Framtíð mannkyns veltur á menntun kvenna Valdimar Tr. Hafstein skrifar 15. desember 2011 06:00 Ein af hverjum fjórum stúlkum á aldrinum 11-15 ára á ekki völ á skólagöngu. Í Afríku fær ekki nema ein af hverjum þremur stúlkum gagnfræðamenntun. Af 796 milljónum fullorðinna jarðarbúa sem eru ólæsir eru 2/3 konur. Aðeins í þriðjungi ríkja heimsins hafa drengir og stúlkur jafna möguleika á að ganga í gagnfræðaskóla. Ýmsar hindranir eru í vegi fyrir því að stúlkur njóti skólagöngu til jafns við drengi. Sums staðar stendur snemmbúið hjónaband og barneignir í vegi fyrir því að stúlkur fái að ganga í skóla á unglingsárum. Þá skortir þær og foreldrana víða fyrirmyndir annarra menntaðra kvenna og oft á áhugaleysi foreldranna stóran hlut að máli í að stúlkurnar njóta ekki skólagöngu til jafns við bræður sína. Ekki má heldur gleyma því að kynbundið ofbeldi gegn skólastúlkum og kennurum þeirra fær sums staðar að líðast og fælir stúlkur frá því að sækja skóla og foreldra þeirra frá því að senda þær þangað. Börn læsra kvenna 50% líklegri til að lifaÞað er hins vegar til mikils að vinna að gera stúlkum kleift að ganga í skóla til jafns við drengi. Jafnrétti á þessu sviði er lífsspursmál fyrir mannkynið allt. Talið er að það gæti bjargað allt að 1,8 milljónum mannslífa á ári ef stúlkur í Afríku sunnan Sahara gengju almennt í gagnfræðaskóla. Konur með gagnfræðapróf eru fimm sinnum líklegri en kynsystur þeirra til að hafa fræðst um alnæmi og varnir gegn því. Hvert ár sem bætist við skólagöngu stúlkna lækkar fæðingartíðni um 10%. Þannig eiga gagnfræðaskólagengnar konur í Malí að meðaltali þrjú börn en ómenntaðar konur eiga að meðaltali sjö börn. Börn sem læsar konur ala upp eru 50% líklegri til að ná fimm ára aldri en börn ólæsra kvenna. Fyrr á þessu ári hrinti UNESCO (mennta-, vísinda-, fjölmiðla- og menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna) úr vör samstarfsverkefni um menntun stúlkna og kvenna, með þátttöku fjölda stofnana, félagasamtaka og fyrirtækja um heim allan. Samstarfsverkefnið leggur höfuðáherslu á gagnfræðamenntun stúlkna og fullorðinsfræðslu kvenna. Það kemur í framhaldi af áherslunum í starfi undanfarinna ára, en fyrir hönd alþjóðasamfélagsins og í samstarfi við marga aðila hefur UNESCO róið öllum árum að því marki að öll börn alls staðar í heiminum eigi kost á barnaskólamenntun. Þetta er eitt af þúsaldarmarkmiðunum í þróunarmálum og er á meðal þeirra markmiða sem alþjóðasamfélaginu hefur orðið hvað mest ágengt með að nálgast. „Sættu þig aldrei við minni menntun en bróðir þinn fær“Á aðalráðstefnu UNESCO í liðnum mánuði sló Irena Bokova, framkvæmdastjóri UNESCO, því föstu að menntun kvenna geymdi lykilinn að bættri framtíð mannkyns. Þetta hafa ótal rannsóknir sýnt og það eru núorðið viðtekin sannindi að ef takast á að uppræta fátækt, vernda umhverfið og tryggja frið er nauðsynlegt að konur fái menntun. „Ungar stúlkur og konur eru að breyta heiminum,“ bætti Bokova við. „Við verðum að gefa þeim verkfærin sem þær þurfa til að móta heiminn eftir sínu höfði. Það eru engar hindranir sem ekki er hægt að yfirstíga í vegi fyrir því að kynjajöfnuður verði staðreynd og allir fái menntun,“ sagði framkvæmdastjóri UNESCO. Vigdís Finnbogadóttir, velgjörðarsendiherra UNESCO og náinn ráðgjafi framkvæmdastjórans, flutti ávarp við sama tækifæri og undirstrikaði mikilvægi þessa verkefnis: „Við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að bjarga mannkyninu. Það geta konur gert.“ Skilaboðin sem Vigdís færði stúlkum um heim allan voru þessi: „Sæktu þér menntun og sættu þig aldrei við skemmri menntun en bróðir þinn fær.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir skrifar Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar Skoðun 60% landsmanna á móti vopnakaupunum Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Ein af hverjum fjórum stúlkum á aldrinum 11-15 ára á ekki völ á skólagöngu. Í Afríku fær ekki nema ein af hverjum þremur stúlkum gagnfræðamenntun. Af 796 milljónum fullorðinna jarðarbúa sem eru ólæsir eru 2/3 konur. Aðeins í þriðjungi ríkja heimsins hafa drengir og stúlkur jafna möguleika á að ganga í gagnfræðaskóla. Ýmsar hindranir eru í vegi fyrir því að stúlkur njóti skólagöngu til jafns við drengi. Sums staðar stendur snemmbúið hjónaband og barneignir í vegi fyrir því að stúlkur fái að ganga í skóla á unglingsárum. Þá skortir þær og foreldrana víða fyrirmyndir annarra menntaðra kvenna og oft á áhugaleysi foreldranna stóran hlut að máli í að stúlkurnar njóta ekki skólagöngu til jafns við bræður sína. Ekki má heldur gleyma því að kynbundið ofbeldi gegn skólastúlkum og kennurum þeirra fær sums staðar að líðast og fælir stúlkur frá því að sækja skóla og foreldra þeirra frá því að senda þær þangað. Börn læsra kvenna 50% líklegri til að lifaÞað er hins vegar til mikils að vinna að gera stúlkum kleift að ganga í skóla til jafns við drengi. Jafnrétti á þessu sviði er lífsspursmál fyrir mannkynið allt. Talið er að það gæti bjargað allt að 1,8 milljónum mannslífa á ári ef stúlkur í Afríku sunnan Sahara gengju almennt í gagnfræðaskóla. Konur með gagnfræðapróf eru fimm sinnum líklegri en kynsystur þeirra til að hafa fræðst um alnæmi og varnir gegn því. Hvert ár sem bætist við skólagöngu stúlkna lækkar fæðingartíðni um 10%. Þannig eiga gagnfræðaskólagengnar konur í Malí að meðaltali þrjú börn en ómenntaðar konur eiga að meðaltali sjö börn. Börn sem læsar konur ala upp eru 50% líklegri til að ná fimm ára aldri en börn ólæsra kvenna. Fyrr á þessu ári hrinti UNESCO (mennta-, vísinda-, fjölmiðla- og menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna) úr vör samstarfsverkefni um menntun stúlkna og kvenna, með þátttöku fjölda stofnana, félagasamtaka og fyrirtækja um heim allan. Samstarfsverkefnið leggur höfuðáherslu á gagnfræðamenntun stúlkna og fullorðinsfræðslu kvenna. Það kemur í framhaldi af áherslunum í starfi undanfarinna ára, en fyrir hönd alþjóðasamfélagsins og í samstarfi við marga aðila hefur UNESCO róið öllum árum að því marki að öll börn alls staðar í heiminum eigi kost á barnaskólamenntun. Þetta er eitt af þúsaldarmarkmiðunum í þróunarmálum og er á meðal þeirra markmiða sem alþjóðasamfélaginu hefur orðið hvað mest ágengt með að nálgast. „Sættu þig aldrei við minni menntun en bróðir þinn fær“Á aðalráðstefnu UNESCO í liðnum mánuði sló Irena Bokova, framkvæmdastjóri UNESCO, því föstu að menntun kvenna geymdi lykilinn að bættri framtíð mannkyns. Þetta hafa ótal rannsóknir sýnt og það eru núorðið viðtekin sannindi að ef takast á að uppræta fátækt, vernda umhverfið og tryggja frið er nauðsynlegt að konur fái menntun. „Ungar stúlkur og konur eru að breyta heiminum,“ bætti Bokova við. „Við verðum að gefa þeim verkfærin sem þær þurfa til að móta heiminn eftir sínu höfði. Það eru engar hindranir sem ekki er hægt að yfirstíga í vegi fyrir því að kynjajöfnuður verði staðreynd og allir fái menntun,“ sagði framkvæmdastjóri UNESCO. Vigdís Finnbogadóttir, velgjörðarsendiherra UNESCO og náinn ráðgjafi framkvæmdastjórans, flutti ávarp við sama tækifæri og undirstrikaði mikilvægi þessa verkefnis: „Við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að bjarga mannkyninu. Það geta konur gert.“ Skilaboðin sem Vigdís færði stúlkum um heim allan voru þessi: „Sæktu þér menntun og sættu þig aldrei við skemmri menntun en bróðir þinn fær.“
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun