Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Tindastóll 97-95 Stefán Árni Pálsson í Laugardalshöll skrifar 18. febrúar 2012 11:44 Keflavík varð rétt í þessu bikarmeistari í körfubolta karla þegar þeir unnu Tindastól 97-95. Keflvík hafði yfirhöndina allan leikinn og áttu sigurinn í raun skilið. Tindastólsmenn börðust eins og ljón allan tíman og fá mikið hrós fyrir sína þátttöku í leiknum. Bæði lið virkuðu vel stemmd til að byrja með og menn alveg til í slaginn. Þegar fimm mínútur voru liðnar af leiknum var staðan 14-11 fyrir Keflavík og þeir gáfu ákveðin tón strax í byrjun. Keflavík hafði síðan 11 stiga forystu þegar fyrsti leikhlutinn var búinn. Í byrjun annars leikhluta komu Stólarnir með fínt áhlaup og minnkuðu muninn niður í sex stig 34-28 fyrir Keflavík og mikil stemmning var komin í drengina að norðan. Keflvíkingar fóru samt sem áður inn í hálfleikinn með nokkuð gott forskot. Í upphafi síðari hálfleiksins settu norðanmenn aftur í gírinn og munurinn varð sex stig á ný en eins og saga leiksins þá komust þeir aldrei nær. Þegar tvær mínútur voru eftir af leiknum munaði sjö stigum á liðunum. Tindastólsmenn reyndu hvað þeir gátu til að jafna metinn en það bara gekk ekki. Þeir misnotuðu fín færi til að komast nær Keflvíkingunum og því urðu þeir að sætta sig við tap í fyrsta bikarúrslitaleik félagsins. Keflavík stóð uppi sem sigurvegari 97-95 í fínum körfuboltaleik. Bárður: Það vantaði kannski smá heppniÞjálfarateymi Tindastóls var ekkert sérstaklega hresst eftir leik.mynd/valli„Við vorum að elta þá nánast allan leikinn og það munaði lengi tíu stigum á liðunum, það var bara of erfitt," sagði Bárður Eyþórsson, þjálfari Tindastóls, eftir leikinn í dag. „Við vorum líka gríðarlega óheppnir í lokin þegar við fáum fín tækifæri til að minnka muninn verulega en það bara datt ekki fyrir okkur í dag". „Þetta var alveg að koma hjá okkur alveg undir lokin og okkur vantaði bara aðeins meiri tíma. Maður þarf einnig að vera smá heppin í svona leikjum og hún var ekki með okkur í dag". Bárður hefur þrívegis komist í bikarúrslit með þremur mismunandi liðum og alltaf hefur hann tapað. „Það er aldrei gaman að tapa. Öll liðin sem ég hef farið með í þennan leik eru þar í fyrsta skipti og það er bara erfitt". Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Bárð hér að ofan. Sigurður: Við lögðum mikla áherslu á þessa keppniSigurður fer yfir málin með sínum mönnum.mynd/valli„Þetta er gríðarlega skemmtilegt þar sem við lögðum mikla áherslu á þessa bikarkeppni á tímabilinu," sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur eftir sigurinn í dag. „Umgjörðin hér í dag var frábær og vel haldið utan um allt. Þetta var bara frábær leikur í alla staði. Mér fannst þessi leikur vera virkilega vel leikinn og bæði lið sýndu frábæra takta". „Við vorum með ákveðið plan allan leikinn og strákarnir héldu sig bara við það. Það fannst mér skila okkur sigurinn". „Við vissum fyrirfram að þetta yrði spennandi leikur og voru alveg með það á hreinu hvernig ætti að bregðast við þeirra leik". Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Sigurð með því að ýta hér.Tölfræði: Keflavík 97-95 Tindastóll Keflavík: Charles Michael Parker 32/13 fráköst, Jarryd Cole 19/8 fráköst/4 varin skot, Magnús Þór Gunnarsson 17/8 stoðsendingar, Kristoffer Douse 10/5 fráköst, Valur Orri Valsson 9, Halldór Örn Halldórsson 6, Almar Stefán Guðbrandsson 4, Hafliði Már Brynjarsson 0, Ragnar Gerald Albertsson 0, Gunnar H. Stefánsson 0, Arnar Freyr Jónsson 0, Andri Daníelsson 0.Tindastóll: Maurice Miller 22/4 fráköst/8 stoðsendingar, Curtis Allen 18/5 fráköst, Svavar Atli Birgisson 14/9 fráköst, Helgi Freyr Margeirsson 10, Friðrik Hreinsson 10, Þröstur Leó Jóhannsson 9, Helgi Rafn Viggósson 8, Igor Tratnik 4/6 fráköst, Hreinn Gunnar Birgisson 0, Loftur Páll Eiríksson 0, Rúnar Sveinsson 0, Pálmi Geir Jónsson 0. Dominos-deild karla Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Álftanes í 5. sætið en Þórsarar í basli Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Leik lokið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum Í beinni: Njarðvík - Tindastóll | Tvö af bestu liðunum takast á „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur Sjá meira
Keflavík varð rétt í þessu bikarmeistari í körfubolta karla þegar þeir unnu Tindastól 97-95. Keflvík hafði yfirhöndina allan leikinn og áttu sigurinn í raun skilið. Tindastólsmenn börðust eins og ljón allan tíman og fá mikið hrós fyrir sína þátttöku í leiknum. Bæði lið virkuðu vel stemmd til að byrja með og menn alveg til í slaginn. Þegar fimm mínútur voru liðnar af leiknum var staðan 14-11 fyrir Keflavík og þeir gáfu ákveðin tón strax í byrjun. Keflavík hafði síðan 11 stiga forystu þegar fyrsti leikhlutinn var búinn. Í byrjun annars leikhluta komu Stólarnir með fínt áhlaup og minnkuðu muninn niður í sex stig 34-28 fyrir Keflavík og mikil stemmning var komin í drengina að norðan. Keflvíkingar fóru samt sem áður inn í hálfleikinn með nokkuð gott forskot. Í upphafi síðari hálfleiksins settu norðanmenn aftur í gírinn og munurinn varð sex stig á ný en eins og saga leiksins þá komust þeir aldrei nær. Þegar tvær mínútur voru eftir af leiknum munaði sjö stigum á liðunum. Tindastólsmenn reyndu hvað þeir gátu til að jafna metinn en það bara gekk ekki. Þeir misnotuðu fín færi til að komast nær Keflvíkingunum og því urðu þeir að sætta sig við tap í fyrsta bikarúrslitaleik félagsins. Keflavík stóð uppi sem sigurvegari 97-95 í fínum körfuboltaleik. Bárður: Það vantaði kannski smá heppniÞjálfarateymi Tindastóls var ekkert sérstaklega hresst eftir leik.mynd/valli„Við vorum að elta þá nánast allan leikinn og það munaði lengi tíu stigum á liðunum, það var bara of erfitt," sagði Bárður Eyþórsson, þjálfari Tindastóls, eftir leikinn í dag. „Við vorum líka gríðarlega óheppnir í lokin þegar við fáum fín tækifæri til að minnka muninn verulega en það bara datt ekki fyrir okkur í dag". „Þetta var alveg að koma hjá okkur alveg undir lokin og okkur vantaði bara aðeins meiri tíma. Maður þarf einnig að vera smá heppin í svona leikjum og hún var ekki með okkur í dag". Bárður hefur þrívegis komist í bikarúrslit með þremur mismunandi liðum og alltaf hefur hann tapað. „Það er aldrei gaman að tapa. Öll liðin sem ég hef farið með í þennan leik eru þar í fyrsta skipti og það er bara erfitt". Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Bárð hér að ofan. Sigurður: Við lögðum mikla áherslu á þessa keppniSigurður fer yfir málin með sínum mönnum.mynd/valli„Þetta er gríðarlega skemmtilegt þar sem við lögðum mikla áherslu á þessa bikarkeppni á tímabilinu," sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur eftir sigurinn í dag. „Umgjörðin hér í dag var frábær og vel haldið utan um allt. Þetta var bara frábær leikur í alla staði. Mér fannst þessi leikur vera virkilega vel leikinn og bæði lið sýndu frábæra takta". „Við vorum með ákveðið plan allan leikinn og strákarnir héldu sig bara við það. Það fannst mér skila okkur sigurinn". „Við vissum fyrirfram að þetta yrði spennandi leikur og voru alveg með það á hreinu hvernig ætti að bregðast við þeirra leik". Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Sigurð með því að ýta hér.Tölfræði: Keflavík 97-95 Tindastóll Keflavík: Charles Michael Parker 32/13 fráköst, Jarryd Cole 19/8 fráköst/4 varin skot, Magnús Þór Gunnarsson 17/8 stoðsendingar, Kristoffer Douse 10/5 fráköst, Valur Orri Valsson 9, Halldór Örn Halldórsson 6, Almar Stefán Guðbrandsson 4, Hafliði Már Brynjarsson 0, Ragnar Gerald Albertsson 0, Gunnar H. Stefánsson 0, Arnar Freyr Jónsson 0, Andri Daníelsson 0.Tindastóll: Maurice Miller 22/4 fráköst/8 stoðsendingar, Curtis Allen 18/5 fráköst, Svavar Atli Birgisson 14/9 fráköst, Helgi Freyr Margeirsson 10, Friðrik Hreinsson 10, Þröstur Leó Jóhannsson 9, Helgi Rafn Viggósson 8, Igor Tratnik 4/6 fráköst, Hreinn Gunnar Birgisson 0, Loftur Páll Eiríksson 0, Rúnar Sveinsson 0, Pálmi Geir Jónsson 0.
Dominos-deild karla Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Álftanes í 5. sætið en Þórsarar í basli Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Leik lokið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum Í beinni: Njarðvík - Tindastóll | Tvö af bestu liðunum takast á „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur Sjá meira
Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga