Óstöðugur gjaldmiðill kallar á háa vexti 14. desember 2011 06:00 Óstöðugur gjaldmiðill er ein meginorsök þess að vextir eru miklu hærri á Íslandi en í nágrannalöndunum. Þessir háu vextir hafa margvísleg áhrif á okkur. Frá aldamótum hafa vextir af 5-10 ára ríkisskuldabréfum verið tvöfalt hærri á Íslandi en að meðaltali á Evrusvæðinu. Íslenska ríkið hefur þurft að greiða 4,2% hærri vexti en ríkin á Evrusvæðinu að meðaltali. Í dag skuldar ríkissjóður um 1.400 milljarða. Hvert prósent sem ríkissjóður þarf að greiða í hærri vexti kostar okkur því um 14 milljarða króna. Það er því til mikils að vinna að lækka vextina. Tækist okkur að lækka þá varanlega um t.d. 3 prósentustig sparar það okkur 42 milljarða á ári. Þetta eru fjármunir sem samsvara samanlögðum kostnaði við rekstur Landspítalans og Sjúkrahússins á Akureyri, eða þriðjungnum af því sem einstaklingar greiða í tekjuskatt. Heimilin skulda um 1.500 milljarða. Hvert prósentustig í vöxtum kostar okkur því um 15 milljarða. Frá aldamótum hafa vextir af nýjum húsnæðislánum verið tæplega þrefalt hærri á Íslandi (meðalvextir á Íslandi: 75% Íbúðalánasjóðs og 25% banka) en að meðaltali á Evrusvæðinu. Þessi munur nemur 7,8 prósentustigum. Tækist okkur að brúa þetta bil myndi það spara heimilunum 117 milljarða á ári, sem jafngildir tæplega 17% hækkun á ráðstöfunartekjum heimilanna að meðaltali. Fyrirtækin skulda tæpa 1.700 milljarða. Hvert prósentustig í lækkuðum vöxtum sparar þeim 17 milljarða á ári. Ef vextir fyrirtækja lækkuðu t.d. um 4 prósentustig yrði sparnaðurinn um 68 milljarðar króna á ári. Það skiptir sköpum fyrir veikburða atvinnulíf að vextir lækki til þess að fjárfestingar aukist. Þær eru nú í sögulegu lágmarki og atvinnuleysi mikið. Auknar fjárfestingar skila sér til launafólks í formi aukinnar atvinnu og aukins kaupmáttar til framtíðar. Ef við viljum sambærileg lífskjör og best þekkjast í nágrannalöndum okkar verðum við að ráðast að rót vandans og tryggja hér stöðugleika og lága vexti. Slíkt gerum við með stöðugum gjaldmiðli og agaðri hagstjórn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Óstöðugur gjaldmiðill er ein meginorsök þess að vextir eru miklu hærri á Íslandi en í nágrannalöndunum. Þessir háu vextir hafa margvísleg áhrif á okkur. Frá aldamótum hafa vextir af 5-10 ára ríkisskuldabréfum verið tvöfalt hærri á Íslandi en að meðaltali á Evrusvæðinu. Íslenska ríkið hefur þurft að greiða 4,2% hærri vexti en ríkin á Evrusvæðinu að meðaltali. Í dag skuldar ríkissjóður um 1.400 milljarða. Hvert prósent sem ríkissjóður þarf að greiða í hærri vexti kostar okkur því um 14 milljarða króna. Það er því til mikils að vinna að lækka vextina. Tækist okkur að lækka þá varanlega um t.d. 3 prósentustig sparar það okkur 42 milljarða á ári. Þetta eru fjármunir sem samsvara samanlögðum kostnaði við rekstur Landspítalans og Sjúkrahússins á Akureyri, eða þriðjungnum af því sem einstaklingar greiða í tekjuskatt. Heimilin skulda um 1.500 milljarða. Hvert prósentustig í vöxtum kostar okkur því um 15 milljarða. Frá aldamótum hafa vextir af nýjum húsnæðislánum verið tæplega þrefalt hærri á Íslandi (meðalvextir á Íslandi: 75% Íbúðalánasjóðs og 25% banka) en að meðaltali á Evrusvæðinu. Þessi munur nemur 7,8 prósentustigum. Tækist okkur að brúa þetta bil myndi það spara heimilunum 117 milljarða á ári, sem jafngildir tæplega 17% hækkun á ráðstöfunartekjum heimilanna að meðaltali. Fyrirtækin skulda tæpa 1.700 milljarða. Hvert prósentustig í lækkuðum vöxtum sparar þeim 17 milljarða á ári. Ef vextir fyrirtækja lækkuðu t.d. um 4 prósentustig yrði sparnaðurinn um 68 milljarðar króna á ári. Það skiptir sköpum fyrir veikburða atvinnulíf að vextir lækki til þess að fjárfestingar aukist. Þær eru nú í sögulegu lágmarki og atvinnuleysi mikið. Auknar fjárfestingar skila sér til launafólks í formi aukinnar atvinnu og aukins kaupmáttar til framtíðar. Ef við viljum sambærileg lífskjör og best þekkjast í nágrannalöndum okkar verðum við að ráðast að rót vandans og tryggja hér stöðugleika og lága vexti. Slíkt gerum við með stöðugum gjaldmiðli og agaðri hagstjórn.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun