„Æ, hann er bara skotinn í þér“ 1. desember 2011 06:00 Hver þekkir ekki þennan gamla frasa? Ég get sjálf ekki talið á fingrum annarrar handar hversu oft þetta var sagt við mig sem barn. Þegar ég heyrði þessi orð út undan mér á leikskólalóð fyrir stuttu tók hjartað í mér kipp og sú hugsun læddist að mér að í raun lýsir þessi setning og viðhorfin sem hún sýnir vel þeim vanda sem við stöndum frammi fyrir þegar kemur að ofbeldi karla gegn konum. Frasinn „Æ, hann er bara skotinn í þér“ endurspeglar sérkennilega sýn á samskipti kynjanna og sendir stelpum og strákum ákveðin skilaboð sem vert er að skoða betur. Frasinn felur í sér þau skilaboð að stelpur eiga ekki að kippa sér upp við stríðni strákanna og kvarta undan framkomu þeirra. Þvert á móti eiga þær að vera þakklátar fyrir þá athygli sem þær fá. Þetta leiðir óneitanlega til þess að grafa undan sjálfstrausti stelpna og getu þeirra til þess að setja mörk í samskiptum við aðra. Skilaboðin sem strákarnir fá eru engu skárri. Þeir læra að þeir þurfi ekki að virða þau mörk sem stelpur setja þeim í samskiptum og það sé í lagi að haga sér hvernig sem er til að fá athygli. Það hefur ekkert með það að gera hvort strákarnir séu skotnir í stelpunum í raun eða ekki, það skiptir ekki máli. Þeir fá hins vegar þau skilaboð að þetta sé eðlileg og árangursrík leið til að fanga athygli stúlkna. Eru þetta skilaboðin sem við viljum senda börnunum okkar? Hvers konar samskipti viljum við að börnin okkar tileinki sér? Ég geri mér grein fyrir því að markmið þeirra sem nota frasann eru ekki úthugsuð og yfirleitt eru þau sögð í hálfkæringi, uppgjöf eða gríni. Skilaboðin sem þau senda eru þó alltaf hin sömu. Aðstæðurnar sem kalla fram þennan gamla frasa eru í raun fullkomið tækifæri til að kenna börnum samskipti sem byggjast á gagnkvæmri virðingu. Sýnum stelpunum að þær eiga rétt á því að setja öðrum mörk og að það sé hlustað á þær ef þeim finnst gengið á rétt sinn og þurfa aðstoð. Kennum strákunum að biðjast afsökunar og leiðbeinum þeim við að finna aðrar leiðir til að eiga frumkvæði að samskiptum. Að læra samskipti sem einkennast af virðingu er flókið ferli sem krefst mikillar vinnu bæði af hálfu barnanna sjálfra og allra þeirra sem koma að uppeldi þeirra, hvort sem það eru foreldrar eða fagfólk. Þetta rótgróna viðhorf sem ég hef lýst hér vinnur gegn því að okkur takist að ala upp sjálfstæða einstaklinga sem eru öruggir í samskiptum við annað fólk, líka við fólkið sem það hrífst af. Setningin „Æ, hann er bara skotinn í þér“ er ein birtingarmynd menningarbundins vanda sem við verðum að vera meðvituð um og vinna markvisst gegn til að tryggja gagnkvæma virðingu í samskiptum kynjanna sem þau taka með sér inn í fullorðinsárin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Hver þekkir ekki þennan gamla frasa? Ég get sjálf ekki talið á fingrum annarrar handar hversu oft þetta var sagt við mig sem barn. Þegar ég heyrði þessi orð út undan mér á leikskólalóð fyrir stuttu tók hjartað í mér kipp og sú hugsun læddist að mér að í raun lýsir þessi setning og viðhorfin sem hún sýnir vel þeim vanda sem við stöndum frammi fyrir þegar kemur að ofbeldi karla gegn konum. Frasinn „Æ, hann er bara skotinn í þér“ endurspeglar sérkennilega sýn á samskipti kynjanna og sendir stelpum og strákum ákveðin skilaboð sem vert er að skoða betur. Frasinn felur í sér þau skilaboð að stelpur eiga ekki að kippa sér upp við stríðni strákanna og kvarta undan framkomu þeirra. Þvert á móti eiga þær að vera þakklátar fyrir þá athygli sem þær fá. Þetta leiðir óneitanlega til þess að grafa undan sjálfstrausti stelpna og getu þeirra til þess að setja mörk í samskiptum við aðra. Skilaboðin sem strákarnir fá eru engu skárri. Þeir læra að þeir þurfi ekki að virða þau mörk sem stelpur setja þeim í samskiptum og það sé í lagi að haga sér hvernig sem er til að fá athygli. Það hefur ekkert með það að gera hvort strákarnir séu skotnir í stelpunum í raun eða ekki, það skiptir ekki máli. Þeir fá hins vegar þau skilaboð að þetta sé eðlileg og árangursrík leið til að fanga athygli stúlkna. Eru þetta skilaboðin sem við viljum senda börnunum okkar? Hvers konar samskipti viljum við að börnin okkar tileinki sér? Ég geri mér grein fyrir því að markmið þeirra sem nota frasann eru ekki úthugsuð og yfirleitt eru þau sögð í hálfkæringi, uppgjöf eða gríni. Skilaboðin sem þau senda eru þó alltaf hin sömu. Aðstæðurnar sem kalla fram þennan gamla frasa eru í raun fullkomið tækifæri til að kenna börnum samskipti sem byggjast á gagnkvæmri virðingu. Sýnum stelpunum að þær eiga rétt á því að setja öðrum mörk og að það sé hlustað á þær ef þeim finnst gengið á rétt sinn og þurfa aðstoð. Kennum strákunum að biðjast afsökunar og leiðbeinum þeim við að finna aðrar leiðir til að eiga frumkvæði að samskiptum. Að læra samskipti sem einkennast af virðingu er flókið ferli sem krefst mikillar vinnu bæði af hálfu barnanna sjálfra og allra þeirra sem koma að uppeldi þeirra, hvort sem það eru foreldrar eða fagfólk. Þetta rótgróna viðhorf sem ég hef lýst hér vinnur gegn því að okkur takist að ala upp sjálfstæða einstaklinga sem eru öruggir í samskiptum við annað fólk, líka við fólkið sem það hrífst af. Setningin „Æ, hann er bara skotinn í þér“ er ein birtingarmynd menningarbundins vanda sem við verðum að vera meðvituð um og vinna markvisst gegn til að tryggja gagnkvæma virðingu í samskiptum kynjanna sem þau taka með sér inn í fullorðinsárin.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun