Við áramót er að sjálfsögðu venjan að gera upp árið sem er liðið og það hafa þeir á NBA-síðunni einnig gert með því að velja tíu flottustu tilþrifin frá því á árinu 2010.
Það er mikið um dramatískar sigurkörfur og skot úr óvenjuleg og erfiðum stöðum en til þess að það séu einhverjir fleiri með í pakkanum en Blake Griffin þá eru flottustu tilþrif ársins samansafn af troðslum stráksins frá árinu.
Það er hægt að sjá þetta myndband með bestu tilþrifum NBA-deildarinnar á árinu 2010 með því að smella hér.
