Fáni Palestínu dreginn að húni í Unesco í dag 13. desember 2011 06:00 Í dag, 13. desember, bætist nýr fáni við fánaborg alþjóðasamfélagsins í höfuðstöðvum Unesco í París: Fáni Palestínumanna. Fyrir sex vikum samþykktu ríki heims með yfirgnæfandi meirihluta umsókn Palestínu um að gerast fullgildur meðlimur Unesco, mennta-, vísinda-, fjölmiðla- og menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Palestína hefur átt áheyrnarfulltrúa á fundum stofnunarinnar frá 1974 en aðildin nú markar þáttaskil í baráttu palestínsku þjóðarinnar fyrir eigin ríki og fullveldi í eigin málum. Alþjóðasamfélagið í Unesco viðurkennir Palestínumenn sem þjóð meðal þjóða, með sömu réttindi og skyldur og önnur ríki á fundum stofnunarinnar. Undirritaður var í íslensku sendinefndinni. Það lá spenna í loftinu vegna atkvæðagreiðslunnar alla vikuna frá því að aðalráðstefna Unesco hófst, en mánudaginn 31. október er óhætt að segja að loft hafi verið lævi blandið. Af öllu mátti ráða að mikið var í húfi. Klukkustund fyrir atkvæðagreiðslu var drjúgur hluti fulltrúa ekki enn kominn með fyrirmæli að heiman. Fulltrúar Íslands voru hins vegar nestaðir með skýra afstöðu: Ísland styður sjálfstætt ríki Palestínumanna og fulla aðild þeirra að Unesco og Sameinuðu þjóðunum. Með og á móti aðildÍsland var eitt af 107 ríkjum sem greiddu aðild Palestínu að Unesco atkvæði sitt. 14 ríki greiddu atkvæði gegn aðild Palestínu og 52 ríki sátu hjá. Tvo þriðju hluta greiddra atkvæða þurfti til að samþykkja aðildina, eða 81 atkvæði (hjáseta telst ekki með greiddum atkvæðum), svo niðurstaðan var afgerandi. Bak við tjöldin hafði verið gerð ítrekuð tilraun til að fá Palestínumenn til að draga umsóknina til baka og sættast á málamiðlun, en sennilega var alltaf langsótt að ætla að ná lendingu einhvers staðar á milli þess að fá fulla aðild eða fá hana ekki. Ríki Evrópusambandsins reyndu hvað þau gátu að ná samstöðu í sínum röðum um að sitja hjá, en svo fór að lokum að ellefu Evrópusambandsríki greiddu aðild Palestínu atkvæði (Austurríki, Belgía, Finnland, Frakkland, Grikkland, Írland, Kýpur, Lúxemborg, Malta, Slóvenía og Spánn) og fimm greiddu atkvæði gegn henni (Holland, Litháen, Svíþjóð, Tékkland og Þýskaland). Hin ellefu ríki sambandsins sátu hjá. Norðurlandaríkin voru þríklofin í afstöðu sinni, en það er fáheyrt: Íslendingar, Norðmenn og Finnar sögðu já, Svíar sögðu nei og Danir sátu hjá. Afstaða Dana og Svía olli mörgum vonbrigðum, sérstaklega þó að Svíþjóð skyldi greiða atkvæði gegn aðild Palestínu. Afstaða Svíþjóðar markaði brotthvarf frá pólitískri arfleifð Olofs Palme og Stens Andersson og arftaka þeirra sem hafa löngum talað máli Palestínumanna á alþjóðavettvangi. Utanríkisráðherra Palestínu snortinnÞegar fundarstjóri lýsti niðurstöðunni kvað við dynjandi lófatak svo undir tók í salnum. Fundarmenn risu úr sætum, fögnuðu og buðu Palestínumenn velkomna. Utanríkisráðherra Palestínu var snortinn. Hann færði alþjóðasamfélaginu þakkir fyrir hönd þjóðar sinnar og fullvissaði þá sem ekki greiddu atkvæði með aðild Palestínu um að það yrði ekki erft. Ísraelski sendiherrann var sessunautur Íslendinga. Hann var búinn undir þessa niðurstöðu og fordæmdi hana: Unesco ætti að fást við vísindi, sagði hann, en „með því að hleypa ríki sem ekki er til inn í Unesco hafa aðildarríkin gengist vísindaskáldskapnum á hönd“. Áður en gengið var til atkvæða lagði sendiherra Bandaríkjanna áherslu á að friðarsamningar við Ísrael væru eina færa leiðin að sjálfstæði Palestínumanna. Hann reyndi að sannfæra fulltrúa annarra þjóða um að ótímabært væri að greiða atkvæði um aðild Palestínu og það ynni í reynd gegn friði fyrir botni Miðjarðarhafs. Hann minnti á að samkvæmt stofnskrá samtakanna frá 1945 væri höfuðskylda Unesco einmitt „að byggja varnir friðarins í hugum manna og kvenna, enda hefjist stríðin þar“. Fáir fulltrúar reyndust deila túlkun Bandaríkjamanna. Því skyldu tvö ríki með sömu réttarstöðu eiga óhægara um vik að semja um frið sín á milli en fullvalda ríki annars vegar og flóttafólk í eigin landi hins vegar? Og hversu lengi er hægt að bíða og sjá? Áfall fyrir BandaríkjaforsetaFimmtán ára gömul bandarísk lög kveða á um að ríkisstjórninni sé óheimilt að greiða framlög til þeirra stofnana Sameinuðu þjóðanna sem Palestína er fullgildur aðili að. Framlag Bandaríkjanna nemur 22% af heildarframlögum til Unesco. Niðurstaðan er áfall fyrir Bandaríkjaforseta og ríkisstjórnina, en Obama hefur lagt áherslu á að vinna innan og með Sameinuðu þjóðunum. Bandaríkjaþing hefur á valdi sínu að breyta lögunum en lítill vilji virðist vera til þess í fulltrúadeildinni, þar sem repúblíkanar ráða ferðinni. Eftir að niðurstaðan var tilkynnt tók bandaríski sendiherrann aftur til máls. Að þessu sinni lagði hann áherslu á mikilvægi þess starfs sem Unesco ynni og ítrekaði að Bandaríkin ættu samleið með alþjóðasamfélaginu í þessu starfi. Hann fullyrti að bandarísk stjórnvöld myndu leita allra leiða til að halda áfram að styðja við og styrkja starfsemi Unesco, þótt vissulega yrði á brattann að sækja. Fréttir herma nú að Obama sé að leita sátta við þingið en að það sækist seint. 22% niðurskurður fram undanUndirritaður upplifði þessa atkvæðagreiðslu sem sögulega stund og þótti forréttindi að taka þátt. Haft var á orði í íslensku sendinefndinni að þennan síðasta dag í október hefði arabíska vorið borist til Parísar. Sérstaklega var ljúft að mega ljá Palestínumönnum stuðning Íslendinga á vegferðinni til sjálfstæðis. Því er hins vegar við að bæta að mikill niðurskurður blasir við, greiði Bandaríkin ekki reglubundið framlag til Unesco. Niðurskurðurinn mun bitna á öllu starfi stofnunarinnar, hvort sem horft er til uppbyggingar á menntun fyrir ungar stúlkur í Afganistan, baráttunnar fyrir öryggi blaðamanna, varðveislu menningararfs í útrýmingarhættu, þróunarstarfs fyrir flóðbylgjuviðvörunarkerfi eða annarra verkefna sem Unesco leiðir og heimsbyggðin á mikið undir að vel takist til með. Niðurskurðurinn veikir möguleika Unesco á að styðja við stöðugleika í heiminum, við frjálsa hugsun og tjáningarfrelsi, við menntun, mannréttindi og jafnrétti, við varðveislu menningararfsins og við opin og lýðræðisleg samfélög. 22% niðurskurður á heildarútgjöldum verður ekki sársaukalaus og hann næst ekki með hagræðingu einni saman. Um þetta voru þátttakendur á aðalráðstefnunni meðvitaðir, en það er einu sinni svo að Bandaríkjamenn eru ekki með neitunarvald í þessari stofnun og almenna viðhorfið var að þeir gætu ekki tekið sér slíkt vald í krafti hótunar um að draga til baka fjárframlög sín, hvernig svo sem háttar til um bandaríska löggjöf og innanríkispólitík. Við lok aðalráðstefnunnar var tilkynnt um stofnun neyðarsjóðs sem tekur á móti frjálsum framlögum frá aðildarríkjum, styrktarsjóðum og einstaklingum – öllum sem vilja leggja eitthvað af mörkum til að tryggja að Unesco haldi óhindrað áfram uppbyggingarstarfinu í þágu friðar á jörðu, frelsis, jafnréttis og bræðralags. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Í dag, 13. desember, bætist nýr fáni við fánaborg alþjóðasamfélagsins í höfuðstöðvum Unesco í París: Fáni Palestínumanna. Fyrir sex vikum samþykktu ríki heims með yfirgnæfandi meirihluta umsókn Palestínu um að gerast fullgildur meðlimur Unesco, mennta-, vísinda-, fjölmiðla- og menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Palestína hefur átt áheyrnarfulltrúa á fundum stofnunarinnar frá 1974 en aðildin nú markar þáttaskil í baráttu palestínsku þjóðarinnar fyrir eigin ríki og fullveldi í eigin málum. Alþjóðasamfélagið í Unesco viðurkennir Palestínumenn sem þjóð meðal þjóða, með sömu réttindi og skyldur og önnur ríki á fundum stofnunarinnar. Undirritaður var í íslensku sendinefndinni. Það lá spenna í loftinu vegna atkvæðagreiðslunnar alla vikuna frá því að aðalráðstefna Unesco hófst, en mánudaginn 31. október er óhætt að segja að loft hafi verið lævi blandið. Af öllu mátti ráða að mikið var í húfi. Klukkustund fyrir atkvæðagreiðslu var drjúgur hluti fulltrúa ekki enn kominn með fyrirmæli að heiman. Fulltrúar Íslands voru hins vegar nestaðir með skýra afstöðu: Ísland styður sjálfstætt ríki Palestínumanna og fulla aðild þeirra að Unesco og Sameinuðu þjóðunum. Með og á móti aðildÍsland var eitt af 107 ríkjum sem greiddu aðild Palestínu að Unesco atkvæði sitt. 14 ríki greiddu atkvæði gegn aðild Palestínu og 52 ríki sátu hjá. Tvo þriðju hluta greiddra atkvæða þurfti til að samþykkja aðildina, eða 81 atkvæði (hjáseta telst ekki með greiddum atkvæðum), svo niðurstaðan var afgerandi. Bak við tjöldin hafði verið gerð ítrekuð tilraun til að fá Palestínumenn til að draga umsóknina til baka og sættast á málamiðlun, en sennilega var alltaf langsótt að ætla að ná lendingu einhvers staðar á milli þess að fá fulla aðild eða fá hana ekki. Ríki Evrópusambandsins reyndu hvað þau gátu að ná samstöðu í sínum röðum um að sitja hjá, en svo fór að lokum að ellefu Evrópusambandsríki greiddu aðild Palestínu atkvæði (Austurríki, Belgía, Finnland, Frakkland, Grikkland, Írland, Kýpur, Lúxemborg, Malta, Slóvenía og Spánn) og fimm greiddu atkvæði gegn henni (Holland, Litháen, Svíþjóð, Tékkland og Þýskaland). Hin ellefu ríki sambandsins sátu hjá. Norðurlandaríkin voru þríklofin í afstöðu sinni, en það er fáheyrt: Íslendingar, Norðmenn og Finnar sögðu já, Svíar sögðu nei og Danir sátu hjá. Afstaða Dana og Svía olli mörgum vonbrigðum, sérstaklega þó að Svíþjóð skyldi greiða atkvæði gegn aðild Palestínu. Afstaða Svíþjóðar markaði brotthvarf frá pólitískri arfleifð Olofs Palme og Stens Andersson og arftaka þeirra sem hafa löngum talað máli Palestínumanna á alþjóðavettvangi. Utanríkisráðherra Palestínu snortinnÞegar fundarstjóri lýsti niðurstöðunni kvað við dynjandi lófatak svo undir tók í salnum. Fundarmenn risu úr sætum, fögnuðu og buðu Palestínumenn velkomna. Utanríkisráðherra Palestínu var snortinn. Hann færði alþjóðasamfélaginu þakkir fyrir hönd þjóðar sinnar og fullvissaði þá sem ekki greiddu atkvæði með aðild Palestínu um að það yrði ekki erft. Ísraelski sendiherrann var sessunautur Íslendinga. Hann var búinn undir þessa niðurstöðu og fordæmdi hana: Unesco ætti að fást við vísindi, sagði hann, en „með því að hleypa ríki sem ekki er til inn í Unesco hafa aðildarríkin gengist vísindaskáldskapnum á hönd“. Áður en gengið var til atkvæða lagði sendiherra Bandaríkjanna áherslu á að friðarsamningar við Ísrael væru eina færa leiðin að sjálfstæði Palestínumanna. Hann reyndi að sannfæra fulltrúa annarra þjóða um að ótímabært væri að greiða atkvæði um aðild Palestínu og það ynni í reynd gegn friði fyrir botni Miðjarðarhafs. Hann minnti á að samkvæmt stofnskrá samtakanna frá 1945 væri höfuðskylda Unesco einmitt „að byggja varnir friðarins í hugum manna og kvenna, enda hefjist stríðin þar“. Fáir fulltrúar reyndust deila túlkun Bandaríkjamanna. Því skyldu tvö ríki með sömu réttarstöðu eiga óhægara um vik að semja um frið sín á milli en fullvalda ríki annars vegar og flóttafólk í eigin landi hins vegar? Og hversu lengi er hægt að bíða og sjá? Áfall fyrir BandaríkjaforsetaFimmtán ára gömul bandarísk lög kveða á um að ríkisstjórninni sé óheimilt að greiða framlög til þeirra stofnana Sameinuðu þjóðanna sem Palestína er fullgildur aðili að. Framlag Bandaríkjanna nemur 22% af heildarframlögum til Unesco. Niðurstaðan er áfall fyrir Bandaríkjaforseta og ríkisstjórnina, en Obama hefur lagt áherslu á að vinna innan og með Sameinuðu þjóðunum. Bandaríkjaþing hefur á valdi sínu að breyta lögunum en lítill vilji virðist vera til þess í fulltrúadeildinni, þar sem repúblíkanar ráða ferðinni. Eftir að niðurstaðan var tilkynnt tók bandaríski sendiherrann aftur til máls. Að þessu sinni lagði hann áherslu á mikilvægi þess starfs sem Unesco ynni og ítrekaði að Bandaríkin ættu samleið með alþjóðasamfélaginu í þessu starfi. Hann fullyrti að bandarísk stjórnvöld myndu leita allra leiða til að halda áfram að styðja við og styrkja starfsemi Unesco, þótt vissulega yrði á brattann að sækja. Fréttir herma nú að Obama sé að leita sátta við þingið en að það sækist seint. 22% niðurskurður fram undanUndirritaður upplifði þessa atkvæðagreiðslu sem sögulega stund og þótti forréttindi að taka þátt. Haft var á orði í íslensku sendinefndinni að þennan síðasta dag í október hefði arabíska vorið borist til Parísar. Sérstaklega var ljúft að mega ljá Palestínumönnum stuðning Íslendinga á vegferðinni til sjálfstæðis. Því er hins vegar við að bæta að mikill niðurskurður blasir við, greiði Bandaríkin ekki reglubundið framlag til Unesco. Niðurskurðurinn mun bitna á öllu starfi stofnunarinnar, hvort sem horft er til uppbyggingar á menntun fyrir ungar stúlkur í Afganistan, baráttunnar fyrir öryggi blaðamanna, varðveislu menningararfs í útrýmingarhættu, þróunarstarfs fyrir flóðbylgjuviðvörunarkerfi eða annarra verkefna sem Unesco leiðir og heimsbyggðin á mikið undir að vel takist til með. Niðurskurðurinn veikir möguleika Unesco á að styðja við stöðugleika í heiminum, við frjálsa hugsun og tjáningarfrelsi, við menntun, mannréttindi og jafnrétti, við varðveislu menningararfsins og við opin og lýðræðisleg samfélög. 22% niðurskurður á heildarútgjöldum verður ekki sársaukalaus og hann næst ekki með hagræðingu einni saman. Um þetta voru þátttakendur á aðalráðstefnunni meðvitaðir, en það er einu sinni svo að Bandaríkjamenn eru ekki með neitunarvald í þessari stofnun og almenna viðhorfið var að þeir gætu ekki tekið sér slíkt vald í krafti hótunar um að draga til baka fjárframlög sín, hvernig svo sem háttar til um bandaríska löggjöf og innanríkispólitík. Við lok aðalráðstefnunnar var tilkynnt um stofnun neyðarsjóðs sem tekur á móti frjálsum framlögum frá aðildarríkjum, styrktarsjóðum og einstaklingum – öllum sem vilja leggja eitthvað af mörkum til að tryggja að Unesco haldi óhindrað áfram uppbyggingarstarfinu í þágu friðar á jörðu, frelsis, jafnréttis og bræðralags.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun