Handbolti

Grótta vann mjög óvæntan sigur á Haukum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Botnlið Gróttu fagnaði sínum fyrsta sigri í vetur þegar liðið vann þriggja marka sigur á bikarmeisturum Hauka, 23-20, á Seltjarnarnesinu í N1 deild karla í handbolta í kvöld. Haukarnir lentu mest sjö mörkum undir og hið unga lið Gróttu hélt síðan út í lokin.

Þetta eru óvæntustu úrslit vetrarins en Haukaliðið hefur ekki verið alltof sannfærandi að undanförnu. Haukar eru þó áfram jafnir FH á toppnum þar sem hitt Hafnarfjarðarliðið tapaði einnig sínum leik í kvöld.

Gróttumenn höfðu aðeins fengið eitt stig út úr fyrstu sextán leikjum sínum í vetur og töpuðu síðasta leik sínum á móti Haukum með tólf marka mun.

Grótta var 13-12 yfir í hálfleik en komst í 21-14 þegar seinni hálfleikurinn var hálfnaður. Haukar minnkuðu muninn í tvö mörk en nær komust Hafnfirðingar ekki.



Grótta - Haukar 23-20 (13-12)

Mörk Gróttu: Þorgrímur Smári Ólafsson 9, Jóhann Gísli Jóhannesson 4, Þráinn Orri Orri Jónsson 4, Ágúst Birgisson 2, Kristján Orri Jóhannsson 2, Þórir Jökull Finnbogason 2.

Mörk Hauka: Stefán Rafn Sigurmannsson 9, Freyr Brynjarsson 4, Sveinn Þorgeirsson 2, Gylfi Gylfason 2, Tjörvi Þorgeirsson 1, Árni Steinn Steinþórsson 1, Matthías Árni Ingimarsson 1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×