Innlent

Jón Guðni: Reyndum allt til þess að afla fjár

Jón Guðni Ómarsson, sagði starfsmenn Glitnis, þar á meðal 30 til 40 manna hóp innan bankans, hafa reynt allt til þess að styrkja fjármögnun bankans á árinu 2008. Mynd/GVA
Jón Guðni Ómarsson, sagði starfsmenn Glitnis, þar á meðal 30 til 40 manna hóp innan bankans, hafa reynt allt til þess að styrkja fjármögnun bankans á árinu 2008. Mynd/GVA
Jón Guðni Ómarsson, f. starfsmaður fjárstýringar Glitnis og nú framkvæmdastjóri fjármálasviðs Íslandsbanka, sagði fyrir Landsdómi í morgun að starfsmenn Glitnis hefðu reynt allt til þess að styrkja fjármögnun bankans og afla nýs lánsfjár, á árinu 2008.

Meðal þess sem Jón Guðni nefndi, var að Glitnir hafði fengið erlenda banka til þess vera ráðgefandi í því hvernig bankinn gæti útvegað sér lausafé. Þar á meðal var bandaríski fjárfestingabankinn Lehman Brothers, sem féll eftirminnilega 15. september 2008, sem kom með þá hugmynd að Glitnir myndi búa til sérstök eignarhaldsfélög (E. SPV), nota þau til þess að búa til skuldabréf og veðsetja þau til þess að fá fjármagn hjá Seðlabanka Evrópu. Með þessu fyrirkomulagi var hægt að gefa út skuldabréf á þessi sérstöku skuldabréf, og fá veðlán. Jón Guðni sagði að þetta væri það fyrirkomulag sem Seðlabanki Evrópu hefði ekki síst notað nú eftir hrunið 2008, og margfaldað efnahagsreikning sinn með þess háttar lánveitingum.

Alls voru búin til þrjú félög sem þessi, sem hétu Haf, Hólm og Holt, sem Glitnir útvegaði sér evrur með.

Andri Árnason hrl., lögmaður Geirs H. Haarde, spurði Jón Guðna hvort hann teldi að þrýstingur frá ákærða, þ.e. Geir, hefði einhverju breytt um þessa vinnu. "Nei það tel ég ekki, það voru allir að reyna eftir fremsta megni að útvega lausafé fyrir bankann," sagði Jón Guðni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×