Handbolti

Framarar segja að Markús Máni hafi verið ólöglegur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Markús Máni (annar frá vinstri) í hávörninni í leiknum gegn Fram.
Markús Máni (annar frá vinstri) í hávörninni í leiknum gegn Fram.

Framarar hafa ákveðið að gera lokatilraun til þess að komast í bikarúrslitaleik karla í handbolta. Fram hefur kært Val því félagið heldur því fram að Markús Máni Michaelsson hafi verið ólöglegur í undanúrslitaleiknum. Þetta kemur fram á mbl.is í kvöld.

Markús Máni birtist óvænt í vörn Vals í leiknum en hann hefur ekkert spilað með liðinu í vetur.

Framarar vilja meina að Markús hafi ekki verið með gilda leikheimild né á leikmannasamningi hjá Val þegar leikurinn fór fram.

Dómstóll HsÍ mun taka málið fyrir og vinna hratt enda fer úrslitaleikurinn fram 26. febrúar. Að öllu óbreyttu spila Akureyri og Valur leikinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×