Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Tindastóll 97-95 Stefán Árni Pálsson í Laugardalshöll skrifar 18. febrúar 2012 11:44 Keflavík varð rétt í þessu bikarmeistari í körfubolta karla þegar þeir unnu Tindastól 97-95. Keflvík hafði yfirhöndina allan leikinn og áttu sigurinn í raun skilið. Tindastólsmenn börðust eins og ljón allan tíman og fá mikið hrós fyrir sína þátttöku í leiknum. Bæði lið virkuðu vel stemmd til að byrja með og menn alveg til í slaginn. Þegar fimm mínútur voru liðnar af leiknum var staðan 14-11 fyrir Keflavík og þeir gáfu ákveðin tón strax í byrjun. Keflavík hafði síðan 11 stiga forystu þegar fyrsti leikhlutinn var búinn. Í byrjun annars leikhluta komu Stólarnir með fínt áhlaup og minnkuðu muninn niður í sex stig 34-28 fyrir Keflavík og mikil stemmning var komin í drengina að norðan. Keflvíkingar fóru samt sem áður inn í hálfleikinn með nokkuð gott forskot. Í upphafi síðari hálfleiksins settu norðanmenn aftur í gírinn og munurinn varð sex stig á ný en eins og saga leiksins þá komust þeir aldrei nær. Þegar tvær mínútur voru eftir af leiknum munaði sjö stigum á liðunum. Tindastólsmenn reyndu hvað þeir gátu til að jafna metinn en það bara gekk ekki. Þeir misnotuðu fín færi til að komast nær Keflvíkingunum og því urðu þeir að sætta sig við tap í fyrsta bikarúrslitaleik félagsins. Keflavík stóð uppi sem sigurvegari 97-95 í fínum körfuboltaleik. Bárður: Það vantaði kannski smá heppniÞjálfarateymi Tindastóls var ekkert sérstaklega hresst eftir leik.mynd/valli„Við vorum að elta þá nánast allan leikinn og það munaði lengi tíu stigum á liðunum, það var bara of erfitt," sagði Bárður Eyþórsson, þjálfari Tindastóls, eftir leikinn í dag. „Við vorum líka gríðarlega óheppnir í lokin þegar við fáum fín tækifæri til að minnka muninn verulega en það bara datt ekki fyrir okkur í dag". „Þetta var alveg að koma hjá okkur alveg undir lokin og okkur vantaði bara aðeins meiri tíma. Maður þarf einnig að vera smá heppin í svona leikjum og hún var ekki með okkur í dag". Bárður hefur þrívegis komist í bikarúrslit með þremur mismunandi liðum og alltaf hefur hann tapað. „Það er aldrei gaman að tapa. Öll liðin sem ég hef farið með í þennan leik eru þar í fyrsta skipti og það er bara erfitt". Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Bárð hér að ofan. Sigurður: Við lögðum mikla áherslu á þessa keppniSigurður fer yfir málin með sínum mönnum.mynd/valli„Þetta er gríðarlega skemmtilegt þar sem við lögðum mikla áherslu á þessa bikarkeppni á tímabilinu," sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur eftir sigurinn í dag. „Umgjörðin hér í dag var frábær og vel haldið utan um allt. Þetta var bara frábær leikur í alla staði. Mér fannst þessi leikur vera virkilega vel leikinn og bæði lið sýndu frábæra takta". „Við vorum með ákveðið plan allan leikinn og strákarnir héldu sig bara við það. Það fannst mér skila okkur sigurinn". „Við vissum fyrirfram að þetta yrði spennandi leikur og voru alveg með það á hreinu hvernig ætti að bregðast við þeirra leik". Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Sigurð með því að ýta hér.Tölfræði: Keflavík 97-95 Tindastóll Keflavík: Charles Michael Parker 32/13 fráköst, Jarryd Cole 19/8 fráköst/4 varin skot, Magnús Þór Gunnarsson 17/8 stoðsendingar, Kristoffer Douse 10/5 fráköst, Valur Orri Valsson 9, Halldór Örn Halldórsson 6, Almar Stefán Guðbrandsson 4, Hafliði Már Brynjarsson 0, Ragnar Gerald Albertsson 0, Gunnar H. Stefánsson 0, Arnar Freyr Jónsson 0, Andri Daníelsson 0.Tindastóll: Maurice Miller 22/4 fráköst/8 stoðsendingar, Curtis Allen 18/5 fráköst, Svavar Atli Birgisson 14/9 fráköst, Helgi Freyr Margeirsson 10, Friðrik Hreinsson 10, Þröstur Leó Jóhannsson 9, Helgi Rafn Viggósson 8, Igor Tratnik 4/6 fráköst, Hreinn Gunnar Birgisson 0, Loftur Páll Eiríksson 0, Rúnar Sveinsson 0, Pálmi Geir Jónsson 0. Dominos-deild karla Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Keflavík varð rétt í þessu bikarmeistari í körfubolta karla þegar þeir unnu Tindastól 97-95. Keflvík hafði yfirhöndina allan leikinn og áttu sigurinn í raun skilið. Tindastólsmenn börðust eins og ljón allan tíman og fá mikið hrós fyrir sína þátttöku í leiknum. Bæði lið virkuðu vel stemmd til að byrja með og menn alveg til í slaginn. Þegar fimm mínútur voru liðnar af leiknum var staðan 14-11 fyrir Keflavík og þeir gáfu ákveðin tón strax í byrjun. Keflavík hafði síðan 11 stiga forystu þegar fyrsti leikhlutinn var búinn. Í byrjun annars leikhluta komu Stólarnir með fínt áhlaup og minnkuðu muninn niður í sex stig 34-28 fyrir Keflavík og mikil stemmning var komin í drengina að norðan. Keflvíkingar fóru samt sem áður inn í hálfleikinn með nokkuð gott forskot. Í upphafi síðari hálfleiksins settu norðanmenn aftur í gírinn og munurinn varð sex stig á ný en eins og saga leiksins þá komust þeir aldrei nær. Þegar tvær mínútur voru eftir af leiknum munaði sjö stigum á liðunum. Tindastólsmenn reyndu hvað þeir gátu til að jafna metinn en það bara gekk ekki. Þeir misnotuðu fín færi til að komast nær Keflvíkingunum og því urðu þeir að sætta sig við tap í fyrsta bikarúrslitaleik félagsins. Keflavík stóð uppi sem sigurvegari 97-95 í fínum körfuboltaleik. Bárður: Það vantaði kannski smá heppniÞjálfarateymi Tindastóls var ekkert sérstaklega hresst eftir leik.mynd/valli„Við vorum að elta þá nánast allan leikinn og það munaði lengi tíu stigum á liðunum, það var bara of erfitt," sagði Bárður Eyþórsson, þjálfari Tindastóls, eftir leikinn í dag. „Við vorum líka gríðarlega óheppnir í lokin þegar við fáum fín tækifæri til að minnka muninn verulega en það bara datt ekki fyrir okkur í dag". „Þetta var alveg að koma hjá okkur alveg undir lokin og okkur vantaði bara aðeins meiri tíma. Maður þarf einnig að vera smá heppin í svona leikjum og hún var ekki með okkur í dag". Bárður hefur þrívegis komist í bikarúrslit með þremur mismunandi liðum og alltaf hefur hann tapað. „Það er aldrei gaman að tapa. Öll liðin sem ég hef farið með í þennan leik eru þar í fyrsta skipti og það er bara erfitt". Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Bárð hér að ofan. Sigurður: Við lögðum mikla áherslu á þessa keppniSigurður fer yfir málin með sínum mönnum.mynd/valli„Þetta er gríðarlega skemmtilegt þar sem við lögðum mikla áherslu á þessa bikarkeppni á tímabilinu," sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur eftir sigurinn í dag. „Umgjörðin hér í dag var frábær og vel haldið utan um allt. Þetta var bara frábær leikur í alla staði. Mér fannst þessi leikur vera virkilega vel leikinn og bæði lið sýndu frábæra takta". „Við vorum með ákveðið plan allan leikinn og strákarnir héldu sig bara við það. Það fannst mér skila okkur sigurinn". „Við vissum fyrirfram að þetta yrði spennandi leikur og voru alveg með það á hreinu hvernig ætti að bregðast við þeirra leik". Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Sigurð með því að ýta hér.Tölfræði: Keflavík 97-95 Tindastóll Keflavík: Charles Michael Parker 32/13 fráköst, Jarryd Cole 19/8 fráköst/4 varin skot, Magnús Þór Gunnarsson 17/8 stoðsendingar, Kristoffer Douse 10/5 fráköst, Valur Orri Valsson 9, Halldór Örn Halldórsson 6, Almar Stefán Guðbrandsson 4, Hafliði Már Brynjarsson 0, Ragnar Gerald Albertsson 0, Gunnar H. Stefánsson 0, Arnar Freyr Jónsson 0, Andri Daníelsson 0.Tindastóll: Maurice Miller 22/4 fráköst/8 stoðsendingar, Curtis Allen 18/5 fráköst, Svavar Atli Birgisson 14/9 fráköst, Helgi Freyr Margeirsson 10, Friðrik Hreinsson 10, Þröstur Leó Jóhannsson 9, Helgi Rafn Viggósson 8, Igor Tratnik 4/6 fráköst, Hreinn Gunnar Birgisson 0, Loftur Páll Eiríksson 0, Rúnar Sveinsson 0, Pálmi Geir Jónsson 0.
Dominos-deild karla Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum