Umfjöllun og viðtöl: HK - Valur 24-28 Stefán Árni Pálsson í Digranesi skrifar 16. febrúar 2012 12:30 Valur vann gríðarlega mikilvægan sigur, 28-24, gegn HK í N1-deild karla í Digranesinu í kvöld. Valur á enn fínan möguleik á því að komast í úrslitakeppnina og þessi sigur var nauðsynlegur. Hlynur Morthens fór á kostum í liði Vals og varði tuttugu skot. Valdimar Fannar Þórsson átti einnig flottan leik fyrir Val og skoraði sex mörk. Ólafur Bjarki Ragnarsson skoraði níu mörk fyrir HK. Leikurinn hófst vel og liðið voru bæði að finna taktinn ágætlega sóknarlega. HK-ingar voru sterkari til að byrja með og leiddu leikinn 4-2 þegar gestirnir í Val gerðu fjögur mörk í röð og breyttu stöðunni í 6-4 sér í vil. Valsarar spiluðu frábæran varnarleik í fyrri hálfleiknum og mættu HK-ingum gríðarlega framarlega. Heimamenn réðu illa við þessa vörn og Hlynur Morthens átti í litlum vandræðum með skot þeirra lengst utan af velli. Valsarar fóru aftur á móti ekkert sérstaklega vel með sín færi og skutu mikið yfir eða framhjá. Því var staðan aðeins 13-12 fyrir Val í hálfleik en þeir hefði hæglega getað farið inn í hálfleikinn með stærra forskot. Seinni hálfleikurinn var virkilega spennandi til að byrja með og aldrei munaði miklu á liðinum. HK-ingar náðu að komast yfir í byrjun síðari hálfleiksins og þegar leið á hálfleikinn þá tóku Valsmenn öll völd. Hlíðarendapiltar sýndu frábæran varnarleik í kvöld og létu HK-inga hafa mikið fyrir hverju einasta skoti. Hlynur varði einnig vel fyrir aftan vörnina. Valur vann að lokum mikilvægan fjögra marka sigur og Valur því en í möguleika á því að komast í úrslitakeppnina. Valur er eftir sigurinn í kvöld með 15 stig í sjötta sæti deildarinnar.Óskar Bjarni: Héldum út allan leikinn að þessu sinni „Þetta var mikilvægur sigur hjá okkur í kvöld,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, eftir sigurinn í kvöld. „Við vorum að spila hérna fyrir viku síðan og þá lék liðið vel í fyrri hálfleiknum en síðan datt alveg botninn úr þessu hjá okkur. Í kvöld náði liðið að halda út allan leikinn og unnum flottan sigur“. „HK er með frábært lið og ég er því sérstaklega sáttur með stigin. Þeir byrjuðu leikinn aðeins betur og mér fannst þér svona stýra honum ágætlega. Síðan þegar leið á leikinn náðum við tökum á leiknum og stýrðum sigrinum í hús“. „Við vorum hrikalega sterkir varnarlega í kvöld en Gunnar (Harðarson) og Sigfús (Sigurðsson) bundu vörnina virkilega vel saman. Ég er með góða breidd varnarlega og menn geta nánast komið inn hvaða stöðu sem er“. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Óskar hér að ofan.Ólafur Bjarki: Vorum bara andlausir „Þetta var frekar svekkjandi og töluvert andleysi í mönnum eftir bikarleikinn,“ sagði Ólafur Bjarki Ragnarsson, leikmaður HK, eftir ósigurinn í kvöld. „Þetta tap sat greinilega í mönnum og við náðum okkur aldrei almennilega á flug. Við vorum samt allan tímann inn í leiknum og það vantaði samt herslumuninn“. „Við misnotuðum fullt af færum og skutum Bubba (Hlyn Morthens) í gang. Það voru bara ákveðin atriði sem féllu gegn okkur í lokin og það kostaði okkur þennan leik“. „Við verðum bara að hrista þessi töp af okkur og koma brjálaðir í næsta leik,“ sagði Ólafur að lokum. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Ólaf með því að ýta hér. Olís-deild karla Mest lesið Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Fleiri fréttir Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Sjá meira
Valur vann gríðarlega mikilvægan sigur, 28-24, gegn HK í N1-deild karla í Digranesinu í kvöld. Valur á enn fínan möguleik á því að komast í úrslitakeppnina og þessi sigur var nauðsynlegur. Hlynur Morthens fór á kostum í liði Vals og varði tuttugu skot. Valdimar Fannar Þórsson átti einnig flottan leik fyrir Val og skoraði sex mörk. Ólafur Bjarki Ragnarsson skoraði níu mörk fyrir HK. Leikurinn hófst vel og liðið voru bæði að finna taktinn ágætlega sóknarlega. HK-ingar voru sterkari til að byrja með og leiddu leikinn 4-2 þegar gestirnir í Val gerðu fjögur mörk í röð og breyttu stöðunni í 6-4 sér í vil. Valsarar spiluðu frábæran varnarleik í fyrri hálfleiknum og mættu HK-ingum gríðarlega framarlega. Heimamenn réðu illa við þessa vörn og Hlynur Morthens átti í litlum vandræðum með skot þeirra lengst utan af velli. Valsarar fóru aftur á móti ekkert sérstaklega vel með sín færi og skutu mikið yfir eða framhjá. Því var staðan aðeins 13-12 fyrir Val í hálfleik en þeir hefði hæglega getað farið inn í hálfleikinn með stærra forskot. Seinni hálfleikurinn var virkilega spennandi til að byrja með og aldrei munaði miklu á liðinum. HK-ingar náðu að komast yfir í byrjun síðari hálfleiksins og þegar leið á hálfleikinn þá tóku Valsmenn öll völd. Hlíðarendapiltar sýndu frábæran varnarleik í kvöld og létu HK-inga hafa mikið fyrir hverju einasta skoti. Hlynur varði einnig vel fyrir aftan vörnina. Valur vann að lokum mikilvægan fjögra marka sigur og Valur því en í möguleika á því að komast í úrslitakeppnina. Valur er eftir sigurinn í kvöld með 15 stig í sjötta sæti deildarinnar.Óskar Bjarni: Héldum út allan leikinn að þessu sinni „Þetta var mikilvægur sigur hjá okkur í kvöld,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, eftir sigurinn í kvöld. „Við vorum að spila hérna fyrir viku síðan og þá lék liðið vel í fyrri hálfleiknum en síðan datt alveg botninn úr þessu hjá okkur. Í kvöld náði liðið að halda út allan leikinn og unnum flottan sigur“. „HK er með frábært lið og ég er því sérstaklega sáttur með stigin. Þeir byrjuðu leikinn aðeins betur og mér fannst þér svona stýra honum ágætlega. Síðan þegar leið á leikinn náðum við tökum á leiknum og stýrðum sigrinum í hús“. „Við vorum hrikalega sterkir varnarlega í kvöld en Gunnar (Harðarson) og Sigfús (Sigurðsson) bundu vörnina virkilega vel saman. Ég er með góða breidd varnarlega og menn geta nánast komið inn hvaða stöðu sem er“. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Óskar hér að ofan.Ólafur Bjarki: Vorum bara andlausir „Þetta var frekar svekkjandi og töluvert andleysi í mönnum eftir bikarleikinn,“ sagði Ólafur Bjarki Ragnarsson, leikmaður HK, eftir ósigurinn í kvöld. „Þetta tap sat greinilega í mönnum og við náðum okkur aldrei almennilega á flug. Við vorum samt allan tímann inn í leiknum og það vantaði samt herslumuninn“. „Við misnotuðum fullt af færum og skutum Bubba (Hlyn Morthens) í gang. Það voru bara ákveðin atriði sem féllu gegn okkur í lokin og það kostaði okkur þennan leik“. „Við verðum bara að hrista þessi töp af okkur og koma brjálaðir í næsta leik,“ sagði Ólafur að lokum. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Ólaf með því að ýta hér.
Olís-deild karla Mest lesið Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Fleiri fréttir Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Sjá meira