NBA: Kobe yfir 40 stigin þriðja leikinn í röð - þrjú töp í röð hjá Miami Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. janúar 2012 11:00 Kobe Bryant. Mynd/Nordic Photos/Getty Kobe Bryant er óstöðvandi þessa dagana í NBA-deildinni í körfubolta en hann braut 40 stiga múrinn í þriðja leiknum í röð í nótt. Miami Heat er aftur á móti í vandræðum eftir þriðja tapið í röð. Chicago Bulls vann Boston Celtics og San Antonio Spurs er áfram ósigrað á heimavelli. Dirk Nowitzki skoraði sitt 23 þúsundasta stig í NBA-deildinni í fjórða sigri Dallas í röð. Kobe Bryant skoraði 42 stig þegar Los Angeles Lakers vann 97-92 sigur á Cleveland Cavaliers en þetta er í fyrsta sinn síðan í mars 2007 sem Kobe nær að skora 40 stig eða meira í þremur leikjum í röð. Pau Gasol var með 19 stig og 10 fráköst í þessum áttunda heimasigri Lakers í röð. Kyrie Irving var stigahæstur hjá Cleveland með 21 stig. LeBron James var með 35 stig en það dugði ekki Miami Heat sem tapaði 104-117 á móti Denver Nuggets. Þetta var þriðja tap Miami-liðsins í röð og auk þess meiddist Dwyane Wade á ökkla í leiknum. Ty Lawson var stigahæstur hjá Denver með 24 stig auk þess að gefa 9 stoðsendingar og Nene skoraði 17 stig. Derrick Rose var með 25 stig þegar Chicago Bulls vann 88-79 útisigur á Boston Celtics en þetta var fjórði sigur Chicago-liðsins í röð. Chicago var 52-33 yfir í hálfleik en Boston tókst að minnka muninn í eitt stig í seinni hálfleik. Luol Deng var með 21 stig og 16 fráköst hjá Chicago en Ray Allen skoraði 16 stig fyrir Boston og Rajon Rondo var með 14 stig og 11 stoðsendingar. Kevin Love átti enn einn stórleikinn fyrir Minnesota Timberwolves þegar liðið vann 87-80 útisigur á New Orleans Hornets. Love var með 34 stig og 15 fráköst og náði því tvennu í ellefta leiknum í röð. Ricky Rubio spilaði sinn fyrsta leik í byrjunarliðinu og var með 12 stig og 9 stoðsendingar. Marco Belinelli skoraði 20 stig fyrir New Orleans. Tony Parker skoraði 20 stig og 9 stoðsendingar þegar San Antonio Spurs vann 99-83 sigur á Portland Trail Blazers en þar með hefur Spurs-liðið unnið alla átta heimaleiki sína á tímabilinu. LaMarcus Aldridge var með 29 stig hjá Portland. Dirk Nowitzki skoraði bara 11 stig í 102-76 sigri Dallas Mavericks á Milwaukee Bucks en það nægði til þess að komast yfir 23 þúsund stigin í NBA-deildinni. Jason Terry skoraði 17 stig og Vince Carter var með 16 stig í fjórða sigri Dallas í röð. Brandon Jennings var með 19 stig fyrir Milwaukee.Mynd/Nordic Photos/GettyÚrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt: Toronto Raptors - Indiana Pacers 90-95 Philadelphia 76Ers - Washington Wizards 120-89 Charlotte Bobcats - Detroit Pistons 81-98 Boston Celtics - Chicago Bulls 79-88 New Orleans Hornets - Minnesota Timberwolves 80-87 Houston Rockets - Sacramento Kings 103-89 Dallas Mavericks - Milwaukee Bucks 102-76 San Antonio Spurs - Portland Trail Blazers 99-83 Phoenix Suns - New Jersey Nets 103-110 Denver Nuggets - Miami Heat 117-104 Los Angeles Lakers - Cleveland Cavaliers 97-92Staðan í NBA-deildinni: Á nba.com eða yahoo.com NBA Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Sjá meira
