Sport

Aníta sigraði með yfirburðum í 800 m hlaupi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Aníta Hinriksdóttir.
Aníta Hinriksdóttir.
Aníta Hinriksdóttir, ung hlaupakona úr ÍR, sigraði með miklum yfirburðum í 800 m hlaupi kvenna á meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum sem nú fer fram í Laugardalshöllinni.

Aníta kom í mark á 2:07,86 mínútum og var tæpum tveimur sekúndum frá eigin Íslandsmeti sem hún setti á Reykjavíkurleikunum í síðasta mánuði. Yfirburðir hennar í greininni eru ótvíræðir en næsti keppandi kom í mark rúmum sautján sekúndum á eftir.

Aníta er aðeins á sextánda aldursári og því ein allra efnilegasta íþróttakona landsins.

Mikil spenna var í 800 m hlaupi karla en svo fór að Íslandsmethafinn, Björn Margeirsson úr UMSS, hafði sigur úr býtum. Hann kom í mark á 1:53,29 mínútum og var um hálfri sekúndu á undan Snorra Sigurðssyni úr ÍR.


Tengdar fréttir

Hafdís með fjórða gullið

Hafdís Sigurðardóttir, UFA, hefur unnið sín fjórðu gullverðlaun á meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum. Hún kom fyrst í mark í 200 m hlaupi kvenna.

Hafdís vann þrjú gull og með besta afrekið

Meistarmót FRÍ fer fram nú um helgina í Laugardalshöllinni og er seinni keppnisdagur þegar hafinn. Í gær náði Hafdís Sigurðardóttir, UFA, besta árangri dagsins þegar hún sigraði í 400 m hlaupi kvenna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×