Hjarta í ökuskírteinið Margrét S. Sölvadóttir skrifar 28. desember 2011 06:00 Það er yndislegt að fá að koma heim í jólafrí þegar maður býr ekki lengur á landinu kalda. Hvergi í heiminum er jólalegra eða hátíðlegra en á Íslandi á jólum. Íslendingar kunna að halda jól betur en nokkrar aðrar þjóðir að mínu mati. Svo á það svo vel við að hafa jólasnjóinn sem gerir birtu jólaljósanna enn fallegri. Mér finnst líka að það ríki einstök samkennd og hlýja í garð náungans á jólunum á Íslandi. Já, þetta er mín upplifun í hvert sinn sem ég kem til að halda jól hér heima. Íslendingar eru líka fyrstir þjóða til að taka upp nýjungar, eða það segi ég öllum erlendum vinum og kunningjum sem spyrja mikið um land og þjóð. Ég var því svolítið undrandi þegar við umræður við vini mína hér um líffæragjafir kom í ljós að ekki er búið að taka upp þann sið hér á landi að spyrja nýja ökuskírteinishafa hvort þeir vilji gerast líffæragjafi. Þetta er gert í Bandaríkjunum og er þá sett lítið rautt hjarta í eitt horn ökuskírteinisins sem segir allt sem þarf við slíkar aðstæður. Í Bandaríkjunum er ökuskírteinið mikið notað sem persónuskilríki og nægir það t.d. þegar flogið er á milli fylkja, svo allir sem hafa bílpróf ganga með það á sér. Þegar fólk verður fyrir slysi er gott að vita strax hvað má gera ef viðkomandi hefur það ekki af og þá er allt til reiðu til að bjarga öðrum mannslífum. Líka hlýtur það að vera auðveldara fyrir aðstandendur ef slíkt hefur verið ákveðið af gjafanum sjálfum. Það er líka einhvern veginn svo auðveld ákvörðun að taka, þegar maður er spurður við endurnýjun ökuskírteinis hvort maður vilji vera líffæragjafi. Það fannst mér og ég er viss um að það muni mörgum finnast og þá er þessi ákvörðun staðfest. Ég vil leggja það til að þeir sem um þessi mál sjá setji þá reglu að umsækjandi ökuskíteinis sé spurður hvort hann vilji vera líffæragjafi og fá lítið sætt hjarta í hornið á ökuskírteininu sínu, sem ef til vill gæti bjargað mörgum mannslífum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Það er yndislegt að fá að koma heim í jólafrí þegar maður býr ekki lengur á landinu kalda. Hvergi í heiminum er jólalegra eða hátíðlegra en á Íslandi á jólum. Íslendingar kunna að halda jól betur en nokkrar aðrar þjóðir að mínu mati. Svo á það svo vel við að hafa jólasnjóinn sem gerir birtu jólaljósanna enn fallegri. Mér finnst líka að það ríki einstök samkennd og hlýja í garð náungans á jólunum á Íslandi. Já, þetta er mín upplifun í hvert sinn sem ég kem til að halda jól hér heima. Íslendingar eru líka fyrstir þjóða til að taka upp nýjungar, eða það segi ég öllum erlendum vinum og kunningjum sem spyrja mikið um land og þjóð. Ég var því svolítið undrandi þegar við umræður við vini mína hér um líffæragjafir kom í ljós að ekki er búið að taka upp þann sið hér á landi að spyrja nýja ökuskírteinishafa hvort þeir vilji gerast líffæragjafi. Þetta er gert í Bandaríkjunum og er þá sett lítið rautt hjarta í eitt horn ökuskírteinisins sem segir allt sem þarf við slíkar aðstæður. Í Bandaríkjunum er ökuskírteinið mikið notað sem persónuskilríki og nægir það t.d. þegar flogið er á milli fylkja, svo allir sem hafa bílpróf ganga með það á sér. Þegar fólk verður fyrir slysi er gott að vita strax hvað má gera ef viðkomandi hefur það ekki af og þá er allt til reiðu til að bjarga öðrum mannslífum. Líka hlýtur það að vera auðveldara fyrir aðstandendur ef slíkt hefur verið ákveðið af gjafanum sjálfum. Það er líka einhvern veginn svo auðveld ákvörðun að taka, þegar maður er spurður við endurnýjun ökuskírteinis hvort maður vilji vera líffæragjafi. Það fannst mér og ég er viss um að það muni mörgum finnast og þá er þessi ákvörðun staðfest. Ég vil leggja það til að þeir sem um þessi mál sjá setji þá reglu að umsækjandi ökuskíteinis sé spurður hvort hann vilji vera líffæragjafi og fá lítið sætt hjarta í hornið á ökuskírteininu sínu, sem ef til vill gæti bjargað mörgum mannslífum.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun