Ósanngjarn niðurskurður 30. nóvember 2011 06:00 Í skýrslu Capacent, sem unnin var fyrir sveitarfélagið Skagafjörð um niðurskurð til Heilbrigðisstofnunarinnar á Sauðárkróki (HS), kemur eftirfarandi fram: 1. Á verðlagi ársins 2012 er lækkun fjárveitinga frá 2008 34,1%. 2. Hagvöxtur hefur verið neikvæður í Skagafirði m.a. á góðæristímanum og íbúum hefur fækkað. Lækkun fjárveitinga til HS þykir líkleg til að veikja samfélagið. 3. Aldraðir eru hlutfallslega yfir landsmeðaltali og slakari grunnþjónusta mun fæla frá ungt fólk og hlutfall aldraðra hækka. 4. Þjónusta verður óhagkvæmari og faglega verr stödd við frekari hagræðingu, fagfólki mun fækka. 5. HS hefur verið látin bera meiri samdrátt en aðrar stofnanir án þess að greining á aðstæðum liggi fyrir. Um árabil hafa Skagfirðingar keyrt sitt samfélag áfram á vinnusemi og bjartsýni. Landsmenn þekkja ekki háværar raddir úr Skagafirði þar sem settar eru fram kröfur um eitt eða annað. Unnið hefur verið með stjórnvöldum og reynt að mæta þeim breytingum sem stjórnvöld boða með því að aðlaga sig að breyttum aðstæðum. Um árabil hafa sveitarfélögin og atvinnulífið sett mikla fjármuni í að standa af sér storminn í efnahags- og atvinnumálum en nú er þrekið tekið að þverra. Þrátt fyrir margar skýrslur sem sýna alltaf það sama að hagvöxtur sé neikvæður og opinber störf lífsnauðsynleg þá ætlar ríkisvaldið að gera í engu það sem barist hefur verið fyrir. Mælingar sýna að á eftir atvinnu þá eru það heilbrigðismálin sem mestu skipta þegar búseta er valin. Fólk vill öryggi. Gert er ráð fyrir að í Skagafirði muni íbúum fækka um 90 á þessu ári og stefnir í að íbúafjöldinn fari undir 4.000 íbúa í fyrsta sinn með tilheyrandi samfélagsáhrifum. Í Skagafirði er næg vinna og eftirspurn hefur verið eftir húsnæði og þjónusta sveitarfélaga til fyrirmyndar. Nú er svo komið að enginn skilur hvað stjórnvöldum gengur til. Hvers vegna er ekki hlustað? Hvað höfum við gert? Getur það verið að fækkun starfsmanna HS um u.þ.b. 30 á átta árum sé til þess að réttlæta og fjármagna nýjan Landspítala? Hvernig er hægt að rökstyðja skerðingu á þjónustu þannig að sjúklingar þurfi að sækja þjónustu annað um leið og hætt er að styðja við flug til Sauðárkróks þannig að það mun einnig leggjast af? Þenslan kom ekki við í Skagafirði fremur en á flestum stöðum á landsbyggðinni. Það var neikvæður hagvöxtur í þenslu í Skagafirði. Kreppan nær hins vegar til alls landsins. Er það virkilega þannig að svelta á landsbyggðina til Reykjavíkur? Áður en ég tók sæti á Alþingi sat ég í sveitarstjórn sveitarfélagsins Skagafjarðar. Þá voru velferðarráðuneytinu (hét þá heilbrigðisráðuneyti) skrifuð bréf þar sem óskað var eftir viðræðum við stjórnvöld um að yfirtaka rekstur HS. Þær viðræður fóru aldrei fram þar sem beiðnin var ekki virt viðlits. Aðför stjórnvalda að heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni er til skammar enda engin rök verið sett fram er styðja framferði stjórnvalda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Bragi Sveinsson Skoðanir Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Sjá meira
Í skýrslu Capacent, sem unnin var fyrir sveitarfélagið Skagafjörð um niðurskurð til Heilbrigðisstofnunarinnar á Sauðárkróki (HS), kemur eftirfarandi fram: 1. Á verðlagi ársins 2012 er lækkun fjárveitinga frá 2008 34,1%. 2. Hagvöxtur hefur verið neikvæður í Skagafirði m.a. á góðæristímanum og íbúum hefur fækkað. Lækkun fjárveitinga til HS þykir líkleg til að veikja samfélagið. 3. Aldraðir eru hlutfallslega yfir landsmeðaltali og slakari grunnþjónusta mun fæla frá ungt fólk og hlutfall aldraðra hækka. 4. Þjónusta verður óhagkvæmari og faglega verr stödd við frekari hagræðingu, fagfólki mun fækka. 5. HS hefur verið látin bera meiri samdrátt en aðrar stofnanir án þess að greining á aðstæðum liggi fyrir. Um árabil hafa Skagfirðingar keyrt sitt samfélag áfram á vinnusemi og bjartsýni. Landsmenn þekkja ekki háværar raddir úr Skagafirði þar sem settar eru fram kröfur um eitt eða annað. Unnið hefur verið með stjórnvöldum og reynt að mæta þeim breytingum sem stjórnvöld boða með því að aðlaga sig að breyttum aðstæðum. Um árabil hafa sveitarfélögin og atvinnulífið sett mikla fjármuni í að standa af sér storminn í efnahags- og atvinnumálum en nú er þrekið tekið að þverra. Þrátt fyrir margar skýrslur sem sýna alltaf það sama að hagvöxtur sé neikvæður og opinber störf lífsnauðsynleg þá ætlar ríkisvaldið að gera í engu það sem barist hefur verið fyrir. Mælingar sýna að á eftir atvinnu þá eru það heilbrigðismálin sem mestu skipta þegar búseta er valin. Fólk vill öryggi. Gert er ráð fyrir að í Skagafirði muni íbúum fækka um 90 á þessu ári og stefnir í að íbúafjöldinn fari undir 4.000 íbúa í fyrsta sinn með tilheyrandi samfélagsáhrifum. Í Skagafirði er næg vinna og eftirspurn hefur verið eftir húsnæði og þjónusta sveitarfélaga til fyrirmyndar. Nú er svo komið að enginn skilur hvað stjórnvöldum gengur til. Hvers vegna er ekki hlustað? Hvað höfum við gert? Getur það verið að fækkun starfsmanna HS um u.þ.b. 30 á átta árum sé til þess að réttlæta og fjármagna nýjan Landspítala? Hvernig er hægt að rökstyðja skerðingu á þjónustu þannig að sjúklingar þurfi að sækja þjónustu annað um leið og hætt er að styðja við flug til Sauðárkróks þannig að það mun einnig leggjast af? Þenslan kom ekki við í Skagafirði fremur en á flestum stöðum á landsbyggðinni. Það var neikvæður hagvöxtur í þenslu í Skagafirði. Kreppan nær hins vegar til alls landsins. Er það virkilega þannig að svelta á landsbyggðina til Reykjavíkur? Áður en ég tók sæti á Alþingi sat ég í sveitarstjórn sveitarfélagsins Skagafjarðar. Þá voru velferðarráðuneytinu (hét þá heilbrigðisráðuneyti) skrifuð bréf þar sem óskað var eftir viðræðum við stjórnvöld um að yfirtaka rekstur HS. Þær viðræður fóru aldrei fram þar sem beiðnin var ekki virt viðlits. Aðför stjórnvalda að heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni er til skammar enda engin rök verið sett fram er styðja framferði stjórnvalda.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun