Grunar að sílikonbrjóstin séu farin að leka Erla Hlynsdóttir skrifar 5. janúar 2012 18:30 Kolbrún Jónsdóttir hefur greitt hálfa aðra milljón fyrir sílíkonpúða og aðgerðir á brjóstum. Hún er núna með sílíkonpúða frá PIP. Undanfarið hálft ár hefur hún fundið fyrir miklum verkjum og grunar að sílíkonið sé farið að leka. Kolbrún segist ekki hafa velt verkjunum mikið fyrir sér þar til hún fór að fylgjast með fréttaflutningi af frönsku sílíkonpúðunum og mögulegri hættu af þeim. Hún hafði þá samband við lækninn sinn sem staðfesti að hún væri með einmitt þá púða og á hún tíma hjá honum í næstu viku. „Og væntanlega fer ég þá í sónar og þetta verður skoðað, hvort ég sé með leka aftur. Mig grunar það. bara út af fyrri sögu," segir Kolbrún. Kolbrún fór í sína fyrstu sílíkonaðgerð árið 1988, þá nítján ára gömul. Hún fann alltaf af og til fyrir verkjum en þeir ágerðust mjög sex árum síðar. „Svona nánast á einni nóttu, einum sólarhring, þá sá ég hvernig brjóstið á mér varð eins og uppskrælnuð mandarína," segir Kolbrún. Þá kom í ljós að sílikonið var farið að leka og Kolbrún fór í aðgerð þar sem skipt var um púða. „Síðan gerist það nokkru seinna að ég finn fyrsta æxlið í mér," segir Kolbrún. Æxlið reyndist góðkynja, hún fékk fleiri æxli og þau voru öll fjarlægð. Fjarlægja þurfti nokkuð af bandvef, það fór að sjá á brjóstunum og árið 2007 fékk Kolbrún nýja púða, frá PIP. Hún treystir íslenskum heilbrigðisyfirvöldum fullkomnlega og hefur ekki áhyggjur. „Nei, ég er ekkert hrædd, ekki neitt," segir Kolbrún. Allt í allt hefur hún þurft að borga eina og hálfa milljón fyrir þessar aðgerðir. Henni finnst eðlilegt að hún sjálf beri kostnað af því að fá sér púða en gagnrýnir að hún hafi þurft að greiða úr eigin vasa fyrir aðgerð eftir að þeir fóru að leka. Heilt yfir segir Kolbrún hafa breytt lífi sínu að fá sílíkon í brjóstin. „Mér fannst ég bara líta rosalega vel út," segir hún. Nánar verður rætt við Kolbrúnu í Íslandi í dag, strax á eftir fréttum, þar sem ítarlega verður fjallað um sílíkonaðgerðir.Þá umfjöllun má nálgast með því að smella hér. PIP-brjóstapúðar Lýtalækningar Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Sjá meira
Kolbrún Jónsdóttir hefur greitt hálfa aðra milljón fyrir sílíkonpúða og aðgerðir á brjóstum. Hún er núna með sílíkonpúða frá PIP. Undanfarið hálft ár hefur hún fundið fyrir miklum verkjum og grunar að sílíkonið sé farið að leka. Kolbrún segist ekki hafa velt verkjunum mikið fyrir sér þar til hún fór að fylgjast með fréttaflutningi af frönsku sílíkonpúðunum og mögulegri hættu af þeim. Hún hafði þá samband við lækninn sinn sem staðfesti að hún væri með einmitt þá púða og á hún tíma hjá honum í næstu viku. „Og væntanlega fer ég þá í sónar og þetta verður skoðað, hvort ég sé með leka aftur. Mig grunar það. bara út af fyrri sögu," segir Kolbrún. Kolbrún fór í sína fyrstu sílíkonaðgerð árið 1988, þá nítján ára gömul. Hún fann alltaf af og til fyrir verkjum en þeir ágerðust mjög sex árum síðar. „Svona nánast á einni nóttu, einum sólarhring, þá sá ég hvernig brjóstið á mér varð eins og uppskrælnuð mandarína," segir Kolbrún. Þá kom í ljós að sílikonið var farið að leka og Kolbrún fór í aðgerð þar sem skipt var um púða. „Síðan gerist það nokkru seinna að ég finn fyrsta æxlið í mér," segir Kolbrún. Æxlið reyndist góðkynja, hún fékk fleiri æxli og þau voru öll fjarlægð. Fjarlægja þurfti nokkuð af bandvef, það fór að sjá á brjóstunum og árið 2007 fékk Kolbrún nýja púða, frá PIP. Hún treystir íslenskum heilbrigðisyfirvöldum fullkomnlega og hefur ekki áhyggjur. „Nei, ég er ekkert hrædd, ekki neitt," segir Kolbrún. Allt í allt hefur hún þurft að borga eina og hálfa milljón fyrir þessar aðgerðir. Henni finnst eðlilegt að hún sjálf beri kostnað af því að fá sér púða en gagnrýnir að hún hafi þurft að greiða úr eigin vasa fyrir aðgerð eftir að þeir fóru að leka. Heilt yfir segir Kolbrún hafa breytt lífi sínu að fá sílíkon í brjóstin. „Mér fannst ég bara líta rosalega vel út," segir hún. Nánar verður rætt við Kolbrúnu í Íslandi í dag, strax á eftir fréttum, þar sem ítarlega verður fjallað um sílíkonaðgerðir.Þá umfjöllun má nálgast með því að smella hér.
PIP-brjóstapúðar Lýtalækningar Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Sjá meira