Kobe Bryant er óstöðvandi þessa dagana í NBA-deildinni í körfubolta en hann braut 40 stiga múrinn í þriðja leiknum í röð í nótt. Miami Heat er aftur á móti í vandræðum eftir þriðja tapið í röð. Chicago Bulls vann Boston Celtics og San Antonio Spurs er áfram ósigrað á heimavelli. Dirk Nowitzki skoraði sitt 23 þúsundasta stig í NBA-deildinni í fjórða sigri Dallas í röð. Kobe Bryant skoraði 42 stig þegar Los Angeles Lakers vann 97-92 sigur á Cleveland Cavaliers en þetta er í fyrsta sinn síðan í mars 2007 sem Kobe nær að skora 40 stig eða meira í þremur leikjum í röð. Pau Gasol var með 19 stig og 10 fráköst í þessum áttunda heimasigri Lakers í röð. Kyrie Irving var stigahæstur hjá Cleveland með 21 stig. LeBron James var með 35 stig en það dugði ekki Miami Heat sem tapaði 104-117 á móti Denver Nuggets. Þetta var þriðja tap Miami-liðsins í röð og auk þess meiddist Dwyane Wade á ökkla í leiknum. Ty Lawson var stigahæstur hjá Denver með 24 stig auk þess að gefa 9 stoðsendingar og Nene skoraði 17 stig. Derrick Rose var með 25 stig þegar Chicago Bulls vann 88-79 útisigur á Boston Celtics en þetta var fjórði sigur Chicago-liðsins í röð. Chicago var 52-33 yfir í hálfleik en Boston tókst að minnka muninn í eitt stig í seinni hálfleik. Luol Deng var með 21 stig og 16 fráköst hjá Chicago en Ray Allen skoraði 16 stig fyrir Boston og Rajon Rondo var með 14 stig og 11 stoðsendingar. Kevin Love átti enn einn stórleikinn fyrir Minnesota Timberwolves þegar liðið vann 87-80 útisigur á New Orleans Hornets. Love var með 34 stig og 15 fráköst og náði því tvennu í ellefta leiknum í röð. Ricky Rubio spilaði sinn fyrsta leik í byrjunarliðinu og var með 12 stig og 9 stoðsendingar. Marco Belinelli skoraði 20 stig fyrir New Orleans. Tony Parker skoraði 20 stig og 9 stoðsendingar þegar San Antonio Spurs vann 99-83 sigur á Portland Trail Blazers en þar með hefur Spurs-liðið unnið alla átta heimaleiki sína á tímabilinu. LaMarcus Aldridge var með 29 stig hjá Portland. Dirk Nowitzki skoraði bara 11 stig í 102-76 sigri Dallas Mavericks á Milwaukee Bucks en það nægði til þess að komast yfir 23 þúsund stigin í NBA-deildinni. Jason Terry skoraði 17 stig og Vince Carter var með 16 stig í fjórða sigri Dallas í röð. Brandon Jennings var með 19 stig fyrir Milwaukee.Mynd/Nordic Photos/GettyÚrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt: Toronto Raptors - Indiana Pacers 90-95 Philadelphia 76Ers - Washington Wizards 120-89 Charlotte Bobcats - Detroit Pistons 81-98 Boston Celtics - Chicago Bulls 79-88 New Orleans Hornets - Minnesota Timberwolves 80-87 Houston Rockets - Sacramento Kings 103-89 Dallas Mavericks - Milwaukee Bucks 102-76 San Antonio Spurs - Portland Trail Blazers 99-83 Phoenix Suns - New Jersey Nets 103-110 Denver Nuggets - Miami Heat 117-104 Los Angeles Lakers - Cleveland Cavaliers 97-92Staðan í NBA-deildinni: Á nba.com eða yahoo.com
NBA Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Sjá meira