Velferðarborgin Reykjavík 14. desember 2011 06:00 Við í Reykjavík getum verið stolt af þeirri velferðarþjónustu sem við veitum. Við gerum í mörgu umtalsvert meira en önnur sveitarfélög. Til marks um það veitir Reykjavíkurborg um 18% af útsvarstekjum sínum til velferðarmála á meðan önnur sveitarfélög veita um 6-9%. Ástæðan er sú að í Reykjavík búa hlutfallslega fleiri sem þurfa mikla aðstoð frá samfélaginu s.s. vegna langvarandi félagslegra erfiðleika, alvarlegrar fötlunar o.fl. Það kostar, en sumt er þess virði og fyrir vikið er borgarsamfélagið einnig fjölbreyttara. Á árinu 2012 erum við að gera enn betur. Við bættum við 204 m.kr. til að mæta brýnum þörfum í velferðarmálum, þ.e. aukningu á þjónustumiðstöðvar til að sinna þeim sem verst eru staddir, til að virkja ungt fólk til virkni eða vinnu og í ýmiskonar stuðningsvinnu með börnum. Við stöndum einnig vörð um almenn framlög til velferðarmála. Miklir fjármunir eða tæpir 3 milljarðar eru áætlaðir til að veita fjárhagsaðstoð til þeirra sem hafa engar tekjur eða tekjur undir viðmiðunarmörkum borgarinnar. Þeim sem treysta á fjárhagsaðstoð sér til framfærslu hefur fjölgað um 100% frá því fyrir hrun, mest meðal ungs fólks 18-24 ára. Þetta er alvarlegasti vandi okkar í dag því þeir sem lifa á fjárhagsaðstoð og eru óvirkir í samfélaginu, t.d. ungt fólk utan skóla og utan vinnu, líður almennt illa og hætt er við langvarandi heilsubresti. Við höfum þegar gert margt til að bjóða upp á mikilvæg virkniúrræði, en verðum að gera enn betur og vera enn ákveðnari. Megináhersla velferðarráðs á næsta ári verður á virkni. Við viljum virkja vinnufært og vinnufúst fólk til starfa. Við ætlum að byrja strax á Atvinnutorgi fyrir ungt fólk yngra en 25 ára, en sinna þeim eldri með margvíslegum virkniúrræðum. Unga vinnufæra fólkið sem kemur nýtt inn í fjárhagsaðstoðarþjónustu á að fá starfsþjálfun og vinnu hjá Reykjavíkurborg í stað fjárhagsaðstoðar sem því miður leiðir oft til óvirkni og þeir sem hafa verið lengi á fjárhagsaðstoð fá þjálfun til vinnu og eða náms. Fjárhagsaðstoðin mun hækka um áramót um 5,7%, eða sem nemur hækkun neysluverðsvísitölu milli ára. Viðmiðunarfjárhæðin fyrir einstakling sem rekur eigið heimili hækkar úr 149.000 kr. í 157.493 kr. Grunnfjárhæð til hjóna/sambúðarfólks hækkar úr 223.500 kr. í 236.240 kr. á mánuði. Grunnfjárhæð til einstaklings sem býr með öðrum, leigir húsnæði án þinglýsts leigusamnings eða hefur ekki aðgang að húsnæði hækkar úr 125.540 kr. í 132.696 kr. og grunnfjárhæð til þeirra sem búa í foreldrahúsum hækkar úr 74.500 í 78.747 kr. Þó mörgum kunni að finnast þessar upphæðir lágar, er Reykjavíkurborg samt sem áður í fararbroddi annarra sveitarfélaga þegar kemur að fjárhagsaðstoð. Við viljum koma fólki úr vítahring aðgerðaleysis – að allir séu með í samfélaginu. Í reglum Reykjavíkurborgar um fjárhagsaðstoð er heimild til að skerða fjárhagsaðstoð um helming ef þeir sem eru vinnufærir samkvæmt faglegu mati þiggja ekki vinnutilboð og starfsþjálfun. En þá að þjónustunni. Samkvæmt áherslum velferðarráðs á velferðarþjónustan í Reykjavík að vera kærleiksrík og hvetjandi, og hún á að þjóna fólkinu en ekki kerfinu. l Við leggjum mikla áherslu á börnin, að veita þeim og foreldrunum stuðning þegar á þarf að halda. Borgin veitir á næsta ári aukið fjármagn í stuðning, sérfræðiþjónustu og fræðslu s.s. í foreldrafærninámskeið og í barnavernd. Forvarnir og fyrirbyggjandi barnavernd eru leiðarljósin því við viljum koma í veg fyrir vanda. l Við þurfum sérstaklega að huga að 16-18 ára unglingum sem eru hvorki í skóla né vinnu. Þau glíma við alvarlegan vanda sem þau, fjölskyldur þeirra og samfélagið geta ekki lifað við, né hafa efni á til framtíðar. Því viljum við grípa inn í núna. l Við viljum þróa þjónustuna með þeim sem þekkja hana best. Ætlunin er t.d. að kortleggja vilja og þarfir utangarðsfólks með þeim sjálfum. Þá ætlum við að innleiða ný vinnubrögð þannig að hægt verði að vinna með notendum þjónustunnar að því að þróa hana og á næsta ári verður sérstaklega unnið með fötluðum hvað þetta varðar. l Að lokum er það skýr vilji okkar sem berum ábyrgð á stefnu og fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2012 að þeir sem eru utangarðs í samfélaginu eigi ekki að vera utangarðs í velferðarkerfinu. Við búum í góðri borg og ég vona að borgarstjórn hafi við samþykkt fjárhagsáætlunar gert sitt til að tryggja velferð borgarbúa á næsta ári. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Við í Reykjavík getum verið stolt af þeirri velferðarþjónustu sem við veitum. Við gerum í mörgu umtalsvert meira en önnur sveitarfélög. Til marks um það veitir Reykjavíkurborg um 18% af útsvarstekjum sínum til velferðarmála á meðan önnur sveitarfélög veita um 6-9%. Ástæðan er sú að í Reykjavík búa hlutfallslega fleiri sem þurfa mikla aðstoð frá samfélaginu s.s. vegna langvarandi félagslegra erfiðleika, alvarlegrar fötlunar o.fl. Það kostar, en sumt er þess virði og fyrir vikið er borgarsamfélagið einnig fjölbreyttara. Á árinu 2012 erum við að gera enn betur. Við bættum við 204 m.kr. til að mæta brýnum þörfum í velferðarmálum, þ.e. aukningu á þjónustumiðstöðvar til að sinna þeim sem verst eru staddir, til að virkja ungt fólk til virkni eða vinnu og í ýmiskonar stuðningsvinnu með börnum. Við stöndum einnig vörð um almenn framlög til velferðarmála. Miklir fjármunir eða tæpir 3 milljarðar eru áætlaðir til að veita fjárhagsaðstoð til þeirra sem hafa engar tekjur eða tekjur undir viðmiðunarmörkum borgarinnar. Þeim sem treysta á fjárhagsaðstoð sér til framfærslu hefur fjölgað um 100% frá því fyrir hrun, mest meðal ungs fólks 18-24 ára. Þetta er alvarlegasti vandi okkar í dag því þeir sem lifa á fjárhagsaðstoð og eru óvirkir í samfélaginu, t.d. ungt fólk utan skóla og utan vinnu, líður almennt illa og hætt er við langvarandi heilsubresti. Við höfum þegar gert margt til að bjóða upp á mikilvæg virkniúrræði, en verðum að gera enn betur og vera enn ákveðnari. Megináhersla velferðarráðs á næsta ári verður á virkni. Við viljum virkja vinnufært og vinnufúst fólk til starfa. Við ætlum að byrja strax á Atvinnutorgi fyrir ungt fólk yngra en 25 ára, en sinna þeim eldri með margvíslegum virkniúrræðum. Unga vinnufæra fólkið sem kemur nýtt inn í fjárhagsaðstoðarþjónustu á að fá starfsþjálfun og vinnu hjá Reykjavíkurborg í stað fjárhagsaðstoðar sem því miður leiðir oft til óvirkni og þeir sem hafa verið lengi á fjárhagsaðstoð fá þjálfun til vinnu og eða náms. Fjárhagsaðstoðin mun hækka um áramót um 5,7%, eða sem nemur hækkun neysluverðsvísitölu milli ára. Viðmiðunarfjárhæðin fyrir einstakling sem rekur eigið heimili hækkar úr 149.000 kr. í 157.493 kr. Grunnfjárhæð til hjóna/sambúðarfólks hækkar úr 223.500 kr. í 236.240 kr. á mánuði. Grunnfjárhæð til einstaklings sem býr með öðrum, leigir húsnæði án þinglýsts leigusamnings eða hefur ekki aðgang að húsnæði hækkar úr 125.540 kr. í 132.696 kr. og grunnfjárhæð til þeirra sem búa í foreldrahúsum hækkar úr 74.500 í 78.747 kr. Þó mörgum kunni að finnast þessar upphæðir lágar, er Reykjavíkurborg samt sem áður í fararbroddi annarra sveitarfélaga þegar kemur að fjárhagsaðstoð. Við viljum koma fólki úr vítahring aðgerðaleysis – að allir séu með í samfélaginu. Í reglum Reykjavíkurborgar um fjárhagsaðstoð er heimild til að skerða fjárhagsaðstoð um helming ef þeir sem eru vinnufærir samkvæmt faglegu mati þiggja ekki vinnutilboð og starfsþjálfun. En þá að þjónustunni. Samkvæmt áherslum velferðarráðs á velferðarþjónustan í Reykjavík að vera kærleiksrík og hvetjandi, og hún á að þjóna fólkinu en ekki kerfinu. l Við leggjum mikla áherslu á börnin, að veita þeim og foreldrunum stuðning þegar á þarf að halda. Borgin veitir á næsta ári aukið fjármagn í stuðning, sérfræðiþjónustu og fræðslu s.s. í foreldrafærninámskeið og í barnavernd. Forvarnir og fyrirbyggjandi barnavernd eru leiðarljósin því við viljum koma í veg fyrir vanda. l Við þurfum sérstaklega að huga að 16-18 ára unglingum sem eru hvorki í skóla né vinnu. Þau glíma við alvarlegan vanda sem þau, fjölskyldur þeirra og samfélagið geta ekki lifað við, né hafa efni á til framtíðar. Því viljum við grípa inn í núna. l Við viljum þróa þjónustuna með þeim sem þekkja hana best. Ætlunin er t.d. að kortleggja vilja og þarfir utangarðsfólks með þeim sjálfum. Þá ætlum við að innleiða ný vinnubrögð þannig að hægt verði að vinna með notendum þjónustunnar að því að þróa hana og á næsta ári verður sérstaklega unnið með fötluðum hvað þetta varðar. l Að lokum er það skýr vilji okkar sem berum ábyrgð á stefnu og fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2012 að þeir sem eru utangarðs í samfélaginu eigi ekki að vera utangarðs í velferðarkerfinu. Við búum í góðri borg og ég vona að borgarstjórn hafi við samþykkt fjárhagsáætlunar gert sitt til að tryggja velferð borgarbúa á næsta ári.
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun