Innlent

Vilhelm: Deutsche Bank stöðvaði lán "með öllum ráðum“

Vilhelm Þorsteinsson, er hann kom fyrir Landsdóm í dag. Mynd/GVA
Vilhelm Þorsteinsson, er hann kom fyrir Landsdóm í dag. Mynd/GVA
Vilhelm Þorsteinsson, f. forstöðumaður fjárstýringar Glitnis, sagði fyrir Landsdómi í dag að stór hópur starfsmanna Glitnis hefði unnið að því fram eftir öllu ári 2008 að tryggja fjármögnun bankans. Hann sagði að lánalína frá þýska risabankanum Deutsche Bank hefði reynst ótryggari en talið hefði verið að lokum, þar sem litið hefði verið á hana sem neyðarlánalínu sem mögulegt væri að grípa til í erfiðri stöðu. „Þegar við gengum á bankann, um hvers vegna það gengi ekki [að draga á línuna innsk. blm.] þá fengum við þau svör að bankinn myndi gera allt til þess að koma í veg fyrir að þetta gengi eftir," sagði Vilhelm.

Hann sagði Glitni hafi verið langt kominn með að selja eignir bankans í Noregi til Nordea, en hann hefði horfið frá því eftir fall Lehman Brothers 15 september. Þá hefði einnig verið unnið að því hörðum höndum, að fá trúverðugan fjárfestingasjóð að bankanum sem hluthafa, en það hefði dottið upp fyrir sömuleiðis, vegna erfiðra aðstæðna. Þorsteinn Már Baldvinsson, f. stjórnarformaður Glitnis, hélt því fram í gær að þetta hefði getað losað um 900 milljónir evra.

Samtals munu þrettán vitni koma fyrir dóminn í dag, þar á meðal Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra og Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×