Leyndarhyggja eða lýðskrum? Gunnar Axel Axelsson skrifar 15. desember 2011 06:00 Það er vond staða fyrir pólitískt kjörna fulltrúa að geta ekki upplýst umbjóðendur sína um innihald svo stórra og mikilvægra samninga sem nýgerður samningur Hafnarfjarðarbæjar við þýska skilanefnd Depfa bankans er. Satt best að segja er sú staða ómöguleg og hún getur ekki gengið til lengdar. Í augnablikinu er hún hins vegar óhjákvæmileg og það vita allir þeir sem sitja í bæjarstjórn og hafa fengið upplýsingar um bæði efni samningsins og forsendur þess og ástæður að viðsemjendur sveitarfélagsins setja fram þá ófrávíkjanlegu kröfu að um einstök atriði hans ríki tímabundinn trúnaður. Fyrir því eru bæði eðlilegar og málefnalegar ástæður. Þrátt fyrir það velja fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði að róa á sín vanalegu mið, sá fræjum tortryggni og kynda undir ófriðarbáli í samfélaginu. Samningurinn og forsendur hansViðsemjandi Hafnarfjarðarbæjar er FMS Wertmanagement, þýsk skilanefnd, skipuð samkvæmt þýskum lögum. Hún hefur það eina verkefni að innheimta kröfur hins fallna banka og draga þannig sem mest úr því tapi sem að endingu mun lenda á þýskum almenningi að greiða. Stór hluti af þeim kröfum sem skilanefndin hefur til innheimtu er gagnvart opinberum aðilum, meðal annars íslenskum sveitarfélögum. Staða þeirra í dag er mjög misjöfn. Sum hafa litla sem enga möguleika til vaxtar og þróunar, til aukinna tekna af atvinnustarfsemi eða auðlindum. Önnur búa við sterkari stöðu og allt aðrar og jákvæðari framtíðarhorfur. Hafnarfjörður er meðal þeirra sveitarfélaga. Staðreyndin er sú að í umræddum samningi felst mikilvægur sigur fyrir bæjarbúa í Hafnarfirði, sigur í erfiðu verkefni sem staðið hefur yfir frá því að íslenskt efnahagslíf hrundi. Fulltrúar þeirra flokka sem mynda meirihluta í bæjarstjórn geta jafnframt verið stoltir af því að hafa náð hagstæðri lendingu í þessu stóra máli en það er ekki síst fyrir að þakka góðu og vönduðu starfsfólki sem hefur unnið ötullega að því undanfarið ár að endurskipuleggja rekstur og fjárhag bæjarins. Þær endalausu upphrópanir og óábyrgu yfirlýsingar sem fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa staðið fyrir á tímabilinu hafa svo sannarlega ekki auðveldað þá vinnu eða skapað sveitarfélaginu hagstæð skilyrði til samninga. Þvert á móti hafa þær fyrst og fremst verið til þess fallnar að draga úr trausti gagnvart sveitarfélaginu. Eru skuldir ekki bara skuldir?Uppruni og eðli þeirra skulda sem sveitarfélögin standa frammi fyrir að greiða skiptir höfuðmáli þegar rætt er um mismunandi stöðu þeirra og framtíðarhorfur. Ólíkt sumum þeirra sveitarfélaga sem lent hafa í þröngri stöðu að undanförnu voru þau lán sem Hafnarfjarðarbær tók á undanförnum árum ekki tekin til þess að standa undir daglegum rekstri heldur til fjárfestinga í innviðum, til byggingar nýrra skóla, til gatnaframkvæmda, til nauðsynlegra veituframkvæmda og til uppbyggingar í íþrótta- og tómstundamálum barna og unglinga. Skuldir sveitarfélagsins eru því ekki tilkomnar vegna viðvarandi rekstrarvanda eins og fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn hafa lagt sig mikið fram um að reyna að sannfæra bæjarbúa um. Síðasta áratuginn hefur rekstur bæjarins að jafnaði skilað töluverðri framlegð og þar af leiðandi hefur skapast svigrúm til að greiða niður stóran hluta þeirra skulda sem stofnað var til í síðustu stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins í bænum, á tímabili sem helst verður minnst fyrir glórulausa einkaframkvæmdasamninga. Samninga sem fulltrúar minnihlutans í bæjarstjórn vilja helst ekki að minnst sé á en Hafnfirðingar eru enn að súpa seyðið af. Þær óháðu úttektir sem gerðar hafa verið á rekstri og fjárhagsstöðu Hafnarfjarðarbæjar að undanförnu staðfesta þetta og afhjúpa um leið þann óábyrga málflutning sem sjálfstæðismenn í Hafnarfirði hafa staðið fyrir á síðustu misserum og hefur lítinn tilgang annan en að strá ryki í augu bæjarbúa og rjúfa þá mikilvægu samstöðu og samkennd sem einkennt hefur hafnfirskt samfélag. Á þeim grunni eygja sjálfstæðismenn í Hafnarfirði greinilega von sína um að komast til valda. Viðspyrnu náðÞrátt fyrir að skuldir sveitarfélagsins hafi nær tvöfaldast vegna hrunsins stendur Hafnarfjörður sterkum fótum og framtíðin er björt. Vegna mikillar uppbyggingar í innviðum á undanförnum árum er fjárfestingarþörf bæjarins metin mjög lítil næstu ár og eignastaða að sama skapi sterk. Það þýðir að þegar hjól efnahagslífsins fara að snúast hraðar mun efnahagur sveitarfélagsins eflast mjög hratt. Í stað þess að fagna nú þeim mikilvæga áfanga sem nú hefur náðst í að endurheimta sterka stöðu sveitarfélagsins, samningum sem undirstrika bjarta framtíð þess og þann árangur sem náðst hefur í að aðlaga rekstur þess að breyttum aðstæðum, halda sjálfstæðismenn í bæjarstjórn áfram að stunda sitt makalausa lýðskrum og ýta undir óraunhæfar væntingar. Þeir eru líka fyrir löngu búnir að gleyma hruninu, hafa strikað það út úr sögubókum sínum. Það hafa flokksbræður þeirra á Alþingi líka gert, en vert er að minnast síðustu allsherjarsamkomu Flokksins, þar sem fyrrverandi stjórnarherrar landsins fluttu fimmaurabrandara um pólitíska andstæðinga sína og voru hylltir fyrir með lófaklappi og fótastappi. Á því plani er pólitík þeirra sem ekki kunna að skammast sín. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Landsvirkjun vill meiri orku (en ekki samt í orkuskipti) Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Það er vond staða fyrir pólitískt kjörna fulltrúa að geta ekki upplýst umbjóðendur sína um innihald svo stórra og mikilvægra samninga sem nýgerður samningur Hafnarfjarðarbæjar við þýska skilanefnd Depfa bankans er. Satt best að segja er sú staða ómöguleg og hún getur ekki gengið til lengdar. Í augnablikinu er hún hins vegar óhjákvæmileg og það vita allir þeir sem sitja í bæjarstjórn og hafa fengið upplýsingar um bæði efni samningsins og forsendur þess og ástæður að viðsemjendur sveitarfélagsins setja fram þá ófrávíkjanlegu kröfu að um einstök atriði hans ríki tímabundinn trúnaður. Fyrir því eru bæði eðlilegar og málefnalegar ástæður. Þrátt fyrir það velja fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði að róa á sín vanalegu mið, sá fræjum tortryggni og kynda undir ófriðarbáli í samfélaginu. Samningurinn og forsendur hansViðsemjandi Hafnarfjarðarbæjar er FMS Wertmanagement, þýsk skilanefnd, skipuð samkvæmt þýskum lögum. Hún hefur það eina verkefni að innheimta kröfur hins fallna banka og draga þannig sem mest úr því tapi sem að endingu mun lenda á þýskum almenningi að greiða. Stór hluti af þeim kröfum sem skilanefndin hefur til innheimtu er gagnvart opinberum aðilum, meðal annars íslenskum sveitarfélögum. Staða þeirra í dag er mjög misjöfn. Sum hafa litla sem enga möguleika til vaxtar og þróunar, til aukinna tekna af atvinnustarfsemi eða auðlindum. Önnur búa við sterkari stöðu og allt aðrar og jákvæðari framtíðarhorfur. Hafnarfjörður er meðal þeirra sveitarfélaga. Staðreyndin er sú að í umræddum samningi felst mikilvægur sigur fyrir bæjarbúa í Hafnarfirði, sigur í erfiðu verkefni sem staðið hefur yfir frá því að íslenskt efnahagslíf hrundi. Fulltrúar þeirra flokka sem mynda meirihluta í bæjarstjórn geta jafnframt verið stoltir af því að hafa náð hagstæðri lendingu í þessu stóra máli en það er ekki síst fyrir að þakka góðu og vönduðu starfsfólki sem hefur unnið ötullega að því undanfarið ár að endurskipuleggja rekstur og fjárhag bæjarins. Þær endalausu upphrópanir og óábyrgu yfirlýsingar sem fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa staðið fyrir á tímabilinu hafa svo sannarlega ekki auðveldað þá vinnu eða skapað sveitarfélaginu hagstæð skilyrði til samninga. Þvert á móti hafa þær fyrst og fremst verið til þess fallnar að draga úr trausti gagnvart sveitarfélaginu. Eru skuldir ekki bara skuldir?Uppruni og eðli þeirra skulda sem sveitarfélögin standa frammi fyrir að greiða skiptir höfuðmáli þegar rætt er um mismunandi stöðu þeirra og framtíðarhorfur. Ólíkt sumum þeirra sveitarfélaga sem lent hafa í þröngri stöðu að undanförnu voru þau lán sem Hafnarfjarðarbær tók á undanförnum árum ekki tekin til þess að standa undir daglegum rekstri heldur til fjárfestinga í innviðum, til byggingar nýrra skóla, til gatnaframkvæmda, til nauðsynlegra veituframkvæmda og til uppbyggingar í íþrótta- og tómstundamálum barna og unglinga. Skuldir sveitarfélagsins eru því ekki tilkomnar vegna viðvarandi rekstrarvanda eins og fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn hafa lagt sig mikið fram um að reyna að sannfæra bæjarbúa um. Síðasta áratuginn hefur rekstur bæjarins að jafnaði skilað töluverðri framlegð og þar af leiðandi hefur skapast svigrúm til að greiða niður stóran hluta þeirra skulda sem stofnað var til í síðustu stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins í bænum, á tímabili sem helst verður minnst fyrir glórulausa einkaframkvæmdasamninga. Samninga sem fulltrúar minnihlutans í bæjarstjórn vilja helst ekki að minnst sé á en Hafnfirðingar eru enn að súpa seyðið af. Þær óháðu úttektir sem gerðar hafa verið á rekstri og fjárhagsstöðu Hafnarfjarðarbæjar að undanförnu staðfesta þetta og afhjúpa um leið þann óábyrga málflutning sem sjálfstæðismenn í Hafnarfirði hafa staðið fyrir á síðustu misserum og hefur lítinn tilgang annan en að strá ryki í augu bæjarbúa og rjúfa þá mikilvægu samstöðu og samkennd sem einkennt hefur hafnfirskt samfélag. Á þeim grunni eygja sjálfstæðismenn í Hafnarfirði greinilega von sína um að komast til valda. Viðspyrnu náðÞrátt fyrir að skuldir sveitarfélagsins hafi nær tvöfaldast vegna hrunsins stendur Hafnarfjörður sterkum fótum og framtíðin er björt. Vegna mikillar uppbyggingar í innviðum á undanförnum árum er fjárfestingarþörf bæjarins metin mjög lítil næstu ár og eignastaða að sama skapi sterk. Það þýðir að þegar hjól efnahagslífsins fara að snúast hraðar mun efnahagur sveitarfélagsins eflast mjög hratt. Í stað þess að fagna nú þeim mikilvæga áfanga sem nú hefur náðst í að endurheimta sterka stöðu sveitarfélagsins, samningum sem undirstrika bjarta framtíð þess og þann árangur sem náðst hefur í að aðlaga rekstur þess að breyttum aðstæðum, halda sjálfstæðismenn í bæjarstjórn áfram að stunda sitt makalausa lýðskrum og ýta undir óraunhæfar væntingar. Þeir eru líka fyrir löngu búnir að gleyma hruninu, hafa strikað það út úr sögubókum sínum. Það hafa flokksbræður þeirra á Alþingi líka gert, en vert er að minnast síðustu allsherjarsamkomu Flokksins, þar sem fyrrverandi stjórnarherrar landsins fluttu fimmaurabrandara um pólitíska andstæðinga sína og voru hylltir fyrir með lófaklappi og fótastappi. Á því plani er pólitík þeirra sem ekki kunna að skammast sín.
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun