkjunum árið 2009.Fyrir leik - Aðeins tveir liðsfélagar íslensku stelpnanna eru í byrjunarliði Svía í dag. En Það eru Nilla Fischer hjá LdB FC Malmö (Sara Björk og Þóra) og Antonia Göransson hjá FFC Turbine Potsdam (Margrét Lára). Therese Sjögran hjá LdB FC Malmö og þær Hedvig Lindahl og Susanne Moberg hjá Kristianstads DFF eru allar á bekknum.Fyrir leik - Ísland vann 2-1 sigur á Svíþjóð í Algarvebikarnum í fyrra. Svíar komust yfir strax á 2. mínútu en Margrét Lára Viðarsdóttir jafnaði leikinn á 38. mínútu og fyrirliðinn Katrín Jónsdóttir skoraði síðan sigurmarkið á 54. mínútu.Fyrir leik - Svíar stilla upp í leikkerfinu 4-2-3-1 samkvæmt heimasíðu sænska sambandsins með hina frábæru Lottu Schelin fremsta. Schelin lék sinn 100. landsleik á móti Kína.Fyrir leik - Svíþjóð vann 1-0 sigur á Kína í fyrsta leiknum á mótinu en Antonia Göransson (liðsfélagi Margrétar Láru hjá Turbine Potsdam) skoraði þá sigurmark liðsins.Fyrir leik - Þóra Björg Helgadóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir duttu út úr byrjunarliðinu frá því í tapleiknum á móti Þýskalandi og í stað þeirra komu inn í liðið þær Guðbjörg Gunnarsdóttir, Thelma Björk Einarsdóttir og Guðný Björk Óðinsdóttir.Byrjunarlið Íslands:Markvörður: Guðbjörg GunnarsdóttirVarnarmenn: Thelma Björk Einarsdóttir, Katrín Jónsdóttir, fyrirliði, Mist Edvardsdóttir og Rakel Hönnudóttir.Tengiliðir: Dóra María Lárusdóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir, Fanndís Friðriksdóttir, Guðný B. Óðinsdóttir og Hallbera Guðný Gísladóttir.Framherji: Hólmfríður MagnúsdóttirByrjunarlið Svía: 12 Kristin Hammarström - 4 Annica Svensson, 3 Stina Segerström, 13 Emma Berglund, 6 Sara Thunebro - 17 Lisa Dahlkvist, 18 Nilla Fischer [Fyrirliði] - 9 Jessica Landström, 14 Johanna Almgren, 11 Antonia Göransson - 8 Lotta Schelin. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Fótbolti McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Hislop með krabbamein Enski boltinn Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Körfubolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Sport Fleiri fréttir Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta tapaði 1-4 á móti Svíþjóð í öðrum leik sínum í Algarve-bikarnum í Portúgal. Slæmur fyrri hálfleikur varð íslenska liðinu að falli en sænska liðið skoraði fjögur mörk á fyrstu 38 mínútum leiksins þar af tvö þeirra á fyrstu tólf mínútunum. Íslenska liðið hefur þar með tapað tveimur fyrstu leikjum sínum á mótinu og á ekki lengur möguleika á því að leika eftir afrek sitt frá því í fyrra þegar liðið komast alla leið í úrslitaleikinn. Lokaleikur íslenska liðsins í riðlinum er á móti Kína sem tapaði 0-1 á móti Svíum í fyrsta leik og mætir Þjóðverjum síðan seinna í dag. Dóra María Lárusdóttir skoraði eina mark íslenska liðsins úr vítaspyrnu sem Hólmfríður Magnúsdóttir fékk. Hólmfríður var hættulegasti sóknarmaður íslenska liðsins og var nokkrum sinnum nálægt því að skora. Hér fyrir neðan má sjá textalýsingu frá leiknum.Leik lokið - Íslenska liðið tapar 1-4 fyrir sterku sænsku liðið og hefur þar með tapað tveimur fyrstu leikjum sínum á mótinu. Úrslitin réðust í fyrri hálfleik þegar sænska liðið skoraði fjögur mörk þar af tvö þeirra á fyrstu tólf mínútum leiksins.90.+2 mínúta - Therese Sjögran á skot í slá úr aukaspyrnu. Skömmu síðar á Hólmfríður gott skot úr aukaspyrnu sem markvörður sænska liðsins varði.89. mínúta - Sofia Jakobsson skallar í slá eftir hornspyrnu. Þarna munaði litlu að sænska liðið skoraði fimmta markið sitt í leiknum.86. mínúta - Anna María Baldursdóttir kemur inn í sínum fyrsta landsleik og leysir af Mist Edvardsdóttur í íslensku vörninni. Stuttu áður átti Greta Mjöll Samúelsdóttir hörkuskot rétt yfir sænska markið.80. mínúta - Íslenska liðið hefur þétt sig mikið í síðari hálfleiknum samkvæmt fésbókarsíðu KSÍ og gefur fá færi á sér. Á 80. mínútu kom Elísa Viðarsdóttir inn fyrir Katrínu Jónsdóttir. Dóra María Lárusdóttir tók við fyrirliðabandinu.76. mínúta - Therese Sjögran með góða tilþraun en skotið hennar fer rétt yfir íslenska markið.69. mínúta - Íslensku stelpurnar hafa ekki heppnina með sér þegar skot Hólmfríðar Magnúsdóttur fer í stöngina. Kristin Hammarström, markvörður Svía, átti ekki möguleika í þetta skot en Harpa Þorsteinsdóttir nær síðan ekki að skjóta á markið eftir frákastið.67. mínúta - Harpa Þorsteinsdóttir kemur inn á fyrir Fanndísi Friðriksdóttur.65. mínúta - Önnur skipting hjá íslenska liðinu. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir kemur inn fyrir Söru Björk Gunnarsdóttur. Sara Björk fær smá hvíld. Caroline Seger er komin inn hjá Svíum.60. mínúta - Fyrsta skiptingin hjá íslenska liðinu. Greta Mjöll Samúelsdóttir kemur inn fyrir Hallberu Guðnýju Gísladóttur.55. mínúta - Seinni hálfleikurinn hefur byrjað rólega en Stina Segerström komst næst því að skora eftir hættulega hornspynrnu sænska liðsins. Svíar eru með boltann en íslenska liðið er mjög aftarlega.Seinni hálfleikurinn er hafinn.Hálfleikur - Sænsku stelpurnar hafa nýtt sín færi frábærlega í þessum leik og staðan gefur því ekki alveg rétta mynd af gangi leiksins í fyrri hálfleiknum. Sigurður Ragnar Eyjólfsson hefur væntanlega endurskipulagt leik íslenska liðsins í hálfleik.Hálfleikur - Svíar skipta út Lottu Schelin og Antoniu Göransson sem voru allt í öllu í sóknarleik Svíana í fyrri hálfleik. Göransson skoraði tvö en Schelin skoraði eitt og lagði upp tvö.Hálfleikur - Sænska landsliðið hefur farið á kostum í fyrri hálfleiknum og er búið að skora fjórum sinnum framhjá Guðbjörgu Gunnarsdóttur í íslenska markinu. Þessi leikur er tapaður en nú þurfa stelpurnar að spila upp á stoltið í seinni hálfleik.Hálfleikur - Íslensku stelpurnar spiluðu líklega sinn versta hálfleik síðan á móti Svíum í Algarve-bikarnum árið 2010. Ísland var þá 1-0 yfir í hálfleik en fékk á sig fimm mörk í seinni hálfleiknum og tapaði 5-1.37. mínúta, 1-4 - Antonia Göransson skorar sitt annað mark í dag og sitt þriðja í mótinu en hún spilar með Margréti Láru hjá Turbine Potsdam. Staðan er orðin afar slæm hjá íslensku stelpunum enda ekki oft sem þær fá fjögur mörk í einum hálfleik. Það gengur allt gengur upp hjá sænska liðinu en Göransson skoraði með þrumuskoti af löngu færi. Schelin var með stoðsendinguna.32. mínúta, 1-3 - Jessica Landström kemur sænska liðinu í 3-1. Eftir mikla sókn íslenska liðsins þá fá Svíar aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi Íslands. Lisa Dahlkvist sendi háan bolta inn í teiginn þar sem Landström skallar boltann í fjærhornið.25. mínúta - Það er mikið fjör í leiknum og íslenska liðið er að sækja í sig veðrið eftir erfiða byrjun og tvö sænsk mörk á fyrstu tólf mínútum leiksins.19. mínúta, 1-2 - Íslenska liðið fær vítaspyrnu þegar Hólmfríður Magnúsdóttir er felld innan teigs og Dóra María Lárusdóttir skorar úr vítinu. Dóra María gerir þar með fyrsta marka íslenska kvennalandsliðsins á árinu 2012. Þetta er 14. mark Dóru Maríu fyrir A-landsliðið.12. mínúta, 0-2 - Antonia Göransson skorar sitt annað mark í tveimur leikjum á mótinu og kemur sænska liðinu í 2-0. Gott samspil þeirra upp miðjuna sem endar með marki. Göransson fylgdi á eftir þegar Guðbjörg varði skot frá Schelin. Tvö mörk á tólf mínútum. Þær sænsku eru greinilega staðráðnar í að hefna fyrir tapið í fyrra.9. mínúta - Lotta Schelin næstum því búin að bæta við öðru marki en Guðbjörg Gunnarsdóttir ver vel frá henni í markinu. Færið kom eftir slaka sendingu til baka í vörninni.Öflug: Lotta Schelin, sem leikur með Olympique Lyonnais í Frakklandi var þarna að skora sitt 41. mark fyrir sænska landsliðið er hún leikur sinn 101. landsleik í dag.1. mínúta, 0-1 - Þær sænsku komast strax yfir. Lotta Schelin sleppur í gegn eftir sendingu frá Söru Thunebro og skorar. Schelin vippaði boltanum yfir Guðbjörgu. Slæm byrjun alveg eins og í fyrra. Stelpurnar ná vonandi að svara þessu eins og í fyrra.Leikurinn er hafinn.Fyrir leik - Það eru fínar aðstæður í Ferreiras þar sem leikurinn fer fram eða sól og nett gola. Spilað er Desportivo da Nora Park vellinum þar sem stelpurnar léku síðast í 0-1 tapi á móti Bandaríkjunum árið 2009.Fyrir leik - Aðeins tveir liðsfélagar íslensku stelpnanna eru í byrjunarliði Svía í dag. En Það eru Nilla Fischer hjá LdB FC Malmö (Sara Björk og Þóra) og Antonia Göransson hjá FFC Turbine Potsdam (Margrét Lára). Therese Sjögran hjá LdB FC Malmö og þær Hedvig Lindahl og Susanne Moberg hjá Kristianstads DFF eru allar á bekknum.Fyrir leik - Ísland vann 2-1 sigur á Svíþjóð í Algarvebikarnum í fyrra. Svíar komust yfir strax á 2. mínútu en Margrét Lára Viðarsdóttir jafnaði leikinn á 38. mínútu og fyrirliðinn Katrín Jónsdóttir skoraði síðan sigurmarkið á 54. mínútu.Fyrir leik - Svíar stilla upp í leikkerfinu 4-2-3-1 samkvæmt heimasíðu sænska sambandsins með hina frábæru Lottu Schelin fremsta. Schelin lék sinn 100. landsleik á móti Kína.Fyrir leik - Svíþjóð vann 1-0 sigur á Kína í fyrsta leiknum á mótinu en Antonia Göransson (liðsfélagi Margrétar Láru hjá Turbine Potsdam) skoraði þá sigurmark liðsins.Fyrir leik - Þóra Björg Helgadóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir duttu út úr byrjunarliðinu frá því í tapleiknum á móti Þýskalandi og í stað þeirra komu inn í liðið þær Guðbjörg Gunnarsdóttir, Thelma Björk Einarsdóttir og Guðný Björk Óðinsdóttir.Byrjunarlið Íslands:Markvörður: Guðbjörg GunnarsdóttirVarnarmenn: Thelma Björk Einarsdóttir, Katrín Jónsdóttir, fyrirliði, Mist Edvardsdóttir og Rakel Hönnudóttir.Tengiliðir: Dóra María Lárusdóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir, Fanndís Friðriksdóttir, Guðný B. Óðinsdóttir og Hallbera Guðný Gísladóttir.Framherji: Hólmfríður MagnúsdóttirByrjunarlið Svía: 12 Kristin Hammarström - 4 Annica Svensson, 3 Stina Segerström, 13 Emma Berglund, 6 Sara Thunebro - 17 Lisa Dahlkvist, 18 Nilla Fischer [Fyrirliði] - 9 Jessica Landström, 14 Johanna Almgren, 11 Antonia Göransson - 8 Lotta Schelin.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Fótbolti McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Hislop með krabbamein Enski boltinn Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Körfubolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Sport Fleiri fréttir Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Sjá meira