Delonte West svaf í búningsklefa Dallas | staurblankur og ráðvilltur 29. febrúar 2012 23:30 Delonte West, leikmaður NBA meistaraliðsins Dallas Mavericks, er líkt og margir aðrir NBA leikmenn í tómum fjárhagsvandræðum þrátt fyrir að hafa verið með myljandi tekjur undanfarin ár. AP Delonte West, leikmaður NBA meistaraliðsins Dallas Mavericks, er líkt og margir aðrir NBA leikmenn í tómum fjárhagsvandræðum þrátt fyrir að hafa verið með myljandi tekjur undanfarin ár. Staðan hjá West var það slæm s.l. haust að hann svaf í búningsklefa Dallas á milli æfinga á meðan verkbann NBA stóð yfir. Og það kom einnig fyrir að West gisti í bifreið sinni á þessum tíma. Hinn 28 ára gamli West hefur þénað ágætlega á ferli sínum í NBA. Alls hefur hann fengið um 14 milljónir dollara í laun frá árinu 2004 eða sem nemur um 1,7 milljörðum kr. Á þessu tímabil fær hann um 110 milljónir kr. í laun frá Dallas. West glímir við geðhvarfasýki, sem er geðsjúkdómur sem einkennist af geðsveiflum. Hann hefur lent í ýmsum atvikum sem hafa dregið dilk á eftir sér. Þar má nefna að hann var handtekinn árið 2009 með fjölmargar byssur í fórum sínum og rétt slapp hann við fangelsisvist í kjölfarið. West hefur tapað nánast öllu sem hann átti með ýmsum skrautlegum gjörningum og s.l. haust vann hann fyrir sér í húsgagnaverslun í Maryland. Dallas samdi við West um miðjan desember á síðasta ári en hann hefur leikið með eftirtöldum liðum í deildinni: Boston Celtics (2004–2007), Seattle SuperSonics (2007–2008), Cleveland Cavaliers (2008–2010), Boston Celtics (2010–2011), Dallas Mavericks (2011). Þegar West mætti til vinnu sinnar í Dallas ætlaði félagið að útvega honum hótelherbergi og greiða fyrir það. Launaþaksreglur NBA deildarinnar komu í veg fyrir að félagið gæti gert slíkt áður en tímabilið hófst. West fann enga aðra lausn en að gista í búningsklefa félagsins á milli æfinga og það kom einnig fyrir að hann svaf í bílnum í bílageymslu sem leikmenn nota á heimavelli Dallas. Þegar Mark Cuban eigandi Dallas komst að því hvað var í gangi hjá West greip hann í taumana. Cuban útvegaði West íbúð og frá þeim tíma hefur West náð að bæta leik sinn og skilað betra framlagi til Dallas sem hefur titil að verja á þessu tímabili í NBA. NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira
Delonte West, leikmaður NBA meistaraliðsins Dallas Mavericks, er líkt og margir aðrir NBA leikmenn í tómum fjárhagsvandræðum þrátt fyrir að hafa verið með myljandi tekjur undanfarin ár. Staðan hjá West var það slæm s.l. haust að hann svaf í búningsklefa Dallas á milli æfinga á meðan verkbann NBA stóð yfir. Og það kom einnig fyrir að West gisti í bifreið sinni á þessum tíma. Hinn 28 ára gamli West hefur þénað ágætlega á ferli sínum í NBA. Alls hefur hann fengið um 14 milljónir dollara í laun frá árinu 2004 eða sem nemur um 1,7 milljörðum kr. Á þessu tímabil fær hann um 110 milljónir kr. í laun frá Dallas. West glímir við geðhvarfasýki, sem er geðsjúkdómur sem einkennist af geðsveiflum. Hann hefur lent í ýmsum atvikum sem hafa dregið dilk á eftir sér. Þar má nefna að hann var handtekinn árið 2009 með fjölmargar byssur í fórum sínum og rétt slapp hann við fangelsisvist í kjölfarið. West hefur tapað nánast öllu sem hann átti með ýmsum skrautlegum gjörningum og s.l. haust vann hann fyrir sér í húsgagnaverslun í Maryland. Dallas samdi við West um miðjan desember á síðasta ári en hann hefur leikið með eftirtöldum liðum í deildinni: Boston Celtics (2004–2007), Seattle SuperSonics (2007–2008), Cleveland Cavaliers (2008–2010), Boston Celtics (2010–2011), Dallas Mavericks (2011). Þegar West mætti til vinnu sinnar í Dallas ætlaði félagið að útvega honum hótelherbergi og greiða fyrir það. Launaþaksreglur NBA deildarinnar komu í veg fyrir að félagið gæti gert slíkt áður en tímabilið hófst. West fann enga aðra lausn en að gista í búningsklefa félagsins á milli æfinga og það kom einnig fyrir að hann svaf í bílnum í bílageymslu sem leikmenn nota á heimavelli Dallas. Þegar Mark Cuban eigandi Dallas komst að því hvað var í gangi hjá West greip hann í taumana. Cuban útvegaði West íbúð og frá þeim tíma hefur West náð að bæta leik sinn og skilað betra framlagi til Dallas sem hefur titil að verja á þessu tímabili í NBA.
NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira