Innlent

Lýsing frá Landsdómi á nýjum Twitter reikningi

Sú nýbreytni að lýsa gangi mála í Landsdómi á Twitter hefur vakið mikla athygli síðustu daga. Twitter-reikningur Vísis er aðgengilegur efst á forsíðu vefsins en sökum þess að beinar útsendingar voru ekki verið leyfðar frá réttarhöldunum var ákveðið að greina frá gangi mála með þessum hætti. Þannig fá lesendur innsýn í það sem fram fer í réttarsalnum.

Magnús Halldórsson viðskiptafréttastjóri stendur vaktina og hefur skrifað fleiri hundruð færslna á hverjum degi réttarhaldanna. Í morgun komu skilaboð frá Twitter um að ekki væri boðið upp á slíkan fjölda og hafa lýsingarnar úr réttarsalnum því verið færðar á Twitter-reikning viðskiptavefs Vísis, @VisirVidskipti. Þessi breyting hefur engin áhrif á þá sem fylgjast með gangi mála á forsíðu Vísis en þeir sem fylgjast með á Twitter geta einbeitt sér að reikningnum @VisirVidskipti. Færslurnar frá fyrstu tveimur dögum réttarhaldanna eru síðan ennþá aðgengilegar á aðalreikningi Vísis, @visir_is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×