Innlent

Kaupþing var rúið trausti

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sturla Pálsson var fyrstur til að bera vitni í morgun.
Sturla Pálsson var fyrstur til að bera vitni í morgun. mynd/ gva.
Kaupþing var gersamlega rúið trausti á alþjóðlegum mörkuðum í febrúar 2008. Þetta sagði Sturla Pálsson framkvæmdastjóri alþjóða- og markaðssviðs Seðlabankans í vitnastúku í Landsdómi í dag. Sturla segir ráðgjafa hjá JP Morgan hafa sagt að StoreBrand, sem var í eigu íslenskra aðila, væri undirverðlagt um 35 prósent eingöngu vegna þess að StoreBrand væri í eigu íslenskra aðila sem nytu ekki trausts.

Sturla fór ásamt Davíð Oddssyni, fyrrverandi seðlabankastjóra, saman í ferð til London í febrúar 2008. Hefð er fyrir því að fara í slíkar ferðir á þesusm árstíma, en tilgangurinn er að ræða við erlend matsfyrirtæki og banka.

Sturla segir að skilaboðin sem þeir Davíð fengu á þessum tíma hafi verið mikið á þannn veg að íslensku bankarnir nytu ekki trausts. Ef markaðir tækju við sér, því fleiri voru í vanda á þeim markaði en Íslendingar, gætu íslensku bankarnir samt ekki vænst þess að komast aftur á markaðinn nema verulegur bati hefði orðið. Það væri ekki í augsýn," sagði Sturla um skilaboðin sem þeir Davíð fengu. „Tvær fjármálastofnanir sögðu að Kaupþing væri algerlega rúið trausti en áhyggjurnar af hinum bönkunum væru líka miklar," segir Sturla.

„Erlendir aðilar töldu að þó að það hafi verið undið ofan af miklum eignatengslum eftir krísuna 2006 þá væru krosseignatengsl þannig að fall eins banka hlyti að hafa mjög mikil áhrif á þann næsta, " sagði Sturla jafnframt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×