

Á leikskóla
Þegar tekist er á í borgarstjórn Reykjavíkur gerir maður ráð fyrir að samræður séu málefnalegar. Yfirlýsingar eins og „þú átt heima á asnalegum stað“ eiga ekki að koma málum við á nokkurn hátt. Það kom því á óvart að sjá grein eftir Oddnýju Sturludóttur í síðustu viku þar sem hún byrjar og endar á því að hnýta í hvar ég rek heimili. Er það þannig sem yfirmaður leikskólamála í Reykjavík vill takast á um málefni? Vill Oddný að ég svari með hnútukasti um hennar persónulegu hagi þegar ég fjalla um skólamál í Reykjavík? Stjórnmálamenn eru dottnir á skrambi lágt plan þegar þetta eru svörin við gagnrýni á störf þeirra.
Lausn borgarstjórans á vandamálum leikskólanna var að foreldrar keyptu meira af smokkum. Hópurinn sem stýrir Reykjavík olli miklum usla og óánægju meðal foreldra og starfsmanna leikskóla með vinnubrögðum í sameiningum leikskóla sem leiddu til mótmæla sem eiga sér vart fordæmi í borgarpólitíkinni. Sú vegferð minnir á storm í vatnsglasi því eftir öll lætin náði meintur sparnaður ekki einu prósenti af heildarútgjöldum leikskóla.
Hugsanlega er of seint fyrir grínframboð Jóns Gnarrs, og Samfylkinguna sem tryggði honum starf borgarstjóra, að grípa til þroskaðri svara en „pabbi minn er sterkari en pabbi þinn“. Hugsanlega er það niðurstaða Oddnýjar að Reykvíkingar geti ekki tekið hana alvarlega. Ef ekki, væri gott skref að leggja rökræðuhefð leikskólabarna til hliðar. Jafnvel þótt málstaðurinn sé flókinn eða illverjanlegur.
Skoðun

Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla
Bryndís Gunnarsdóttir skrifar

Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda
Anna Birna Almarsdóttir skrifar

Fáum Elon Musk lánaðan í viku
Davíð Bergmann skrifar

Á-stríðan og meðferðin
Grétar Halldór Gunnarsson skrifar

Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri
Birna Þórisdóttir skrifar

Valkostir í varnarmálum
Tryggvi Hjaltason skrifar

Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi
Hannes Jónsson skrifar

Rænum frá börnum og flestum skítsama
Björn Ólafsson skrifar

Með opinn faðminn í 75 ár
Guðni Tómasson skrifar

Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði
Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar

Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku
Sigvaldi Einarsson skrifar

Lokum.is
Alma Hafsteinsdóttir skrifar

Að komast frá mömmu og pabba
Ingibjörg Isaksen skrifar

Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann
Einar Mikael Sverrisson skrifar

Upp með olnbogana!
Eliza Reid skrifar

Að missa sjón þó augun virki
Inga María Ólafsdóttir skrifar

Flosi – sannur fyrirliði
Hannes S. Jónsson skrifar

Því miður, atkvæði þitt fannst ekki
Oddgeir Georgsson skrifar

Stigið fram af festu?
Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar

Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði!
Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar

Óður til Grænlands
Halla Hrund Logadóttir skrifar

Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR
Sólveig Guðjónsdóttir skrifar

Skrifræðismartröð í Hæðargarði
Dóra Magnúsdóttir skrifar

Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni!
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins
Högni Elfar Gylfason skrifar

Fáni okkar allra...
Eva Þorsteinsdóttir skrifar

Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun
Óli Jón Jónsson skrifar

Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram
Guðmundur Björnsson skrifar

Föstum saman, Ramadan og langafasta
Sigurvin Lárus Jónsson skrifar

Auðhumla í Hamraborg
Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar