NBA: Kobe Bryant með 48 stig í sigri Lakers - Miami tapaði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. janúar 2012 09:00 Kobe Bryant. Mynd/Nordic Photos/Getty Kobe Bryant skoraði 48 stig í sigri Los Angeles Lakers á Phoenix Suns í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og hefur þar með skorað 25 stig eða meira í síðustu fimm leikjum liðsins. Miami Heat tapaði í framlengingu á móti Golden State Warriors og sigurganga Philadelphia 76ers heldur áfram en liðið vann sjötta leikinn í röð í nótt.Kobe Bryant varð fyrstur til að brjóta 40 stiga múrinn í NBA-deildinni þegar Los Angeles Lakers vann 99-83 sigur á Phoenix Suns. Bryant, sem skoraði 48 stig í leiknum, hitti úr 12 af 13 vítum sínum og 18 af 31 skoti utan af velli. Pau Gasol var með 16 stig og 12 fráköst hjá Lakers en Channing Frye skoraði 17 stig fyrir Phoenix, Marcin Gortat var með 16 stig og 12 fráköst og Steve Nash skoraði 13 stig og gaf 8 stoðsendingar. Þetta var sjöundi heimasigur Lakers í röð og þriðja sigurinn í röð.Dorell Wright skoraði 20 stig, tók 10 fráköst og hitti úr sex þriggja stigs skotum þegar Golden State Warriors vann 111-106 sigur á Miami Heat í framlengdum leik. Dwyane Wade kom aftur inn í lið Miami eftir meiðsli en það dugði ekki til. Lærisveinar Mark Jackson voru fyrir leikinn búnir að tapa fimm leikjum í röð. Dwyane Wade skoraði 34 stig og LeBron James var með 26 stig, 11 stoðsendingar og 7 fráköst.Mynd/APDerrick Rose hafði betur í einvíginu við Spánverjann Ricky Rubio þegar Chicago Bulls vann 111-100 sigur á Minnesota Timberwolves. Rose var með 31 stig og 11 stoðsendingar á móti 13 stigum og 12 stoðsendingum frá Rubio. Luol Deng var með 21 stig og 11 fráköst hjá Chicago en Kevin Love skoraði 20 stig og tók 13 fráköst hjá Minnesota.Dirk Nowitzki skoraði 18 stig í auðveldum 100-86 sigri Dallas Marvericks á Detroit Pistons en með þessum sigri náði Dallas 50 prósent sigurhlutfalli.Elton Brand var með 21 stig og 10 fráköst þegar Philadelphia 76ers vann 112-85 sigur á Sacramento en þetta var sjötti sigur liðsins í röð og sá sjöundi í níu leikjum tímabilsins. Philadelphia hefur ekki byrjað betur síðan að Allen Iverson hjálpaði liðinu að vinna tíu fyrstu leikina tímabilið 2000-01.Russell Westbrook skoraði 30 stig og Kevin Durant var með 22 stig og 11 fráköst þegar Oklahoma City Thunder vann 100-95 sigur á Memphis Grizzlies en þetta var fjórði sigur Oklahoma City í röð. Marc Gasol var með 20 stig og 14 fráköst fyrir Memphis.Stephen Jackson skoraði 34 stig og gaf 8 stoðsendingar þegar Milwaukee Bucks vann 106-103 sigur á San Antonio Spurs og endaði fimm leikja taphrinu. Tony Parker skoraði 22 stig fyrir Spurs sem hefur tapað öllum fjórum útileikjum sínum en unnið alla sex heimaleikina.Mynd/Nordic Photos/GettyÚrslit allra leikja í nótt: Philadelphia 76ers - Sacramento Kings 112-85 Washington Wizards - Toronto Raptors 93-78 Charlotte Bobcats - Houston Rockets 70-82 Detroit Pistons - Dallas Mavericks 86-100 Milwaukee Bucks - San Antonio Spurs 106-103 Memphis Grizzlies - Oklahoma City Thunder 95-100 Minnesota Timberwolves - Chicago Bulls 100-111 Utah Jazz - Cleveland Cavaliers 113-105 Portland Trail Blazers - Los Angeles Clippers 105-97 Los Angeles Lakers - Phoenix Suns 99-83 Golden State Warriors - Miami Heat 111-106 (framlenging) Staðan í NBA-deildinni: yahoo.com eða nba.com. NBA Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Fleiri fréttir „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Sjá meira
Kobe Bryant skoraði 48 stig í sigri Los Angeles Lakers á Phoenix Suns í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og hefur þar með skorað 25 stig eða meira í síðustu fimm leikjum liðsins. Miami Heat tapaði í framlengingu á móti Golden State Warriors og sigurganga Philadelphia 76ers heldur áfram en liðið vann sjötta leikinn í röð í nótt.Kobe Bryant varð fyrstur til að brjóta 40 stiga múrinn í NBA-deildinni þegar Los Angeles Lakers vann 99-83 sigur á Phoenix Suns. Bryant, sem skoraði 48 stig í leiknum, hitti úr 12 af 13 vítum sínum og 18 af 31 skoti utan af velli. Pau Gasol var með 16 stig og 12 fráköst hjá Lakers en Channing Frye skoraði 17 stig fyrir Phoenix, Marcin Gortat var með 16 stig og 12 fráköst og Steve Nash skoraði 13 stig og gaf 8 stoðsendingar. Þetta var sjöundi heimasigur Lakers í röð og þriðja sigurinn í röð.Dorell Wright skoraði 20 stig, tók 10 fráköst og hitti úr sex þriggja stigs skotum þegar Golden State Warriors vann 111-106 sigur á Miami Heat í framlengdum leik. Dwyane Wade kom aftur inn í lið Miami eftir meiðsli en það dugði ekki til. Lærisveinar Mark Jackson voru fyrir leikinn búnir að tapa fimm leikjum í röð. Dwyane Wade skoraði 34 stig og LeBron James var með 26 stig, 11 stoðsendingar og 7 fráköst.Mynd/APDerrick Rose hafði betur í einvíginu við Spánverjann Ricky Rubio þegar Chicago Bulls vann 111-100 sigur á Minnesota Timberwolves. Rose var með 31 stig og 11 stoðsendingar á móti 13 stigum og 12 stoðsendingum frá Rubio. Luol Deng var með 21 stig og 11 fráköst hjá Chicago en Kevin Love skoraði 20 stig og tók 13 fráköst hjá Minnesota.Dirk Nowitzki skoraði 18 stig í auðveldum 100-86 sigri Dallas Marvericks á Detroit Pistons en með þessum sigri náði Dallas 50 prósent sigurhlutfalli.Elton Brand var með 21 stig og 10 fráköst þegar Philadelphia 76ers vann 112-85 sigur á Sacramento en þetta var sjötti sigur liðsins í röð og sá sjöundi í níu leikjum tímabilsins. Philadelphia hefur ekki byrjað betur síðan að Allen Iverson hjálpaði liðinu að vinna tíu fyrstu leikina tímabilið 2000-01.Russell Westbrook skoraði 30 stig og Kevin Durant var með 22 stig og 11 fráköst þegar Oklahoma City Thunder vann 100-95 sigur á Memphis Grizzlies en þetta var fjórði sigur Oklahoma City í röð. Marc Gasol var með 20 stig og 14 fráköst fyrir Memphis.Stephen Jackson skoraði 34 stig og gaf 8 stoðsendingar þegar Milwaukee Bucks vann 106-103 sigur á San Antonio Spurs og endaði fimm leikja taphrinu. Tony Parker skoraði 22 stig fyrir Spurs sem hefur tapað öllum fjórum útileikjum sínum en unnið alla sex heimaleikina.Mynd/Nordic Photos/GettyÚrslit allra leikja í nótt: Philadelphia 76ers - Sacramento Kings 112-85 Washington Wizards - Toronto Raptors 93-78 Charlotte Bobcats - Houston Rockets 70-82 Detroit Pistons - Dallas Mavericks 86-100 Milwaukee Bucks - San Antonio Spurs 106-103 Memphis Grizzlies - Oklahoma City Thunder 95-100 Minnesota Timberwolves - Chicago Bulls 100-111 Utah Jazz - Cleveland Cavaliers 113-105 Portland Trail Blazers - Los Angeles Clippers 105-97 Los Angeles Lakers - Phoenix Suns 99-83 Golden State Warriors - Miami Heat 111-106 (framlenging) Staðan í NBA-deildinni: yahoo.com eða nba.com.
NBA Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Fleiri fréttir „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum