Áramótaheitin fyrir svefnherbergið Sigga Dögg kynfræðingur skrifar 23. janúar 2011 06:00 Nýtt ár er runnið upp. Á fyrsta degi nýs ár geri ég upp nýliðið ár og fer yfir hvað mér ávannst og hvað hefði mátt betur fara. Ég legg drög að nýju ári og rita áramótaheitin upp í Excel með tilheyrandi undirflokkum og litakóðum. Nýtt ár skal vera skipulagt í þaula og markmiðum náð. Undirstaða þessa skipulags byggir á mikilli sjálfsþekkingu og vissu. Það er nefnilega ótrúlega merkilegt fyrirbæri að vita hvað maður vill. Hraði nútímasamfélagsins gerir miklar kröfur um að einstaklingar viti hvað þeir vilja. Við erum hvött til að velja hratt og örugglega og horfa svo fram á veginn, þitt er valið og það hlýtur að vera rétt. Í allri þessari ákveðni þá gleymdist kynlífið. Við lesum um kynlíf og vitum hvað er hægt að gera og kaupa en við virðumst gleyma að segja rekkjunautnum hvað það er sem við viljum. Uppspretta margra kynlífsvandamála er einmitt samskiptaleysi. Ef þú veist ekki hvað þú vilt eða þorir ekki að segja frá því, hvernig á þá annar einstaklingur að læra á líkama þinn og fullnægja þér? Ung kona lenti nýverið í því að vera sökuð um að „eyðileggja" kynlíf því hún var sífellt „geltandi" skipanir. Þessi ákveðni leiddi til þess að ungi herramaðurinn misst stinninguna og þar með alla kynferðislega löngun. Það sem hefði átt að þykja vænlegur kostur í fari kynlífsfélaga var í hans huga aftur á móti ofaukið og óþægilegt. Daman var sökuð um stjórnsemi, jafnvel heimtufrekju. Ákveðni hennar og vissa um eigin langanir olli honum óþægindum því hann var greinilega ekki að gera allt „rétt" og vissi því ekki „best". Ef hann hefði brotið odd af oflæti sínu og einfaldlega spurt stúlkuna hvað henni fyndist gott þá hefði kynlíf þeirra getað endað ánægjulega fyrir báða aðila. Það er ekki hægt að lesa hugsanir rekkjunautarins, frekar en í öðru. Þú getur reynt að gefa óljósar merkingar með stunum og öðru látbragði en einfaldast væri bara að segja hvað þú vilt. Upptalning á hvað sé óæskilegt gæti verið leiðingjarnt þó það geti verið gott að koma sér saman um nokkra ákveðna hluti. Málið er samt að það þarf að tala saman. Þessi samskipti gera vissulega kröfu á einstaklinginn en slíkar kröfur ættu ekki að vera honum framandi. Þeir sem hafa lesið „The Secret" vita að lykillinn að allri velgengni í lífinu liggur í því að vita hvað maður vill og biðja reglulega um það. Sem umhugsunarefni þessa fyrstu daga ársins þá legg ég til að þú leggir drög að nýju ári sem byggir á bættum kynlífssamskiptum og þar með betra kynlífi fyrir þig og þína! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigga Dögg Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Sjá meira
Nýtt ár er runnið upp. Á fyrsta degi nýs ár geri ég upp nýliðið ár og fer yfir hvað mér ávannst og hvað hefði mátt betur fara. Ég legg drög að nýju ári og rita áramótaheitin upp í Excel með tilheyrandi undirflokkum og litakóðum. Nýtt ár skal vera skipulagt í þaula og markmiðum náð. Undirstaða þessa skipulags byggir á mikilli sjálfsþekkingu og vissu. Það er nefnilega ótrúlega merkilegt fyrirbæri að vita hvað maður vill. Hraði nútímasamfélagsins gerir miklar kröfur um að einstaklingar viti hvað þeir vilja. Við erum hvött til að velja hratt og örugglega og horfa svo fram á veginn, þitt er valið og það hlýtur að vera rétt. Í allri þessari ákveðni þá gleymdist kynlífið. Við lesum um kynlíf og vitum hvað er hægt að gera og kaupa en við virðumst gleyma að segja rekkjunautnum hvað það er sem við viljum. Uppspretta margra kynlífsvandamála er einmitt samskiptaleysi. Ef þú veist ekki hvað þú vilt eða þorir ekki að segja frá því, hvernig á þá annar einstaklingur að læra á líkama þinn og fullnægja þér? Ung kona lenti nýverið í því að vera sökuð um að „eyðileggja" kynlíf því hún var sífellt „geltandi" skipanir. Þessi ákveðni leiddi til þess að ungi herramaðurinn misst stinninguna og þar með alla kynferðislega löngun. Það sem hefði átt að þykja vænlegur kostur í fari kynlífsfélaga var í hans huga aftur á móti ofaukið og óþægilegt. Daman var sökuð um stjórnsemi, jafnvel heimtufrekju. Ákveðni hennar og vissa um eigin langanir olli honum óþægindum því hann var greinilega ekki að gera allt „rétt" og vissi því ekki „best". Ef hann hefði brotið odd af oflæti sínu og einfaldlega spurt stúlkuna hvað henni fyndist gott þá hefði kynlíf þeirra getað endað ánægjulega fyrir báða aðila. Það er ekki hægt að lesa hugsanir rekkjunautarins, frekar en í öðru. Þú getur reynt að gefa óljósar merkingar með stunum og öðru látbragði en einfaldast væri bara að segja hvað þú vilt. Upptalning á hvað sé óæskilegt gæti verið leiðingjarnt þó það geti verið gott að koma sér saman um nokkra ákveðna hluti. Málið er samt að það þarf að tala saman. Þessi samskipti gera vissulega kröfu á einstaklinginn en slíkar kröfur ættu ekki að vera honum framandi. Þeir sem hafa lesið „The Secret" vita að lykillinn að allri velgengni í lífinu liggur í því að vita hvað maður vill og biðja reglulega um það. Sem umhugsunarefni þessa fyrstu daga ársins þá legg ég til að þú leggir drög að nýju ári sem byggir á bættum kynlífssamskiptum og þar með betra kynlífi fyrir þig og þína!
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun