Bláfjöll eru á jaðarvatnsverndarsvæði 30. nóvember 2011 06:00 Svar við pistli í Fréttablaðinu Föstudaginn 18.11 eftir Margréti Júlíu, formann umhverfis- og samgöngunefndar, og Guðnýju Dóru, formann skipulagsnefndar Kópavogs. Þið eruð að biðja skíðafólk að sýna biðlund. Það höfum við svo sannarlega gert, en frá árinu 2000 hafa opnunardagar verið fáir og höfum við lítið getað æft eða stundað skíðin síðastliðin 10 ár eins og önnur svæði hér á landi sem eru að bjóða upp á snjóframleiðslu eins og t.d. Tindastóll, Akureyri, Dalvík. Við hreinlega getum ekki beðið degi lengur, því miður. Skýrslur hafa sýnt að snjóframleiðsla mengar ekki neitt og því ætti það ekki að vera afsökunin eða fyrirstaðan lengur. En fyrst mengun er ein af aðalumræðunum þá mengar mikið að keyra norður helgi eftir helgi og fljúga til útlanda til að geta æft skíði, er ekki rétt að þið horfið á heildarmyndina. Það eru snjóframleiðslukerfi úti um allan heim og búin að vera undanfarin 30 ár og meira, endilega reynið að hafa upp á upplýsingum einhversstaðar um að þetta hafi mengað umhverfið, því ekki hef ég fundið það. Við skíðafólk höfum ekki tíma og getum ekki beðið eftir heildarmati á Bláfjallasvæðinu út af Þríhnjúkagígum, þeir tengjast skíðaíþróttinni ekki neitt. Það er verið að biðja um nokkra blásara hér og þar sem blása vatni upp í loftið og þá frís vatnið og breytist í snjó, hvernig getið þið verið svona á móti því ? Einnig vitnið þið í að það sé kominn tími á endurnýjun í Bláfjöllum, ég hef ekki orðið var við neitt nema eitthvað sem heitir eðlilegt viðhald, en öllu er mjög vel við haldið í Bláfjöllum og allt í mjög fínu standi. Ég er þjálfari hjá Breiðablik og er foreldri tveggja afreksbarna í skíðaíþróttinni og ég er að gefast upp á því að bíða eftir því að eitthvað gerist. Er það raunin að það þurfi að minna ykkur á að það er barnaheill að stunda íþróttir. Við þurfum okkar aðstöðu til að æfa okkar íþrótt sem er skíði og það núna í vetur. Hvað þarf að breytast til að fólk skilji það? Þetta kostar Kópavogsbæ um það bil 40 milljónir í fyrsta áfanga, þetta mun koma margfalt til baka. Fyrst vildi Kópavogsbær bíða eftir skýrslunni um mengunaráhrif frá Mannviti, skýrslan kom og hún sannaði að það er engin mengun eða áhætta sem hlýst af snjóframleiðslu eða umferð til Bláfjalla, en þá er fundið upp á einhverju nýju, t.d. heildarmati með Þríhnjúkagígum, eða með öðrum orðum enn er reynt að tefja málið frekar. Það er því miður verið að drepa skíðaíþróttina með þessari háttsemi hér fyrir sunnan, sem er einungis út af pólitískum toga og hefur það einnig áhrif á allt landið því hér sunnanlands er fjöldinn og ef hann hefur ekki aðgang að brekkum þá leggst skíðaíþróttin á Íslandi niður. Ástæður eru margar og ein af þeim er að fólk ætlar ekki að eiga útbúnað upp á mörg hundruð þúsund krónur til að keyra eina ferð á ári til Akureyrar. Nú skora ég á alla sem málið varðar að ganga hratt til verks og klára þessi mál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal Skoðun Skjótfenginn gróði í boði íslensks almennings Kristrún Frostadóttir Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Svar við pistli í Fréttablaðinu Föstudaginn 18.11 eftir Margréti Júlíu, formann umhverfis- og samgöngunefndar, og Guðnýju Dóru, formann skipulagsnefndar Kópavogs. Þið eruð að biðja skíðafólk að sýna biðlund. Það höfum við svo sannarlega gert, en frá árinu 2000 hafa opnunardagar verið fáir og höfum við lítið getað æft eða stundað skíðin síðastliðin 10 ár eins og önnur svæði hér á landi sem eru að bjóða upp á snjóframleiðslu eins og t.d. Tindastóll, Akureyri, Dalvík. Við hreinlega getum ekki beðið degi lengur, því miður. Skýrslur hafa sýnt að snjóframleiðsla mengar ekki neitt og því ætti það ekki að vera afsökunin eða fyrirstaðan lengur. En fyrst mengun er ein af aðalumræðunum þá mengar mikið að keyra norður helgi eftir helgi og fljúga til útlanda til að geta æft skíði, er ekki rétt að þið horfið á heildarmyndina. Það eru snjóframleiðslukerfi úti um allan heim og búin að vera undanfarin 30 ár og meira, endilega reynið að hafa upp á upplýsingum einhversstaðar um að þetta hafi mengað umhverfið, því ekki hef ég fundið það. Við skíðafólk höfum ekki tíma og getum ekki beðið eftir heildarmati á Bláfjallasvæðinu út af Þríhnjúkagígum, þeir tengjast skíðaíþróttinni ekki neitt. Það er verið að biðja um nokkra blásara hér og þar sem blása vatni upp í loftið og þá frís vatnið og breytist í snjó, hvernig getið þið verið svona á móti því ? Einnig vitnið þið í að það sé kominn tími á endurnýjun í Bláfjöllum, ég hef ekki orðið var við neitt nema eitthvað sem heitir eðlilegt viðhald, en öllu er mjög vel við haldið í Bláfjöllum og allt í mjög fínu standi. Ég er þjálfari hjá Breiðablik og er foreldri tveggja afreksbarna í skíðaíþróttinni og ég er að gefast upp á því að bíða eftir því að eitthvað gerist. Er það raunin að það þurfi að minna ykkur á að það er barnaheill að stunda íþróttir. Við þurfum okkar aðstöðu til að æfa okkar íþrótt sem er skíði og það núna í vetur. Hvað þarf að breytast til að fólk skilji það? Þetta kostar Kópavogsbæ um það bil 40 milljónir í fyrsta áfanga, þetta mun koma margfalt til baka. Fyrst vildi Kópavogsbær bíða eftir skýrslunni um mengunaráhrif frá Mannviti, skýrslan kom og hún sannaði að það er engin mengun eða áhætta sem hlýst af snjóframleiðslu eða umferð til Bláfjalla, en þá er fundið upp á einhverju nýju, t.d. heildarmati með Þríhnjúkagígum, eða með öðrum orðum enn er reynt að tefja málið frekar. Það er því miður verið að drepa skíðaíþróttina með þessari háttsemi hér fyrir sunnan, sem er einungis út af pólitískum toga og hefur það einnig áhrif á allt landið því hér sunnanlands er fjöldinn og ef hann hefur ekki aðgang að brekkum þá leggst skíðaíþróttin á Íslandi niður. Ástæður eru margar og ein af þeim er að fólk ætlar ekki að eiga útbúnað upp á mörg hundruð þúsund krónur til að keyra eina ferð á ári til Akureyrar. Nú skora ég á alla sem málið varðar að ganga hratt til verks og klára þessi mál.
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar