NBA í nótt: Kobe náði áfanga en Lakers tapaði Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. febrúar 2012 09:00 Kobe bregður á leik með Andrew Bynum. Mynd/AP LA Lakers mátti sætta sig við tap gegn Philadelphia 76ers í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Kobe Bryant náði þó merkum áfanga í leiknum. Alls fóru tíu leikir fram í deildinni. Bryant skoraði 28 stig í leiknum og færði sig þar með fyrir ofan Shaquille O'Neal í fimmta sætið yfir stigahæstu leikmenn deildarinnar frá upphafi. Kobe og Shaq voru lengi samherjar hjá LA Lakers en sá síðarnefndi lagði skóna á hilluna í fyrra. Bryant hefur skorað alls 28.601 stig á ferlinum og vantar nú tæp tvö þúsund stig til að ná Wilt Chamberlain sem er í fjórða sæti listans. Kareem Abdul-Jabbar er efstur með 38.387 stig. Philadelphia vann leikinn, 95-90. Kobe skoraði þessi 24 stig sem þurfti til að bæta metið í fyrri hálfleik en aðeins fjögur í þeim síðari. Klikkaði hann á níu af tíu síðustu skotum sínum í fjórða leikhluta. Lou Williams sá fyrir sigri sinna manna en hann skoraði fjórtán af 24 stigum sinna manna í fjórða leikhluta. Þar af setti hann niður mikilvæga þriggja stiga körfu undir lokin sem fór langt með að tryggja sigurinn. Philadelphia hefur nú unnið þrettán af sextán leikjum sínum á heimavelli. New York vann Utah, 99-88, þrátt fyri að hafa verið án þeirra Amare Stoudemire og Carmelo Anthony lengst af í leiknum. Anthony meiddist eftir sex mínútna leik en Stoudemire var hjá fjölskyldu sinni í Flórída en Hazell, eldri bróðir hans, lést í umferðarslysi í gær. Jeremy Lin var í fyrsta sinn í byrjunarliðinu og skoraði 28 stig fyrir New York. Steve Novak skoraði nítján stig en Al Jefferson var stigahæstur hjá Utah með 22 stig. LA Clippers vann Orlando, 107-102, í framlengdum leik. Chris Paul skoraði 29 stig, þar af ellefu í fjórða leikhluta og framlengingu. Blake Griffin og Chauncey Billups skoruðu átján stig hvor en Clippers hefur unnið sex af síðustu sjö leikjum sínum. Dwight Howard skoraði 33 stig fyrir Orlando.Úrslit næturinnar: Philadelphia - LA Lakers 95-90 Washington - Toronto 111-108 Orlando - LA Clippers 102-107 New Jersey - Chicago 87-108 New York - Utah 99-88 Atlanta - Phoenix 90-99 Memphis - San Antonio 84-89 New Orleans - Sacramento 92-100 Denver - Houston 90-99 Portland - Oklahoma City 107-111 NBA Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Leik lokið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Sjá meira
LA Lakers mátti sætta sig við tap gegn Philadelphia 76ers í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Kobe Bryant náði þó merkum áfanga í leiknum. Alls fóru tíu leikir fram í deildinni. Bryant skoraði 28 stig í leiknum og færði sig þar með fyrir ofan Shaquille O'Neal í fimmta sætið yfir stigahæstu leikmenn deildarinnar frá upphafi. Kobe og Shaq voru lengi samherjar hjá LA Lakers en sá síðarnefndi lagði skóna á hilluna í fyrra. Bryant hefur skorað alls 28.601 stig á ferlinum og vantar nú tæp tvö þúsund stig til að ná Wilt Chamberlain sem er í fjórða sæti listans. Kareem Abdul-Jabbar er efstur með 38.387 stig. Philadelphia vann leikinn, 95-90. Kobe skoraði þessi 24 stig sem þurfti til að bæta metið í fyrri hálfleik en aðeins fjögur í þeim síðari. Klikkaði hann á níu af tíu síðustu skotum sínum í fjórða leikhluta. Lou Williams sá fyrir sigri sinna manna en hann skoraði fjórtán af 24 stigum sinna manna í fjórða leikhluta. Þar af setti hann niður mikilvæga þriggja stiga körfu undir lokin sem fór langt með að tryggja sigurinn. Philadelphia hefur nú unnið þrettán af sextán leikjum sínum á heimavelli. New York vann Utah, 99-88, þrátt fyri að hafa verið án þeirra Amare Stoudemire og Carmelo Anthony lengst af í leiknum. Anthony meiddist eftir sex mínútna leik en Stoudemire var hjá fjölskyldu sinni í Flórída en Hazell, eldri bróðir hans, lést í umferðarslysi í gær. Jeremy Lin var í fyrsta sinn í byrjunarliðinu og skoraði 28 stig fyrir New York. Steve Novak skoraði nítján stig en Al Jefferson var stigahæstur hjá Utah með 22 stig. LA Clippers vann Orlando, 107-102, í framlengdum leik. Chris Paul skoraði 29 stig, þar af ellefu í fjórða leikhluta og framlengingu. Blake Griffin og Chauncey Billups skoruðu átján stig hvor en Clippers hefur unnið sex af síðustu sjö leikjum sínum. Dwight Howard skoraði 33 stig fyrir Orlando.Úrslit næturinnar: Philadelphia - LA Lakers 95-90 Washington - Toronto 111-108 Orlando - LA Clippers 102-107 New Jersey - Chicago 87-108 New York - Utah 99-88 Atlanta - Phoenix 90-99 Memphis - San Antonio 84-89 New Orleans - Sacramento 92-100 Denver - Houston 90-99 Portland - Oklahoma City 107-111
NBA Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Leik lokið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Sjá meira
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti