Yfirlýsing vegna kæru á hendur Bjarna Randveri Sigurvinssyni 13. desember 2011 06:00 Undanfarna daga hefur hart verið tekist á um mál Bjarna Randvers Sigurvinssonar, stundakennara við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands. Þótt útilokað sé að greiða úr öllum flækjum í svo stuttri umfjöllun er rétt að rekja hér mikilvægustu ágreiningsatriði málsins. Deilan er flókin vegna þess hve umfangsmikil hún er, en rökræðurnar á síðustu dögum hafa ekki síður snúist um aukaatriði en aðalatriði og stundum falið í sér hreinar rangfærslur. Meginatriði málsins eru þó einföld. Strax í upphafi kæruferlisins, snemma árs 2010, braut Siðanefnd Háskóla Íslands á rétti stundakennara við HÍ með svo alvarlegum hætti að hún spillti málinu öllu. Siðanefnd lagði fram sáttatillögu þar sem fallast átti á sekt kennarans án samþykkis hans. Þetta gerðist áður en siðanefndin hafði aflað sér gagna í málinu og var kennaranum með öllu haldið utan við málsmeðferðina. Ekkert í gögnum málsins bendir til þess að kennarinn hafi á neinn hátt gerst brotlegur við siðareglur HÍ. Fyrir liggja yfirlýsingar frá sjö nemendum er sátu námskeið Bjarna um nýtrúarhreyfingar og segja þau öll kennsluna hafa verið til fyrirmyndar, hvergi hafi verið hallað á Vantrú eða aðrar trúleysishreyfingar. Þessar yfirlýsingar eru studdar af greinargerðum tíu sérfræðinga í túlkunarvísindum sem allir lýsa því yfir að ekkert sé út á kennsluglærur Bjarna Randvers að setja. Margir þessara sérfræðinga þekktu ekkert til Bjarna áður en þeir skrifuðu greinargerðir sínar. Síðast en ekki síst fóru svo fjörutíu háskólakennarar yfir þau málsgögn sem lágu fyrir og komust að þeirri niðurstöðu að Bjarni hefði ekki á neinn hátt gerst brotlegur við siðareglur og að ekkert tilefni væri til að gagnrýna kennslugögn hans í námskeiðinu. Skýrsla rannsóknarnefndar þeirrar sem háskólaráð skipaði er alvarlegur áfellisdómur um vinnubrögð siðanefndarinnar, sem því miður tók afstöðu gegn Bjarna Randveri með sáttatillögu þar sem Guðfræði- og trúarbragðafræðideild átti að „viðurkenna og harma, að kennsluefnið feli ekki í sér hlutlæga og sanngjarna umfjöllun um félagið Vantrú, málstað þess og einstaka félagsmenn". Kærandinn fékk sáttatillöguna í hendur og hefur beitt henni í opinberum málflutningi sínum enda þótt tillögunni væri með öllu hafnað á kennarafundi Guðfræði- og trúarbragðafræðideildar. Af máli ýmissa Vantrúarfélaga má ráða að gagnrýni háskólamanna á meðferð kærumálsins beinist gegn Vantrú og einstaklingum sem styðja þau samtök. Það er rangt. Gagnrýnin beinist að vinnuaðferðum siðanefndar í málinu. Einstaklingum, fyrirtækjum og félagasamtökum hlýtur að vera frjálst að gagnrýna það sem fram fer innan veggja HÍ, en að sama skapi ber skólanum sem akademískri stofnun að standa vörð um það mikilvæga starf sem þar fer fram og vernda starfsmenn sína fyrir óréttmætum ásökunum og óeðlilegum þrýstingi. Eða eiga stjórnmálaflokkar, hagsmunasamtök, þrýstihópar og aðrir utanaðkomandi aðilar að geta stýrt því hvernig fjallað er um þá í háskólakennslu? Ættu til dæmis bankamenn að athuga allar glærur sem notaðar eru til að ræða um siðfræði í tengslum við bankahrunið? Að þessu sögðu