Breytingar í Bláfjöllum 15. desember 2011 06:00 Í mars 2007 skrifaði ég grein í Morgunblaðið sem bar heitið „Snjóleysi í Bláfjöllum?“ Greinin var ádeila á rekstur skíðasvæðisins, sér í lagi hvers vegna ekki væru snjógirðingar til staðar til að tryggja snjó í helstu skíðaleiðum svæðisins. Sérstaklega í ljósi þess hve gríðarlega vindasamt er á svæðinu og snjór sest og helst illa í brekkunum. Bent var á að nauðsyn þess að að virkja þá gríðarlegu ókeypis efnisflutninga sem eiga sér stað í skafrenningi með einföldum snjógirðingum. Fanga þannig efnið og halda því í brekkunum. Hvernig svo sem það atvikaðist fór það svo að sumarið 2008 var farið af fullum þunga að vinna að landmótun, þ.e. lagfæra og slétta brekkur, og girða með tveggja metra háum snjógirðingum. Núna safnast snjórinn í skíðaleiðirnar í stað þess að fjúka burtu, þökk sé girðingunum. Auk þess þarf nú mun minni snjó til að opna brekkurnar vegna þess hve sléttar þær eru. Þetta er bylting frá því sem áður var. Skíðafólk getur þakkað stóran hluta opnunardaga síðastliðna vetur þessum breytingum. Fyrir sáralitla fjármuni hefur tekist að tryggja snjó miklu betur í skíðaleiðum og þar með bæta rekstargrundvöll svæðisins. En betur má ef duga skal. Það þarf nefnilega að landmóta miklu stærra svæði og girða. Á suðvesturhorninu býr nefnilega meira en 2/3 hlutar þjóðarinnar. Og hefur aðeins aðgang að þessu eina mjög svo fjársvelta skíðasvæði. Snjógirðingar og landmótun eru einnig forsenda þess að hægt sé að fara í snjóframleiðslu svo eitthvert vit sé í. Að öðrum kosti fýkur framleiddur snjórinn burtu rétt eins og sá náttúrulegi. En girðingar hafa líka sína miklu galla. Þetta eru jarðföst mannvirki og lífshættulegt að lenda á þeim á einhverri ferð. Snjógirðing byggir á sverum niðurgröfnum staurum (trjábolum) með þriggja metra millibili. Á þessu hangir gisin klæðning. Þetta er groddalegt og gisið. Þetta er hálfgerður skógur. Víða erlendis skíða menn í braut sem rudd hefur verið gegnum skóg. Skíða með tré á báða bóga. Erlendis setja menn ekki púða á hvert tré í öryggisskyni. Það er talinn ógjörningur. Girðingarnar liggja meðfram skíðaleiðunum og eru þannig séð okkar skógur. Við skíðum með þær á báða bóga. Að ætla sér að púða hvern staur og hverja spýtu er ekki raunhæft. Þó að unnið sé að úrbótum er vandséð hvernig hægt er að gera girðingar hættuminni. Skíðamaðurinn verður einfaldlega að læra að lifa með þessum mannvirkjum. Best er að halda sig í hæfilegri fjarlægð og skíða ekki of hratt. Flest slys má rekja til glannaskapar þegar skíðað er of hratt miðað við getu og aðstæður. Skíðasvæðið í Bláfjöllum verður ekki rekið án snjógirðinga. Það verður ekki bæði sleppt og haldið. Ýmis önnur jarðföst mannvirki eru nálægt skíðaleiðum, að ógleymdu grjóti og klettum. Lyftustaurar, ljósastaurar, lyftuskúrar o.s.frv. Reynt er að setja höggvarnir (púða) á hættumestu staðina. Það er hins vegar engin trygging fyrir því að ekki illa fari, lendi menn á slíku á mikilli ferð. Og ógjörningur er að púða allt. Skíðamaðurinn sjálfur verður að passa sig. Það gerir það enginn fyrir hann. Sem skíðagæslumaður kem ég að flestum slysum á svæðinu. Almennt séð eru verstu slysin þegar fólk lendir á einhverju jarðföstu, þar á meðal girðingum. Þeir eru orðnir margir brotnir hjálmarnir sem ég hef tekið af fólki. Sem betur fer því ef það er ekki hjálmurinn þá væri það eitthvað dýrmætara. Hjálmur hefur og getur bjargað mannslífi. Það ættu því allir að nota slíkan búnað. Öll viljum við koma heil heim. Förum því varlega á skíðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Sjá meira
Í mars 2007 skrifaði ég grein í Morgunblaðið sem bar heitið „Snjóleysi í Bláfjöllum?“ Greinin var ádeila á rekstur skíðasvæðisins, sér í lagi hvers vegna ekki væru snjógirðingar til staðar til að tryggja snjó í helstu skíðaleiðum svæðisins. Sérstaklega í ljósi þess hve gríðarlega vindasamt er á svæðinu og snjór sest og helst illa í brekkunum. Bent var á að nauðsyn þess að að virkja þá gríðarlegu ókeypis efnisflutninga sem eiga sér stað í skafrenningi með einföldum snjógirðingum. Fanga þannig efnið og halda því í brekkunum. Hvernig svo sem það atvikaðist fór það svo að sumarið 2008 var farið af fullum þunga að vinna að landmótun, þ.e. lagfæra og slétta brekkur, og girða með tveggja metra háum snjógirðingum. Núna safnast snjórinn í skíðaleiðirnar í stað þess að fjúka burtu, þökk sé girðingunum. Auk þess þarf nú mun minni snjó til að opna brekkurnar vegna þess hve sléttar þær eru. Þetta er bylting frá því sem áður var. Skíðafólk getur þakkað stóran hluta opnunardaga síðastliðna vetur þessum breytingum. Fyrir sáralitla fjármuni hefur tekist að tryggja snjó miklu betur í skíðaleiðum og þar með bæta rekstargrundvöll svæðisins. En betur má ef duga skal. Það þarf nefnilega að landmóta miklu stærra svæði og girða. Á suðvesturhorninu býr nefnilega meira en 2/3 hlutar þjóðarinnar. Og hefur aðeins aðgang að þessu eina mjög svo fjársvelta skíðasvæði. Snjógirðingar og landmótun eru einnig forsenda þess að hægt sé að fara í snjóframleiðslu svo eitthvert vit sé í. Að öðrum kosti fýkur framleiddur snjórinn burtu rétt eins og sá náttúrulegi. En girðingar hafa líka sína miklu galla. Þetta eru jarðföst mannvirki og lífshættulegt að lenda á þeim á einhverri ferð. Snjógirðing byggir á sverum niðurgröfnum staurum (trjábolum) með þriggja metra millibili. Á þessu hangir gisin klæðning. Þetta er groddalegt og gisið. Þetta er hálfgerður skógur. Víða erlendis skíða menn í braut sem rudd hefur verið gegnum skóg. Skíða með tré á báða bóga. Erlendis setja menn ekki púða á hvert tré í öryggisskyni. Það er talinn ógjörningur. Girðingarnar liggja meðfram skíðaleiðunum og eru þannig séð okkar skógur. Við skíðum með þær á báða bóga. Að ætla sér að púða hvern staur og hverja spýtu er ekki raunhæft. Þó að unnið sé að úrbótum er vandséð hvernig hægt er að gera girðingar hættuminni. Skíðamaðurinn verður einfaldlega að læra að lifa með þessum mannvirkjum. Best er að halda sig í hæfilegri fjarlægð og skíða ekki of hratt. Flest slys má rekja til glannaskapar þegar skíðað er of hratt miðað við getu og aðstæður. Skíðasvæðið í Bláfjöllum verður ekki rekið án snjógirðinga. Það verður ekki bæði sleppt og haldið. Ýmis önnur jarðföst mannvirki eru nálægt skíðaleiðum, að ógleymdu grjóti og klettum. Lyftustaurar, ljósastaurar, lyftuskúrar o.s.frv. Reynt er að setja höggvarnir (púða) á hættumestu staðina. Það er hins vegar engin trygging fyrir því að ekki illa fari, lendi menn á slíku á mikilli ferð. Og ógjörningur er að púða allt. Skíðamaðurinn sjálfur verður að passa sig. Það gerir það enginn fyrir hann. Sem skíðagæslumaður kem ég að flestum slysum á svæðinu. Almennt séð eru verstu slysin þegar fólk lendir á einhverju jarðföstu, þar á meðal girðingum. Þeir eru orðnir margir brotnir hjálmarnir sem ég hef tekið af fólki. Sem betur fer því ef það er ekki hjálmurinn þá væri það eitthvað dýrmætara. Hjálmur hefur og getur bjargað mannslífi. Það ættu því allir að nota slíkan búnað. Öll viljum við koma heil heim. Förum því varlega á skíðum.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun