Umfjöllun og viðtöl: HK - Valur 24-28 Stefán Árni Pálsson í Digranesi skrifar 16. febrúar 2012 12:30 Valur vann gríðarlega mikilvægan sigur, 28-24, gegn HK í N1-deild karla í Digranesinu í kvöld. Valur á enn fínan möguleik á því að komast í úrslitakeppnina og þessi sigur var nauðsynlegur. Hlynur Morthens fór á kostum í liði Vals og varði tuttugu skot. Valdimar Fannar Þórsson átti einnig flottan leik fyrir Val og skoraði sex mörk. Ólafur Bjarki Ragnarsson skoraði níu mörk fyrir HK. Leikurinn hófst vel og liðið voru bæði að finna taktinn ágætlega sóknarlega. HK-ingar voru sterkari til að byrja með og leiddu leikinn 4-2 þegar gestirnir í Val gerðu fjögur mörk í röð og breyttu stöðunni í 6-4 sér í vil. Valsarar spiluðu frábæran varnarleik í fyrri hálfleiknum og mættu HK-ingum gríðarlega framarlega. Heimamenn réðu illa við þessa vörn og Hlynur Morthens átti í litlum vandræðum með skot þeirra lengst utan af velli. Valsarar fóru aftur á móti ekkert sérstaklega vel með sín færi og skutu mikið yfir eða framhjá. Því var staðan aðeins 13-12 fyrir Val í hálfleik en þeir hefði hæglega getað farið inn í hálfleikinn með stærra forskot. Seinni hálfleikurinn var virkilega spennandi til að byrja með og aldrei munaði miklu á liðinum. HK-ingar náðu að komast yfir í byrjun síðari hálfleiksins og þegar leið á hálfleikinn þá tóku Valsmenn öll völd. Hlíðarendapiltar sýndu frábæran varnarleik í kvöld og létu HK-inga hafa mikið fyrir hverju einasta skoti. Hlynur varði einnig vel fyrir aftan vörnina. Valur vann að lokum mikilvægan fjögra marka sigur og Valur því en í möguleika á því að komast í úrslitakeppnina. Valur er eftir sigurinn í kvöld með 15 stig í sjötta sæti deildarinnar.Óskar Bjarni: Héldum út allan leikinn að þessu sinni „Þetta var mikilvægur sigur hjá okkur í kvöld,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, eftir sigurinn í kvöld. „Við vorum að spila hérna fyrir viku síðan og þá lék liðið vel í fyrri hálfleiknum en síðan datt alveg botninn úr þessu hjá okkur. Í kvöld náði liðið að halda út allan leikinn og unnum flottan sigur“. „HK er með frábært lið og ég er því sérstaklega sáttur með stigin. Þeir byrjuðu leikinn aðeins betur og mér fannst þér svona stýra honum ágætlega. Síðan þegar leið á leikinn náðum við tökum á leiknum og stýrðum sigrinum í hús“. „Við vorum hrikalega sterkir varnarlega í kvöld en Gunnar (Harðarson) og Sigfús (Sigurðsson) bundu vörnina virkilega vel saman. Ég er með góða breidd varnarlega og menn geta nánast komið inn hvaða stöðu sem er“. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Óskar hér að ofan.Ólafur Bjarki: Vorum bara andlausir „Þetta var frekar svekkjandi og töluvert andleysi í mönnum eftir bikarleikinn,“ sagði Ólafur Bjarki Ragnarsson, leikmaður HK, eftir ósigurinn í kvöld. „Þetta tap sat greinilega í mönnum og við náðum okkur aldrei almennilega á flug. Við vorum samt allan tímann inn í leiknum og það vantaði samt herslumuninn“. „Við misnotuðum fullt af færum og skutum Bubba (Hlyn Morthens) í gang. Það voru bara ákveðin atriði sem féllu gegn okkur í lokin og það kostaði okkur þennan leik“. „Við verðum bara að hrista þessi töp af okkur og koma brjálaðir í næsta leik,“ sagði Ólafur að lokum. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Ólaf með því að ýta hér. Olís-deild karla Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Fleiri fréttir „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Sjá meira
Valur vann gríðarlega mikilvægan sigur, 28-24, gegn HK í N1-deild karla í Digranesinu í kvöld. Valur á enn fínan möguleik á því að komast í úrslitakeppnina og þessi sigur var nauðsynlegur. Hlynur Morthens fór á kostum í liði Vals og varði tuttugu skot. Valdimar Fannar Þórsson átti einnig flottan leik fyrir Val og skoraði sex mörk. Ólafur Bjarki Ragnarsson skoraði níu mörk fyrir HK. Leikurinn hófst vel og liðið voru bæði að finna taktinn ágætlega sóknarlega. HK-ingar voru sterkari til að byrja með og leiddu leikinn 4-2 þegar gestirnir í Val gerðu fjögur mörk í röð og breyttu stöðunni í 6-4 sér í vil. Valsarar spiluðu frábæran varnarleik í fyrri hálfleiknum og mættu HK-ingum gríðarlega framarlega. Heimamenn réðu illa við þessa vörn og Hlynur Morthens átti í litlum vandræðum með skot þeirra lengst utan af velli. Valsarar fóru aftur á móti ekkert sérstaklega vel með sín færi og skutu mikið yfir eða framhjá. Því var staðan aðeins 13-12 fyrir Val í hálfleik en þeir hefði hæglega getað farið inn í hálfleikinn með stærra forskot. Seinni hálfleikurinn var virkilega spennandi til að byrja með og aldrei munaði miklu á liðinum. HK-ingar náðu að komast yfir í byrjun síðari hálfleiksins og þegar leið á hálfleikinn þá tóku Valsmenn öll völd. Hlíðarendapiltar sýndu frábæran varnarleik í kvöld og létu HK-inga hafa mikið fyrir hverju einasta skoti. Hlynur varði einnig vel fyrir aftan vörnina. Valur vann að lokum mikilvægan fjögra marka sigur og Valur því en í möguleika á því að komast í úrslitakeppnina. Valur er eftir sigurinn í kvöld með 15 stig í sjötta sæti deildarinnar.Óskar Bjarni: Héldum út allan leikinn að þessu sinni „Þetta var mikilvægur sigur hjá okkur í kvöld,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, eftir sigurinn í kvöld. „Við vorum að spila hérna fyrir viku síðan og þá lék liðið vel í fyrri hálfleiknum en síðan datt alveg botninn úr þessu hjá okkur. Í kvöld náði liðið að halda út allan leikinn og unnum flottan sigur“. „HK er með frábært lið og ég er því sérstaklega sáttur með stigin. Þeir byrjuðu leikinn aðeins betur og mér fannst þér svona stýra honum ágætlega. Síðan þegar leið á leikinn náðum við tökum á leiknum og stýrðum sigrinum í hús“. „Við vorum hrikalega sterkir varnarlega í kvöld en Gunnar (Harðarson) og Sigfús (Sigurðsson) bundu vörnina virkilega vel saman. Ég er með góða breidd varnarlega og menn geta nánast komið inn hvaða stöðu sem er“. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Óskar hér að ofan.Ólafur Bjarki: Vorum bara andlausir „Þetta var frekar svekkjandi og töluvert andleysi í mönnum eftir bikarleikinn,“ sagði Ólafur Bjarki Ragnarsson, leikmaður HK, eftir ósigurinn í kvöld. „Þetta tap sat greinilega í mönnum og við náðum okkur aldrei almennilega á flug. Við vorum samt allan tímann inn í leiknum og það vantaði samt herslumuninn“. „Við misnotuðum fullt af færum og skutum Bubba (Hlyn Morthens) í gang. Það voru bara ákveðin atriði sem féllu gegn okkur í lokin og það kostaði okkur þennan leik“. „Við verðum bara að hrista þessi töp af okkur og koma brjálaðir í næsta leik,“ sagði Ólafur að lokum. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Ólaf með því að ýta hér.
Olís-deild karla Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Fleiri fréttir „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Sjá meira