er rétt að benda á að kennsluglærur Bjarna Randvers reyna á engan hátt á mörk akademísks frelsis þótt slíkt hafi verið gefið í skyn. Að sögn nemenda í námskeiði Bjarna var kennslan á engan hátt ögrandi og tilvitnanir á glærum voru í eðlilegu fræðilegu samhengi. Gagnrýni formanns siðanefndar HÍ í Morgunblaðinu 8. des. sl. er sorglegur vitnisburður um þekkingarleysi á því hvað felst í kennslu á sviðum hug- og félagsvísinda. Ef siðanefnd HÍ telur að í kennsluglærum Bjarna sé að finna ámælisverð atriði má allt eins hætta að nota glærur í kennslu við Háskóla Íslands, kennarar geta látið vera að setja glærur sínar á vefsíður námskeiða, og hverfa má frá að taka upp kennslustundir fyrir fjarnema. Því þá er sýnt að í framtíðinni verður enginn kennari lengur óhultur fyrir kærum utan úr bæ, enda líklega hægt að finna eitthvað sem einhver er ósammála í glærupökkum flestallra kennara á Íslandi, hvort sem þeir kenna við HÍ eða aðra skóla landsins. Slíkt ástand væri ekki aðeins gríðarleg afturför í allri kennslu heldur hreinlega aðför að öllu skólastarfi í landinu. Virðingarfyllst, Aðalheiður Lilja Guðmundsdóttir, aðjúnkt og fagstjóri fræðigreina í myndlistardeild LHÍ, Annadís Rúdólfsdóttir, námsstjóri Alþjóðlega jafnréttisskólans, Arnfríður Guðmundsdóttir, prófessor í samstæðilegri guðfræði, Ari Páll Kristinsson, rannsóknarprófessor, Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Arnar Þór Jónsson, hrl., sérfræðingur við Lagadeild HR, Auður H. Ingólfsdóttir, lektor og sviðsstjóri félagsvísindasviðs Háskólans á Bifröst Auður Ólafsdóttir, lektor í listfræði Ágúst Einarsson, prófessor í hagfræði og fyrrverandi rektor Háskólans á Bifröst Árelía Eydís Guðmundsdóttir, dósent viðskiptafræðideild Ármann Jakobsson, dósent íslenskum bókmenntum Ásdís Egilsdóttir, prófessor í íslenskum miðaldabókmenntum Ásdís Guðmundsdóttir, kennslustjóri Hugvísindasviði Ásdís R. Magnúsdóttir, prófessor í frönsku máli og bókmenntum og forseti deildar erlendra tungumála Áslaug Helgadóttir, prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands Baldur Hafstað, prófessor við Menntavísindasvið Baldur Sigurðsson, dósent við Menntavísindasvið Benedikt Hjartarson, aðjúnkt í almennri bókmenntafræði Bergljót Soffía Kristjánsdóttir, prófessor í íslenskum bókmenntum Birna Arnbjörnsdóttir, prófessor í annarsmálsfræðum Björn Erlingsson, aðjúnkt í eðlisfræði hjá Keili Björn Ægir Norðfjörð, lektor í kvikmyndafræði Dagný Kristjánsdóttir, prófessor og forseti Íslensku- og menningardeildar Dögg Pálsdóttir, aðjúnkt við lagadeild HR Egill Benedikt Hreinsson, prófessor í rafmagns- og tölvuverkfræði Einar Sigurbjörnsson, prófessor í guðfræði Eiríkur Bergmann, dósent í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslenskri málfræði Eiríkur Smári Sigurðarson, rannsóknastjóri Hugvísindasviði Emil B. Karlsson, forstöðumaður Rannsóknaseturs verslunarinnar við Háskólann á Bifröst Erla Erlendsdóttir, dósent í spænsku máli og bókmenntum Gauti Kristmannsson, dósent í þýðingafræði Geir Sigurðsson, dósent í kínverskum fræðum Gísli Pálsson, prófessor í mannfræði Gísli Sigurðsson, rannsóknaprófessor við Árnastofnun og stundakennari í þjóðfræði Gottskálk Jensson, prófessor í almennri bókmenntafræði Guðmundur Hrafn Guðmundsson, prófessor í frumulíffræði Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði Guðmundur Ólafsson, lektor Viðskiptadeild HÍ og Háskólans á Bifröst Guðni Elísson, prófessor í almennri bókmenntafræði Guðrún Kvaran, prófessor á Hugvísindasviði og Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum Guðrún Þórhallsdóttir, dósent í íslenskri málfræði Gunnlaugur A. Jónsson, prófessor í guðfræði og ritskýringu Gamla testamentisins Gunnþórunn Guðmundsdóttir, dósent í almennri bókmenntafræði Gylfi Magnússon, dósent í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Halldóra Guðrún Ísleifsdóttir, fagstjóri og lektor í grafískri hönnun við Hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands Hanna Óladóttir, aðjúnkt í íslensku Haraldur Bernharðsson, sérfræðingur við Hugvísindastofnun Haukur Ingi Jónasson forstöðumaður MPM-máms tækni- og verkfræðideildar Háskólans í Reykjavík Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði Hólmfríður Garðarsdóttir, prófessor í spænsku Hrafnhildur Ragnarsdóttir, prófessor við Menntavísindasvið Hrefna Marín Gunnarsdóttir, lektor í rafmagns- og tölvuverkfræðideild Hulda Stefánsdóttir, prófessor Myndlistadeild LHÍ Höskuldur Þráinsson, prófessor í íslensku nútímamáli Ingibjörg Ingvadóttir, lektor í lögfræði við Háskólann á Bifröst Irma Erlingsdóttir, lektor í frönskum samtímabókmenntum Jón Ma. Ásgeirsson, prófessor í nýjatestamentisfræðum Jón Gunnar Bernburg, prófessor í félagsfræði Jón G. Friðjónsson, prófessor í íslensku sem öðru máli Jón Hallsteinn Hallsson, dósent við Auðlindadeild Landbúnaðarháskóla Íslands og aðjúnkt við Læknadeild Háskóla Íslands Jón Axel Harðarson, prófessor í íslenskri málfræði Jón Karl Helgason, dósent í íslensku sem öðru máli Jón Freyr Jóhannsson, aðjúnkt í viðskiptafræði við Háskólann á Bifröst Jón Hilmar Jónsson, rannsóknarprófessor, Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum Jón Ólafsson prófessor í heimspeki og aðstoðarrektor Háskólans á Bifröst Jörgen L. Pind, prófessor í sálfræði Kristinn Ólason, framkvæmdastjóri OTSEM, alþjóðlegra samtaka um doktorsnám í G.t.-fræðum, Guðfræði- og trúarbragðadeild Kristín Guðrún Jónsdóttir, aðjúnkt í spænskum og rómönsk-amerískum fræðum Kristín Loftsdóttir, prófessor í mannfræði Kristján Árnason, prófessor í íslenskri málfræði Kristján Kristjánsson, Forstöðumaður Rannsóknarþjónusta HR Magnús Þorkell Bernharðsson, dósent í sagnfræði og forstöðumaður alþjóðamáladeildar Williams College, gistikennari við Guðfræði- og trúarbragðadeild HÍ Magnús Fjalldal, prófessor í ensku Magnús Snædal, prófessor í almennum málvísindum Margrét Eggertsdóttir, rannsóknarprófessor á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum Margrét Jónsdóttir, prófessor í íslensku sem öðru máli Marion Lerner, aðjúnkt í þýðingafræði Njörður Sigurjónsson, lektor í menningarstjórnun við Háskólann á Bifröst Oddný G. Sverrisdóttir, prófessor í þýsku Ólafur Ísleifsson, lektor í hagfræði við Háskólann í Reykjavík Pétur Knútsson, dósent í enskum málvísindum Pétur Pétursson, prófessor í guðfræði Ragnar Ingi Aðalsteinsson aðjúnkt í íslensku Rannveig Sverrisdóttir, lektor í táknmálsfræði Rebekka Þráinsdóttir, aðjúnkt í rússnesku Rúnar Helgi Vignisson, lektor í ritlist Rögnvaldur Ólafsson, forstöðumaður Stofnunar rannsóknasetra HÍ Sigfinnur Þorleifsson, lektor í sálgæslu Sigríður Magnúsdóttir, dósent við Læknadeild Sigríður Sigurjónsdóttir, prófessor í íslenskri málfræði Sigrún Birgisdóttir, lektor og fagstjóri í arkitektúr við Hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands Sigurður Konráðsson prófessor í íslenskri málfræði Sigurður Pálsson, doktor í menntunarfræðum, fyrrv. kennari við KHÍ og guðfræðideild Sigurjón Baldur Hafsteinsson, lektor í safnafræði Sigurlína Davíðsdóttir prófessor í uppeldis- og menntunarfræði Snæfríður Baldvinsdóttir, aðjúnkt við félagsvísindadeild Háskólans á Bifröst Sólveig Anna Bóasdóttir, forseti Guðfræði- og trúarbragðafræðideildar Stefán Kalmansson aðjúnkt í viðskiptafræði við Háskólann á Bifröst Svanhildur Óskarsdóttir, rannsóknadósent við Árnastofnun Svanur Kristjánsson, prófessor í stjórnmálafræði Sveinn Eggertsson, lektor í mannfræði Sverrir Tómasson, rannsóknarprófessor handritasviði Stofnunar Árna Magnússonar Terry Gunnell, prófessor í þjóðfræði Valdimar Tr. Hafstein, dósent í þjóðfræði Valur Ingimundarson, prófessor í sagnfræði Þorbjörn Broddason, prófessor í félagsfræði Þórður Ingi Guðjónsson, ritstjóri og stundakennari við HÍ Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði Æsa Sigurjónsdóttir, lektor í listfræði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Skoðun Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir skrifar Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar Skoðun 60% landsmanna á móti vopnakaupunum Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarna daga hefur hart verið tekist á um mál Bjarna Randvers Sigurvinssonar, stundakennara við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands. Þótt útilokað sé að greiða úr öllum flækjum í svo stuttri umfjöllun er rétt að rekja hér mikilvægustu ágreiningsatriði málsins. Deilan er flókin vegna þess hve umfangsmikil hún er, en rökræðurnar á síðustu dögum hafa ekki síður snúist um aukaatriði en aðalatriði og stundum falið í sér hreinar rangfærslur. Meginatriði málsins eru þó einföld. Strax í upphafi kæruferlisins, snemma árs 2010, braut Siðanefnd Háskóla Íslands á rétti stundakennara við HÍ með svo alvarlegum hætti að hún spillti málinu öllu. Siðanefnd lagði fram sáttatillögu þar sem fallast átti á sekt kennarans án samþykkis hans. Þetta gerðist áður en siðanefndin hafði aflað sér gagna í málinu og var kennaranum með öllu haldið utan við málsmeðferðina. Ekkert í gögnum málsins bendir til þess að kennarinn hafi á neinn hátt gerst brotlegur við siðareglur HÍ. Fyrir liggja yfirlýsingar frá sjö nemendum er sátu námskeið Bjarna um nýtrúarhreyfingar og segja þau öll kennsluna hafa verið til fyrirmyndar, hvergi hafi verið hallað á Vantrú eða aðrar trúleysishreyfingar. Þessar yfirlýsingar eru studdar af greinargerðum tíu sérfræðinga í túlkunarvísindum sem allir lýsa því yfir að ekkert sé út á kennsluglærur Bjarna Randvers að setja. Margir þessara sérfræðinga þekktu ekkert til Bjarna áður en þeir skrifuðu greinargerðir sínar. Síðast en ekki síst fóru svo fjörutíu háskólakennarar yfir þau málsgögn sem lágu fyrir og komust að þeirri niðurstöðu að Bjarni hefði ekki á neinn hátt gerst brotlegur við siðareglur og að ekkert tilefni væri til að gagnrýna kennslugögn hans í námskeiðinu. Skýrsla rannsóknarnefndar þeirrar sem háskólaráð skipaði er alvarlegur áfellisdómur um vinnubrögð siðanefndarinnar, sem því miður tók afstöðu gegn Bjarna Randveri með sáttatillögu þar sem Guðfræði- og trúarbragðafræðideild átti að „viðurkenna og harma, að kennsluefnið feli ekki í sér hlutlæga og sanngjarna umfjöllun um félagið Vantrú, málstað þess og einstaka félagsmenn". Kærandinn fékk sáttatillöguna í hendur og hefur beitt henni í opinberum málflutningi sínum enda þótt tillögunni væri með öllu hafnað á kennarafundi Guðfræði- og trúarbragðafræðideildar. Af máli ýmissa Vantrúarfélaga má ráða að gagnrýni háskólamanna á meðferð kærumálsins beinist gegn Vantrú og einstaklingum sem styðja þau samtök. Það er rangt. Gagnrýnin beinist að vinnuaðferðum siðanefndar í málinu. Einstaklingum, fyrirtækjum og félagasamtökum hlýtur að vera frjálst að gagnrýna það sem fram fer innan veggja HÍ, en að sama skapi ber skólanum sem akademískri stofnun að standa vörð um það mikilvæga starf sem þar fer fram og vernda starfsmenn sína fyrir óréttmætum ásökunum og óeðlilegum þrýstingi. Eða eiga stjórnmálaflokkar, hagsmunasamtök, þrýstihópar og aðrir utanaðkomandi aðilar að geta stýrt því hvernig fjallað er um þá í háskólakennslu? Ættu til dæmis bankamenn að athuga allar glærur sem notaðar eru til að ræða um siðfræði í tengslum við bankahrunið? Að þessu sögðu er rétt að benda á að kennsluglærur Bjarna Randvers reyna á engan hátt á mörk akademísks frelsis þótt slíkt hafi verið gefið í skyn. Að sögn nemenda í námskeiði Bjarna var kennslan á engan hátt ögrandi og tilvitnanir á glærum voru í eðlilegu fræðilegu samhengi. Gagnrýni formanns siðanefndar HÍ í Morgunblaðinu 8. des. sl. er sorglegur vitnisburður um þekkingarleysi á því hvað felst í kennslu á sviðum hug- og félagsvísinda. Ef siðanefnd HÍ telur að í kennsluglærum Bjarna sé að finna ámælisverð atriði má allt eins hætta að nota glærur í kennslu við Háskóla Íslands, kennarar geta látið vera að setja glærur sínar á vefsíður námskeiða, og hverfa má frá að taka upp kennslustundir fyrir fjarnema. Því þá er sýnt að í framtíðinni verður enginn kennari lengur óhultur fyrir kærum utan úr bæ, enda líklega hægt að finna eitthvað sem einhver er ósammála í glærupökkum flestallra kennara á Íslandi, hvort sem þeir kenna við HÍ eða aðra skóla landsins. Slíkt ástand væri ekki aðeins gríðarleg afturför í allri kennslu heldur hreinlega aðför að öllu skólastarfi í landinu. Virðingarfyllst, Aðalheiður Lilja Guðmundsdóttir, aðjúnkt og fagstjóri fræðigreina í myndlistardeild LHÍ, Annadís Rúdólfsdóttir, námsstjóri Alþjóðlega jafnréttisskólans, Arnfríður Guðmundsdóttir, prófessor í samstæðilegri guðfræði, Ari Páll Kristinsson, rannsóknarprófessor, Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Arnar Þór Jónsson, hrl., sérfræðingur við Lagadeild HR, Auður H. Ingólfsdóttir, lektor og sviðsstjóri félagsvísindasviðs Háskólans á Bifröst Auður Ólafsdóttir, lektor í listfræði Ágúst Einarsson, prófessor í hagfræði og fyrrverandi rektor Háskólans á Bifröst Árelía Eydís Guðmundsdóttir, dósent viðskiptafræðideild Ármann Jakobsson, dósent íslenskum bókmenntum Ásdís Egilsdóttir, prófessor í íslenskum miðaldabókmenntum Ásdís Guðmundsdóttir, kennslustjóri Hugvísindasviði Ásdís R. Magnúsdóttir, prófessor í frönsku máli og bókmenntum og forseti deildar erlendra tungumála Áslaug Helgadóttir, prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands Baldur Hafstað, prófessor við Menntavísindasvið Baldur Sigurðsson, dósent við Menntavísindasvið Benedikt Hjartarson, aðjúnkt í almennri bókmenntafræði Bergljót Soffía Kristjánsdóttir, prófessor í íslenskum bókmenntum Birna Arnbjörnsdóttir, prófessor í annarsmálsfræðum Björn Erlingsson, aðjúnkt í eðlisfræði hjá Keili Björn Ægir Norðfjörð, lektor í kvikmyndafræði Dagný Kristjánsdóttir, prófessor og forseti Íslensku- og menningardeildar Dögg Pálsdóttir, aðjúnkt við lagadeild HR Egill Benedikt Hreinsson, prófessor í rafmagns- og tölvuverkfræði Einar Sigurbjörnsson, prófessor í guðfræði Eiríkur Bergmann, dósent í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslenskri málfræði Eiríkur Smári Sigurðarson, rannsóknastjóri Hugvísindasviði Emil B. Karlsson, forstöðumaður Rannsóknaseturs verslunarinnar við Háskólann á Bifröst Erla Erlendsdóttir, dósent í spænsku máli og bókmenntum Gauti Kristmannsson, dósent í þýðingafræði Geir Sigurðsson, dósent í kínverskum fræðum Gísli Pálsson, prófessor í mannfræði Gísli Sigurðsson, rannsóknaprófessor við Árnastofnun og stundakennari í þjóðfræði Gottskálk Jensson, prófessor í almennri bókmenntafræði Guðmundur Hrafn Guðmundsson, prófessor í frumulíffræði Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði Guðmundur Ólafsson, lektor Viðskiptadeild HÍ og Háskólans á Bifröst Guðni Elísson, prófessor í almennri bókmenntafræði Guðrún Kvaran, prófessor á Hugvísindasviði og Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum Guðrún Þórhallsdóttir, dósent í íslenskri málfræði Gunnlaugur A. Jónsson, prófessor í guðfræði og ritskýringu Gamla testamentisins Gunnþórunn Guðmundsdóttir, dósent í almennri bókmenntafræði Gylfi Magnússon, dósent í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Halldóra Guðrún Ísleifsdóttir, fagstjóri og lektor í grafískri hönnun við Hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands Hanna Óladóttir, aðjúnkt í íslensku Haraldur Bernharðsson, sérfræðingur við Hugvísindastofnun Haukur Ingi Jónasson forstöðumaður MPM-máms tækni- og verkfræðideildar Háskólans í Reykjavík Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði Hólmfríður Garðarsdóttir, prófessor í spænsku Hrafnhildur Ragnarsdóttir, prófessor við Menntavísindasvið Hrefna Marín Gunnarsdóttir, lektor í rafmagns- og tölvuverkfræðideild Hulda Stefánsdóttir, prófessor Myndlistadeild LHÍ Höskuldur Þráinsson, prófessor í íslensku nútímamáli Ingibjörg Ingvadóttir, lektor í lögfræði við Háskólann á Bifröst Irma Erlingsdóttir, lektor í frönskum samtímabókmenntum Jón Ma. Ásgeirsson, prófessor í nýjatestamentisfræðum Jón Gunnar Bernburg, prófessor í félagsfræði Jón G. Friðjónsson, prófessor í íslensku sem öðru máli Jón Hallsteinn Hallsson, dósent við Auðlindadeild Landbúnaðarháskóla Íslands og aðjúnkt við Læknadeild Háskóla Íslands Jón Axel Harðarson, prófessor í íslenskri málfræði Jón Karl Helgason, dósent í íslensku sem öðru máli Jón Freyr Jóhannsson, aðjúnkt í viðskiptafræði við Háskólann á Bifröst Jón Hilmar Jónsson, rannsóknarprófessor, Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum Jón Ólafsson prófessor í heimspeki og aðstoðarrektor Háskólans á Bifröst Jörgen L. Pind, prófessor í sálfræði Kristinn Ólason, framkvæmdastjóri OTSEM, alþjóðlegra samtaka um doktorsnám í G.t.-fræðum, Guðfræði- og trúarbragðadeild Kristín Guðrún Jónsdóttir, aðjúnkt í spænskum og rómönsk-amerískum fræðum Kristín Loftsdóttir, prófessor í mannfræði Kristján Árnason, prófessor í íslenskri málfræði Kristján Kristjánsson, Forstöðumaður Rannsóknarþjónusta HR Magnús Þorkell Bernharðsson, dósent í sagnfræði og forstöðumaður alþjóðamáladeildar Williams College, gistikennari við Guðfræði- og trúarbragðadeild HÍ Magnús Fjalldal, prófessor í ensku Magnús Snædal, prófessor í almennum málvísindum Margrét Eggertsdóttir, rannsóknarprófessor á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum Margrét Jónsdóttir, prófessor í íslensku sem öðru máli Marion Lerner, aðjúnkt í þýðingafræði Njörður Sigurjónsson, lektor í menningarstjórnun við Háskólann á Bifröst Oddný G. Sverrisdóttir, prófessor í þýsku Ólafur Ísleifsson, lektor í hagfræði við Háskólann í Reykjavík Pétur Knútsson, dósent í enskum málvísindum Pétur Pétursson, prófessor í guðfræði Ragnar Ingi Aðalsteinsson aðjúnkt í íslensku Rannveig Sverrisdóttir, lektor í táknmálsfræði Rebekka Þráinsdóttir, aðjúnkt í rússnesku Rúnar Helgi Vignisson, lektor í ritlist Rögnvaldur Ólafsson, forstöðumaður Stofnunar rannsóknasetra HÍ Sigfinnur Þorleifsson, lektor í sálgæslu Sigríður Magnúsdóttir, dósent við Læknadeild Sigríður Sigurjónsdóttir, prófessor í íslenskri málfræði Sigrún Birgisdóttir, lektor og fagstjóri í arkitektúr við Hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands Sigurður Konráðsson prófessor í íslenskri málfræði Sigurður Pálsson, doktor í menntunarfræðum, fyrrv. kennari við KHÍ og guðfræðideild Sigurjón Baldur Hafsteinsson, lektor í safnafræði Sigurlína Davíðsdóttir prófessor í uppeldis- og menntunarfræði Snæfríður Baldvinsdóttir, aðjúnkt við félagsvísindadeild Háskólans á Bifröst Sólveig Anna Bóasdóttir, forseti Guðfræði- og trúarbragðafræðideildar Stefán Kalmansson aðjúnkt í viðskiptafræði við Háskólann á Bifröst Svanhildur Óskarsdóttir, rannsóknadósent við Árnastofnun Svanur Kristjánsson, prófessor í stjórnmálafræði Sveinn Eggertsson, lektor í mannfræði Sverrir Tómasson, rannsóknarprófessor handritasviði Stofnunar Árna Magnússonar Terry Gunnell, prófessor í þjóðfræði Valdimar Tr. Hafstein, dósent í þjóðfræði Valur Ingimundarson, prófessor í sagnfræði Þorbjörn Broddason, prófessor í félagsfræði Þórður Ingi Guðjónsson, ritstjóri og stundakennari við HÍ Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði Æsa Sigurjónsdóttir, lektor í listfræði
Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar