Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - Tindastóll 106-87 Stefán Hirst Friðriksson skrifar 2. febrúar 2012 20:57 Fjölnismenn unnu í kvöld öruggan nítján stiga sigur, 106-87 á slöku liði Tindastóls. Leikurinn var gríðarlega þýðingarmikill fyrir bæði lið og þá einna helst fyrir Fjölnismenn því að þeir urðu að vinna hér í kvöld ef þeir ætluðu að halda vonum sínum um sæti í úrslitakeppninni á lífi. Fjölnismenn fóru á kostum í kvöld og áttu Stólarnir aldrei möguleika í leiknum. Fjölnir byrjaði leikinn af miklum krafti og komust þeir í 13-0 strax í upphafi leiks. Fjölnismönnum héldu engin bönd en þeir fóru gjörsamlega á kostum í sóknarleiknum og voru þeir komnir með nítján stiga forystu, 23-7 um miðjan leikhlutann. Stólarnir náðu aðeins að rétta úr kútnum á næstu mínútum en Fjölnismenn svöruðu undir lok leikhlutans og leiddu 36-21, þegar leikhlutinn var úti. Fjölnismenn voru með ótrúlega skotnýtingu í fyrsta leikhluta en þeir skutu í kringum sjötíu prósent í leikhlutanum. Nathan Walkup, leikmaður Fjölnis fór fyrir sínum mönnum en hann var kominn með 12 stig eftir fyrsta leikhluta. Fjölnismenn héldu áfram að fara á kostum og byrjuðu þeir annan leikhluta eins og þann fyrsta. Þeir voru komnir í tuttugu stiga forystu, 46-26 þegar leikhlutinn var tæplega hálfnaður. Nokkuð jafnræði var liðunum á næstu mínutum en Fjölnismenn héldu Stólunum þó alltaf langt frá sér og voru með örugga 18 stiga forystu, 55-37 þegar flautað var til leikhlés í hálfleik sem var algjör eign heimamanna. Leikmenn Tindastóls voru hreinlega ekki mættir til leiks og virkaði þetta áreynslulítið fyrir Fjölnismenn. Bæði lið voru róleg í upphafi síðari hálfleiks og héldu Fjölnismenn sömu forystu í upphafi hálfleiksins. Stólarnir voru þó ekki búnir að gefast upp en þeirra leikur stórbatnaði um miðjan leikhlutann. Þeir fóru loksins að spila almennilega vörn ásamt því að sóknarleikurinn var betri. Þeim tókst að skera forystuna niður í tíu stig áður en að Fjölnismenn náðu að svara. Staðan 76-64 fyrir fjórða leikhluta og í fyrsta skipti í leiknum komin smá spenna í þetta. Lítið varð úr áhlaupi Tindastóls því að Fjölnismenn byrjuðu fjórða leikhlutann mun betur og voru aftur komnir í sextan stiga forystu strax í upphafi leikhlutans. Fjölnismenn héldu Stólunum frá sér og unnu að lokum öruggan nítján stiga sigur, 106-87 . Hjá Fjölni voru margir sem lögðu sitt að mörkum en var það helst Nathan Ray Walkup, en hann bauð uppá sýningu í sókninni og réðu Stólarnir lítið við hann. Einnig áttu Jón Sverrison og Arnþór Freyr Guðmundsson mjög góða leiki í liði Fjölnis ásamt því að Calvin O´Neal spilaði vel. Það var fáa jákvæða punkta að finna í liði Tindastóls en helst var það þó Þröstur Leó Jóhannsson sem átti ágætis leik.Nathan Wilkup: Frábær leikur Nathan Ray Wilkup, leikmaður Fjölnis fór á kostum fyrir sitt lið í kvöld en hann skoraði 35 stig ásamt því að taka tólf fráköst. Hann var að vonum ánægður í lok leiks „Við spiluðum mjög vel í þessum leik. Við byrjuðum virkilega vel og það auðveldaði okkur framhaldið. Þeir eru með góða leikmenn en þetta kvöld var um okkur. Við vorum virkilega góðir og er ég ánægður með þennan leik," sagði Nathan. Aðspurður um framhaldið sagði hann að þeirra markmið væru óbreytt en það væri að komast í úrslitakeppnina: „Við ætluðum okkur frá byrjun að komast í úrslitakeppnina og við stöndum við það markmið. Við ætlum að komast þangað og sýna fólki að við séu með hæfileikaríkt lið. Við getum vel strítt stóru liðunum ef við komumst þangað," sagði Walkup að lokum.Örvar Þór: Þetta eru bara töffarar „Þetta er aldrei auðvelt en við komum gríðarlega tilbúnir til leiks og byrjuðum leikinn frábærlega. Sú byrjun auðveldaði okkur svo framhaldið en við vorum að spila með svo miklu sjálfstrausti að ég vissi að það var ekki séns að við myndum tapa þessum leik." Við vorum með yfirhöndina allan leikinn en Tindastóll eru með frábært lið þannig að ég vissi að þeir myndu á einhverjum tímapunkti koma með áhlaup. Strákarnir svöruðu þeim frábærlega og þessir strákar eru bara töffarar," sagði Örvar að lokum.Bárður: Lítur út eins og menn séu saddir „Þetta var virkilega lélegur leikur af okkur hálfu. Eiginlega alveg glataður. Miðað við hvernig við erum búnir að spila síðustu tvo leiki þá sýnist mér það á öllu að menn séu orðnir saddir. Við vorum búnir að standa okkur frábærlega í deildinni fyrir þessa tvo leiki en svo gerist eitthvað sem ég get ekki útskýrt. Við erum að eiga flottar æfingar og liðið lítur vel út en þessir tveir leikir eru bara til skammar. Menn hljóta bara að vera orðnir saddir og við förum ekki í úrslitakeppnina ef við ætlum að spila svona," sagði Bárður Eyþórsson, þjálfari Tindastóls í lok leiks. Dominos-deild karla Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Sjá meira
Fjölnismenn unnu í kvöld öruggan nítján stiga sigur, 106-87 á slöku liði Tindastóls. Leikurinn var gríðarlega þýðingarmikill fyrir bæði lið og þá einna helst fyrir Fjölnismenn því að þeir urðu að vinna hér í kvöld ef þeir ætluðu að halda vonum sínum um sæti í úrslitakeppninni á lífi. Fjölnismenn fóru á kostum í kvöld og áttu Stólarnir aldrei möguleika í leiknum. Fjölnir byrjaði leikinn af miklum krafti og komust þeir í 13-0 strax í upphafi leiks. Fjölnismönnum héldu engin bönd en þeir fóru gjörsamlega á kostum í sóknarleiknum og voru þeir komnir með nítján stiga forystu, 23-7 um miðjan leikhlutann. Stólarnir náðu aðeins að rétta úr kútnum á næstu mínútum en Fjölnismenn svöruðu undir lok leikhlutans og leiddu 36-21, þegar leikhlutinn var úti. Fjölnismenn voru með ótrúlega skotnýtingu í fyrsta leikhluta en þeir skutu í kringum sjötíu prósent í leikhlutanum. Nathan Walkup, leikmaður Fjölnis fór fyrir sínum mönnum en hann var kominn með 12 stig eftir fyrsta leikhluta. Fjölnismenn héldu áfram að fara á kostum og byrjuðu þeir annan leikhluta eins og þann fyrsta. Þeir voru komnir í tuttugu stiga forystu, 46-26 þegar leikhlutinn var tæplega hálfnaður. Nokkuð jafnræði var liðunum á næstu mínutum en Fjölnismenn héldu Stólunum þó alltaf langt frá sér og voru með örugga 18 stiga forystu, 55-37 þegar flautað var til leikhlés í hálfleik sem var algjör eign heimamanna. Leikmenn Tindastóls voru hreinlega ekki mættir til leiks og virkaði þetta áreynslulítið fyrir Fjölnismenn. Bæði lið voru róleg í upphafi síðari hálfleiks og héldu Fjölnismenn sömu forystu í upphafi hálfleiksins. Stólarnir voru þó ekki búnir að gefast upp en þeirra leikur stórbatnaði um miðjan leikhlutann. Þeir fóru loksins að spila almennilega vörn ásamt því að sóknarleikurinn var betri. Þeim tókst að skera forystuna niður í tíu stig áður en að Fjölnismenn náðu að svara. Staðan 76-64 fyrir fjórða leikhluta og í fyrsta skipti í leiknum komin smá spenna í þetta. Lítið varð úr áhlaupi Tindastóls því að Fjölnismenn byrjuðu fjórða leikhlutann mun betur og voru aftur komnir í sextan stiga forystu strax í upphafi leikhlutans. Fjölnismenn héldu Stólunum frá sér og unnu að lokum öruggan nítján stiga sigur, 106-87 . Hjá Fjölni voru margir sem lögðu sitt að mörkum en var það helst Nathan Ray Walkup, en hann bauð uppá sýningu í sókninni og réðu Stólarnir lítið við hann. Einnig áttu Jón Sverrison og Arnþór Freyr Guðmundsson mjög góða leiki í liði Fjölnis ásamt því að Calvin O´Neal spilaði vel. Það var fáa jákvæða punkta að finna í liði Tindastóls en helst var það þó Þröstur Leó Jóhannsson sem átti ágætis leik.Nathan Wilkup: Frábær leikur Nathan Ray Wilkup, leikmaður Fjölnis fór á kostum fyrir sitt lið í kvöld en hann skoraði 35 stig ásamt því að taka tólf fráköst. Hann var að vonum ánægður í lok leiks „Við spiluðum mjög vel í þessum leik. Við byrjuðum virkilega vel og það auðveldaði okkur framhaldið. Þeir eru með góða leikmenn en þetta kvöld var um okkur. Við vorum virkilega góðir og er ég ánægður með þennan leik," sagði Nathan. Aðspurður um framhaldið sagði hann að þeirra markmið væru óbreytt en það væri að komast í úrslitakeppnina: „Við ætluðum okkur frá byrjun að komast í úrslitakeppnina og við stöndum við það markmið. Við ætlum að komast þangað og sýna fólki að við séu með hæfileikaríkt lið. Við getum vel strítt stóru liðunum ef við komumst þangað," sagði Walkup að lokum.Örvar Þór: Þetta eru bara töffarar „Þetta er aldrei auðvelt en við komum gríðarlega tilbúnir til leiks og byrjuðum leikinn frábærlega. Sú byrjun auðveldaði okkur svo framhaldið en við vorum að spila með svo miklu sjálfstrausti að ég vissi að það var ekki séns að við myndum tapa þessum leik." Við vorum með yfirhöndina allan leikinn en Tindastóll eru með frábært lið þannig að ég vissi að þeir myndu á einhverjum tímapunkti koma með áhlaup. Strákarnir svöruðu þeim frábærlega og þessir strákar eru bara töffarar," sagði Örvar að lokum.Bárður: Lítur út eins og menn séu saddir „Þetta var virkilega lélegur leikur af okkur hálfu. Eiginlega alveg glataður. Miðað við hvernig við erum búnir að spila síðustu tvo leiki þá sýnist mér það á öllu að menn séu orðnir saddir. Við vorum búnir að standa okkur frábærlega í deildinni fyrir þessa tvo leiki en svo gerist eitthvað sem ég get ekki útskýrt. Við erum að eiga flottar æfingar og liðið lítur vel út en þessir tveir leikir eru bara til skammar. Menn hljóta bara að vera orðnir saddir og við förum ekki í úrslitakeppnina ef við ætlum að spila svona," sagði Bárður Eyþórsson, þjálfari Tindastóls í lok leiks.
Dominos-deild karla Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Sjá meira