Eru ráðamenn þjóðarinnar veruleikafirrtir ? 29. desember 2011 06:00 Það er uppgangur í útflutningsgreinum okkar svo sem álútflutningi sem hefur aldrei verið meiri, ásamt hagstæðu verði, einnig í sjávarútveginum sem er ranglega skipt. Atvinnustiginu hefur verið haldið uppi með lántökum síðustu 20 ár ef ekki lengur, svo sem hjá sveitarfélögum, fyrirtækjum og heimilum sem eru skuldsett upp í rjáfur. Okkur stendur ekki lengur til boða að halda byggingariðnaðinum í gangi með skuldasöfnun, sem er búin að vera mikið lengur en 2007 bólan og við getum síðan ekki borgað. Því miður er allt sem bendir til að fyrirhyggjuleysið viðgangist áfram, með tilheyrandi eyðslu og sinnuleysi, sem er einungis til þess fallið að auka til muna á erfiðleika almennings og heimila. Ef fram fer sem horfir munu þúsundir heimila flosna upp á næstu árum vegna fjárhagserfiðleika með tilheyrandi erfiðleikum fyrir þjóðina. Verðtrygging var tekin upp 1979, fljótlega eftir það fór allt á hvolf með kollsteypu og verðbólgu upp á tugi prósenta allan níunda áratuginn. Ef við berum ekki gæfu til að koma verðtryggingunni í betra horf eigum við ekki möguleika á að koma hagkerfinu í lag, ekki væri óeðlilegt að bæði skuldari og lánveitandi bæru 50% áhættu af verðtryggingu, sem myndi stuðla að því að hafa hemil á verðbólgunni. Það er kominn tími til að þjóðin axli ábyrgð og átti sig á að ráðamenn virðast vera takmarkaðir ef ekki siðblindir, sem hefur sýnt sig í gegnum árin með byggingum og mannvirkjum sem við höfðum aldrei efni á. Svo sem hringleikahúsið í Öskjuhlíðinni, Héðinsfjarðargöng, Landeyjahöfn, Tónlistarhúsið Hörpu, Orkuveituhúsið og varðskipið Þór sem við getum ekki einu sinni rekið. Nýtt Háskólasjúkrahús er á döfinni með sína traustu kostnaðaráætlun að ógleymdum Vaðlaheiðargöngum í sárabætur fyrir álver á Bakka. Það stendur til að byrja að byggja nýtt fangelsi á Hólmsheiði, þó að búið sé að benda ráðamönnum á mun ódýrari leið, eins og að flytja nýlegar gámabúðir frá Reyðarfirði sem Alcoa á, að Litla-Hrauni. En þessar vinnubúðir eru víst ekki nógu fínar eða boðlegar föngum þar sem flottræfilshátturinn er alger. Að minnsta kosti sækjast háttvirtur fangelsisstjóri og aðrir ráðamenn eftir því að stórt og flott fangelsi verði byggt, með stórum turni og fangelsisgarði í anda Ameríku með tilheyrandi lúðraþyt ef einhver fangi skyldi verða leiður og vilja útskrifa sig sjálfur. Með auknu fangelsisplássi væri hægt að kalla inn nýja sakamenn til refsingar sem myndi gera kleift að ná sektargreiðslum í ríkiskassann upp á fleiri hundruð milljónir ef ekki milljarða, þar sem sektirnar yrðu greiddar til að sleppa við afplánun. Það er með ólíkindum að Landsvirkjun skuli þurfa 11% arðsemi þegar arðsemi hefur aðeins verið 2% og lífeyrissjóðir hafa viljað 3,5% og hefur þótt mikið. Þessi arðsemiskrafa virkar helst sem lélegur pólitískur kattarþvottur til að verja að ekki náðist samkomulag um raforkuverð fyrir álverið að Bakka við Húsavík, að minnsta kosti væri ekki óeðlilegt að þessi 11% arðsemiskrafa yrði líka leiðandi fyrir raforkusölu til Norðuráls í Helguvík og aðra stóriðjukaupendur. Reyndar er ekki ósennilegt að raforkuverðið sé of lágt til álbræðslu Alcoa á Reyðarfirði miðað við afkomu Kárahnjúkavirkjunar, þar sem raforkuverð er tengt álverði sem hefur verið mjög hátt síðustu ár. Gefur það til kynna vafasamt orkuverð þó forstjóri Landsvirkjunar telji ekkert athugavert við fyrri raforkusamning! Þjóðartekjur koma aldrei til með að standa undir þessari óráðsíu sem virðist viðgangast hvert sem litið er, t.d. með því að vitna í Ríkisendurskoðun sem gerir alvarlega athugasemd við innkaup Ríkislögreglustjóra vegna löggæslustofnana og Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segir í versta falli óheppilega hafa verið staðið að! Eðlilegast væri að núverandi flokksforingjar færu frá eins og Ingibjörg Sólrún og Geir Haarde gerðu eftir að þau voru búin að ferðast um allan heim að reyna að fullvissa umheiminn um að allt væri í himnalagi á Íslandi í aðdraganda á hruninu, við ættum nóg af peningum og þetta væri bara allt einn misskilningur. Það er búið að viðgangast hér í áraraðir óábyrg og galin fjármálastjórnun, sem Sjálfstæðisflokkurinn ber höfuðábyrgð á, til dæmis með afskriftum, kúlulánum, kvótabraski, kennitöluflakki og hruni fjármálakerfisins. Flokkurinn er gjörsamlega í afneitun með að bera ábyrgð þó þjóðin sé nánast komin að fótum fram. Því miður virðist allt hagkerfið í landinu vera gegnumsýkt og einkennast af spillingu og óráðsíu hvert sem litið er þannig að manni dettur helst til hugar að líkja því við Simbabve. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Það er uppgangur í útflutningsgreinum okkar svo sem álútflutningi sem hefur aldrei verið meiri, ásamt hagstæðu verði, einnig í sjávarútveginum sem er ranglega skipt. Atvinnustiginu hefur verið haldið uppi með lántökum síðustu 20 ár ef ekki lengur, svo sem hjá sveitarfélögum, fyrirtækjum og heimilum sem eru skuldsett upp í rjáfur. Okkur stendur ekki lengur til boða að halda byggingariðnaðinum í gangi með skuldasöfnun, sem er búin að vera mikið lengur en 2007 bólan og við getum síðan ekki borgað. Því miður er allt sem bendir til að fyrirhyggjuleysið viðgangist áfram, með tilheyrandi eyðslu og sinnuleysi, sem er einungis til þess fallið að auka til muna á erfiðleika almennings og heimila. Ef fram fer sem horfir munu þúsundir heimila flosna upp á næstu árum vegna fjárhagserfiðleika með tilheyrandi erfiðleikum fyrir þjóðina. Verðtrygging var tekin upp 1979, fljótlega eftir það fór allt á hvolf með kollsteypu og verðbólgu upp á tugi prósenta allan níunda áratuginn. Ef við berum ekki gæfu til að koma verðtryggingunni í betra horf eigum við ekki möguleika á að koma hagkerfinu í lag, ekki væri óeðlilegt að bæði skuldari og lánveitandi bæru 50% áhættu af verðtryggingu, sem myndi stuðla að því að hafa hemil á verðbólgunni. Það er kominn tími til að þjóðin axli ábyrgð og átti sig á að ráðamenn virðast vera takmarkaðir ef ekki siðblindir, sem hefur sýnt sig í gegnum árin með byggingum og mannvirkjum sem við höfðum aldrei efni á. Svo sem hringleikahúsið í Öskjuhlíðinni, Héðinsfjarðargöng, Landeyjahöfn, Tónlistarhúsið Hörpu, Orkuveituhúsið og varðskipið Þór sem við getum ekki einu sinni rekið. Nýtt Háskólasjúkrahús er á döfinni með sína traustu kostnaðaráætlun að ógleymdum Vaðlaheiðargöngum í sárabætur fyrir álver á Bakka. Það stendur til að byrja að byggja nýtt fangelsi á Hólmsheiði, þó að búið sé að benda ráðamönnum á mun ódýrari leið, eins og að flytja nýlegar gámabúðir frá Reyðarfirði sem Alcoa á, að Litla-Hrauni. En þessar vinnubúðir eru víst ekki nógu fínar eða boðlegar föngum þar sem flottræfilshátturinn er alger. Að minnsta kosti sækjast háttvirtur fangelsisstjóri og aðrir ráðamenn eftir því að stórt og flott fangelsi verði byggt, með stórum turni og fangelsisgarði í anda Ameríku með tilheyrandi lúðraþyt ef einhver fangi skyldi verða leiður og vilja útskrifa sig sjálfur. Með auknu fangelsisplássi væri hægt að kalla inn nýja sakamenn til refsingar sem myndi gera kleift að ná sektargreiðslum í ríkiskassann upp á fleiri hundruð milljónir ef ekki milljarða, þar sem sektirnar yrðu greiddar til að sleppa við afplánun. Það er með ólíkindum að Landsvirkjun skuli þurfa 11% arðsemi þegar arðsemi hefur aðeins verið 2% og lífeyrissjóðir hafa viljað 3,5% og hefur þótt mikið. Þessi arðsemiskrafa virkar helst sem lélegur pólitískur kattarþvottur til að verja að ekki náðist samkomulag um raforkuverð fyrir álverið að Bakka við Húsavík, að minnsta kosti væri ekki óeðlilegt að þessi 11% arðsemiskrafa yrði líka leiðandi fyrir raforkusölu til Norðuráls í Helguvík og aðra stóriðjukaupendur. Reyndar er ekki ósennilegt að raforkuverðið sé of lágt til álbræðslu Alcoa á Reyðarfirði miðað við afkomu Kárahnjúkavirkjunar, þar sem raforkuverð er tengt álverði sem hefur verið mjög hátt síðustu ár. Gefur það til kynna vafasamt orkuverð þó forstjóri Landsvirkjunar telji ekkert athugavert við fyrri raforkusamning! Þjóðartekjur koma aldrei til með að standa undir þessari óráðsíu sem virðist viðgangast hvert sem litið er, t.d. með því að vitna í Ríkisendurskoðun sem gerir alvarlega athugasemd við innkaup Ríkislögreglustjóra vegna löggæslustofnana og Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segir í versta falli óheppilega hafa verið staðið að! Eðlilegast væri að núverandi flokksforingjar færu frá eins og Ingibjörg Sólrún og Geir Haarde gerðu eftir að þau voru búin að ferðast um allan heim að reyna að fullvissa umheiminn um að allt væri í himnalagi á Íslandi í aðdraganda á hruninu, við ættum nóg af peningum og þetta væri bara allt einn misskilningur. Það er búið að viðgangast hér í áraraðir óábyrg og galin fjármálastjórnun, sem Sjálfstæðisflokkurinn ber höfuðábyrgð á, til dæmis með afskriftum, kúlulánum, kvótabraski, kennitöluflakki og hruni fjármálakerfisins. Flokkurinn er gjörsamlega í afneitun með að bera ábyrgð þó þjóðin sé nánast komin að fótum fram. Því miður virðist allt hagkerfið í landinu vera gegnumsýkt og einkennast af spillingu og óráðsíu hvert sem litið er þannig að manni dettur helst til hugar að líkja því við Simbabve.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun