Áramótaheitin fyrir svefnherbergið Sigga Dögg kynfræðingur skrifar 23. janúar 2011 06:00 Nýtt ár er runnið upp. Á fyrsta degi nýs ár geri ég upp nýliðið ár og fer yfir hvað mér ávannst og hvað hefði mátt betur fara. Ég legg drög að nýju ári og rita áramótaheitin upp í Excel með tilheyrandi undirflokkum og litakóðum. Nýtt ár skal vera skipulagt í þaula og markmiðum náð. Undirstaða þessa skipulags byggir á mikilli sjálfsþekkingu og vissu. Það er nefnilega ótrúlega merkilegt fyrirbæri að vita hvað maður vill. Hraði nútímasamfélagsins gerir miklar kröfur um að einstaklingar viti hvað þeir vilja. Við erum hvött til að velja hratt og örugglega og horfa svo fram á veginn, þitt er valið og það hlýtur að vera rétt. Í allri þessari ákveðni þá gleymdist kynlífið. Við lesum um kynlíf og vitum hvað er hægt að gera og kaupa en við virðumst gleyma að segja rekkjunautnum hvað það er sem við viljum. Uppspretta margra kynlífsvandamála er einmitt samskiptaleysi. Ef þú veist ekki hvað þú vilt eða þorir ekki að segja frá því, hvernig á þá annar einstaklingur að læra á líkama þinn og fullnægja þér? Ung kona lenti nýverið í því að vera sökuð um að „eyðileggja" kynlíf því hún var sífellt „geltandi" skipanir. Þessi ákveðni leiddi til þess að ungi herramaðurinn misst stinninguna og þar með alla kynferðislega löngun. Það sem hefði átt að þykja vænlegur kostur í fari kynlífsfélaga var í hans huga aftur á móti ofaukið og óþægilegt. Daman var sökuð um stjórnsemi, jafnvel heimtufrekju. Ákveðni hennar og vissa um eigin langanir olli honum óþægindum því hann var greinilega ekki að gera allt „rétt" og vissi því ekki „best". Ef hann hefði brotið odd af oflæti sínu og einfaldlega spurt stúlkuna hvað henni fyndist gott þá hefði kynlíf þeirra getað endað ánægjulega fyrir báða aðila. Það er ekki hægt að lesa hugsanir rekkjunautarins, frekar en í öðru. Þú getur reynt að gefa óljósar merkingar með stunum og öðru látbragði en einfaldast væri bara að segja hvað þú vilt. Upptalning á hvað sé óæskilegt gæti verið leiðingjarnt þó það geti verið gott að koma sér saman um nokkra ákveðna hluti. Málið er samt að það þarf að tala saman. Þessi samskipti gera vissulega kröfu á einstaklinginn en slíkar kröfur ættu ekki að vera honum framandi. Þeir sem hafa lesið „The Secret" vita að lykillinn að allri velgengni í lífinu liggur í því að vita hvað maður vill og biðja reglulega um það. Sem umhugsunarefni þessa fyrstu daga ársins þá legg ég til að þú leggir drög að nýju ári sem byggir á bættum kynlífssamskiptum og þar með betra kynlífi fyrir þig og þína! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigga Dögg Mest lesið Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Nýtt ár er runnið upp. Á fyrsta degi nýs ár geri ég upp nýliðið ár og fer yfir hvað mér ávannst og hvað hefði mátt betur fara. Ég legg drög að nýju ári og rita áramótaheitin upp í Excel með tilheyrandi undirflokkum og litakóðum. Nýtt ár skal vera skipulagt í þaula og markmiðum náð. Undirstaða þessa skipulags byggir á mikilli sjálfsþekkingu og vissu. Það er nefnilega ótrúlega merkilegt fyrirbæri að vita hvað maður vill. Hraði nútímasamfélagsins gerir miklar kröfur um að einstaklingar viti hvað þeir vilja. Við erum hvött til að velja hratt og örugglega og horfa svo fram á veginn, þitt er valið og það hlýtur að vera rétt. Í allri þessari ákveðni þá gleymdist kynlífið. Við lesum um kynlíf og vitum hvað er hægt að gera og kaupa en við virðumst gleyma að segja rekkjunautnum hvað það er sem við viljum. Uppspretta margra kynlífsvandamála er einmitt samskiptaleysi. Ef þú veist ekki hvað þú vilt eða þorir ekki að segja frá því, hvernig á þá annar einstaklingur að læra á líkama þinn og fullnægja þér? Ung kona lenti nýverið í því að vera sökuð um að „eyðileggja" kynlíf því hún var sífellt „geltandi" skipanir. Þessi ákveðni leiddi til þess að ungi herramaðurinn misst stinninguna og þar með alla kynferðislega löngun. Það sem hefði átt að þykja vænlegur kostur í fari kynlífsfélaga var í hans huga aftur á móti ofaukið og óþægilegt. Daman var sökuð um stjórnsemi, jafnvel heimtufrekju. Ákveðni hennar og vissa um eigin langanir olli honum óþægindum því hann var greinilega ekki að gera allt „rétt" og vissi því ekki „best". Ef hann hefði brotið odd af oflæti sínu og einfaldlega spurt stúlkuna hvað henni fyndist gott þá hefði kynlíf þeirra getað endað ánægjulega fyrir báða aðila. Það er ekki hægt að lesa hugsanir rekkjunautarins, frekar en í öðru. Þú getur reynt að gefa óljósar merkingar með stunum og öðru látbragði en einfaldast væri bara að segja hvað þú vilt. Upptalning á hvað sé óæskilegt gæti verið leiðingjarnt þó það geti verið gott að koma sér saman um nokkra ákveðna hluti. Málið er samt að það þarf að tala saman. Þessi samskipti gera vissulega kröfu á einstaklinginn en slíkar kröfur ættu ekki að vera honum framandi. Þeir sem hafa lesið „The Secret" vita að lykillinn að allri velgengni í lífinu liggur í því að vita hvað maður vill og biðja reglulega um það. Sem umhugsunarefni þessa fyrstu daga ársins þá legg ég til að þú leggir drög að nýju ári sem byggir á bættum kynlífssamskiptum og þar með betra kynlífi fyrir þig og þína!
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar