NBA: 40 stig frá LeBron ekki nóg fyrir Miami | Thunder vann Dallas Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. febrúar 2012 09:00 Lebron James og Dwayne Wade. Mynd/AP Tvö efstu lið Austurdeildarinnar töpuðu bæði sínum leikjum í NBA-deildinni í körfubolta í nótt því Milwaukee Bucks vann Miami Heat í annað skiptið í vetur og Chicago Bulls steinlá á móti Philadelphia 76 ers. Orlando Magic vann loksins sigur og Oklahoma City Thunder vann meistarana í DallasBrandon Jennings skoraði 31 stig og gaf 8 stoðsendingar þegar Milwaukee Bucks vann 105-97 sigur á Miami Heat og hefur þar með unnið stórstjörnuliðið tvisvar í vetur. LeBron James var með 40 stig þar af 24 þeirra í fyrsta leikhlutanum. Dwyane Wade skoraði 23 stig. Drew Gooden skoraði 17 stig fyrir Bucks sem vann sinn þriðja leik í röð.Russell Westbrook skoraði 33 stig og Kevin Durant var með 23 stig og 13 fráköst þegar Oklahoma City Thunder vann 95-86 útisigur á NBA-meisturum Dallas Mavericks. Dallas-liðið hitti aðeins úr 8 af 38 skotum sínum í seinni hálfleik. Jason Terry var með 26 stig fyrir Dallas en Dirk Nowitzki hitti aðeins úr 2 af 15 skotum og endaði aðeins með 8 stig.Andre Iguodala og Thaddeus Young voru báðir með 19 stig þegar Philadelphia 76ers vann 98-82 sigur á toppliði Austurdeildarinnar Chicago Bulls. Lavoy Allen og Lou Williams skiluðu báðir 14 stigum af bekknum hjá 76ers en hjá Chicago var C.J Watson með 20 stig og Derrick Rose skoraði 18 stig.Chris Paul var með 34 stig og Blake Griffin skoraði 31 stig þegar Los Angeles Clippers vann 107-105 útisigur á Utah Jazz en Clippers-liðið hafði tapað 16 leikjum í röð í Salt Lake City. Al Jefferson var með 27 stig og 12 fráköst hjá Utah.Ryan Anderson var með 23 stig þegar Orlando Magic endaði fjögurra leikja taphrinu sína með 109-103 sigri á Washington Wizards. Dwight Howard og J.J. Redick skoruðu báðir 21 stig fyrir Orlando en Nick Young var með 24 stig fyrir Washington og Rashard Lewis skoraði 20 stig á móti sínum gömlu félögum.Doug Collins og Andre Iquodala,Mynd/APPaul Pierce var með 17 stig og 8 stoðsendingar þegar Boston Celtics vann 100-64 sigur á Toronto Raptors og komst upp fyrir 50 prósent sigurhlutfall (11 sigrar, 10 töp) í aðeins annað skiptið í vetur. Ray Allen og Brandon Bass voru báðir með 12 stig fyrir Boston en Jerryd Bayless skoraði mest fyrir Toronto eða 14 stig.Danny Granger skoraði 29 af 36 stigum sínum í seinni hálfleik þegar Indiana Pacers vann 109-99 sigur á Minnesota Timberwolves. Darren Collison var með 20 stig og 9 stoðsendingar og hafði betur gegn Spánverjanum Ricky Rubio sem lét sér nægja 10 stig og 6 stoðsendingar. Kevin Love var með 21 stig og 17 fráköst hjá Minnesota.Steve Nash var með 30 stig og 10 stoðsendingar þegar Phoenix Suns vann 120-103 sigur á New Orleans Hornets. Nash bætti jafnframt stoðsendingamet Kevin Johnson hjá Phoenix með því að gefa sína 6519. stoðsendingu með liðinu. Marcin Gortat var með 23 stig og 11 fráköst hjá Phoenix en Greivis Vasquez var með 20 stig og 12 stoðsendingar hjá New Orleans sem hefur tapað þremur í röð og 18 af síðustu 10 leikjum sínum.Tim Duncan skoraði 25 stig og Tony Parker var með 24 stig þegar San Antonio Spurs vann 99-91 sigur á Houston Rockets. Spurs var 18 stigum undir í þriðja leikhlutanum en átti frábæran endasprett. Gary Neal skoraði 15 stig fyrir San Antonio en hjá Houston var Kevin Martin stigahæstur með 29 stig. Úrslit úr öllum leikjum í NBA-deildinni í nótt:Steve Nash.Mynd/APPhiladelphia 76ers - Chicago Bulls 98-82 Orlando Magic - Washington Wizards 109-103 Boston Celtics - Toronto Raptors 100-64 New Jersey Nets - Detroit Pistons 99-96 Milwaukee Bucks - Miami Heat 105-97 New Orleans Hornets - Phoenix Suns 103-120 Dallas Mavericks - Oklahoma City Thunder 86-95 Minnesota Timberwolves - Indiana Pacers 99-109 San Antonio Spurs - Houston Rockets 99-91 Portland Trail Blazers - Charlotte Bobcats 112-68 Utah Jazz - Los Angeles Clippers 105-107 Staðan í NBA-deildinni:Á nba.com eða yahoo.com NBA Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Fleiri fréttir Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Sjá meira
Tvö efstu lið Austurdeildarinnar töpuðu bæði sínum leikjum í NBA-deildinni í körfubolta í nótt því Milwaukee Bucks vann Miami Heat í annað skiptið í vetur og Chicago Bulls steinlá á móti Philadelphia 76 ers. Orlando Magic vann loksins sigur og Oklahoma City Thunder vann meistarana í DallasBrandon Jennings skoraði 31 stig og gaf 8 stoðsendingar þegar Milwaukee Bucks vann 105-97 sigur á Miami Heat og hefur þar með unnið stórstjörnuliðið tvisvar í vetur. LeBron James var með 40 stig þar af 24 þeirra í fyrsta leikhlutanum. Dwyane Wade skoraði 23 stig. Drew Gooden skoraði 17 stig fyrir Bucks sem vann sinn þriðja leik í röð.Russell Westbrook skoraði 33 stig og Kevin Durant var með 23 stig og 13 fráköst þegar Oklahoma City Thunder vann 95-86 útisigur á NBA-meisturum Dallas Mavericks. Dallas-liðið hitti aðeins úr 8 af 38 skotum sínum í seinni hálfleik. Jason Terry var með 26 stig fyrir Dallas en Dirk Nowitzki hitti aðeins úr 2 af 15 skotum og endaði aðeins með 8 stig.Andre Iguodala og Thaddeus Young voru báðir með 19 stig þegar Philadelphia 76ers vann 98-82 sigur á toppliði Austurdeildarinnar Chicago Bulls. Lavoy Allen og Lou Williams skiluðu báðir 14 stigum af bekknum hjá 76ers en hjá Chicago var C.J Watson með 20 stig og Derrick Rose skoraði 18 stig.Chris Paul var með 34 stig og Blake Griffin skoraði 31 stig þegar Los Angeles Clippers vann 107-105 útisigur á Utah Jazz en Clippers-liðið hafði tapað 16 leikjum í röð í Salt Lake City. Al Jefferson var með 27 stig og 12 fráköst hjá Utah.Ryan Anderson var með 23 stig þegar Orlando Magic endaði fjögurra leikja taphrinu sína með 109-103 sigri á Washington Wizards. Dwight Howard og J.J. Redick skoruðu báðir 21 stig fyrir Orlando en Nick Young var með 24 stig fyrir Washington og Rashard Lewis skoraði 20 stig á móti sínum gömlu félögum.Doug Collins og Andre Iquodala,Mynd/APPaul Pierce var með 17 stig og 8 stoðsendingar þegar Boston Celtics vann 100-64 sigur á Toronto Raptors og komst upp fyrir 50 prósent sigurhlutfall (11 sigrar, 10 töp) í aðeins annað skiptið í vetur. Ray Allen og Brandon Bass voru báðir með 12 stig fyrir Boston en Jerryd Bayless skoraði mest fyrir Toronto eða 14 stig.Danny Granger skoraði 29 af 36 stigum sínum í seinni hálfleik þegar Indiana Pacers vann 109-99 sigur á Minnesota Timberwolves. Darren Collison var með 20 stig og 9 stoðsendingar og hafði betur gegn Spánverjanum Ricky Rubio sem lét sér nægja 10 stig og 6 stoðsendingar. Kevin Love var með 21 stig og 17 fráköst hjá Minnesota.Steve Nash var með 30 stig og 10 stoðsendingar þegar Phoenix Suns vann 120-103 sigur á New Orleans Hornets. Nash bætti jafnframt stoðsendingamet Kevin Johnson hjá Phoenix með því að gefa sína 6519. stoðsendingu með liðinu. Marcin Gortat var með 23 stig og 11 fráköst hjá Phoenix en Greivis Vasquez var með 20 stig og 12 stoðsendingar hjá New Orleans sem hefur tapað þremur í röð og 18 af síðustu 10 leikjum sínum.Tim Duncan skoraði 25 stig og Tony Parker var með 24 stig þegar San Antonio Spurs vann 99-91 sigur á Houston Rockets. Spurs var 18 stigum undir í þriðja leikhlutanum en átti frábæran endasprett. Gary Neal skoraði 15 stig fyrir San Antonio en hjá Houston var Kevin Martin stigahæstur með 29 stig. Úrslit úr öllum leikjum í NBA-deildinni í nótt:Steve Nash.Mynd/APPhiladelphia 76ers - Chicago Bulls 98-82 Orlando Magic - Washington Wizards 109-103 Boston Celtics - Toronto Raptors 100-64 New Jersey Nets - Detroit Pistons 99-96 Milwaukee Bucks - Miami Heat 105-97 New Orleans Hornets - Phoenix Suns 103-120 Dallas Mavericks - Oklahoma City Thunder 86-95 Minnesota Timberwolves - Indiana Pacers 99-109 San Antonio Spurs - Houston Rockets 99-91 Portland Trail Blazers - Charlotte Bobcats 112-68 Utah Jazz - Los Angeles Clippers 105-107 Staðan í NBA-deildinni:Á nba.com eða yahoo.com
NBA Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Fleiri fréttir Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Sjá meira