Bil milli bíla og öryggi um borð í vögnum Reynir Jónsson skrifar 11. nóvember 2011 06:00 Öryggisdagar Strætó bs. og VÍS eru nú hafnir og standa út nóvembermánuð. Á Öryggisdögum hvetjum við alla þátttakendur í umferðinni til að sýna aðgát, tillitssemi og ábyrga hegðun á götum úti og taka þannig þátt í því með okkur að auka öryggi allra í umferðinni. Að þessu sinni er sérstök áhersla lögð á að halda hæfilegu bili á milli bíla og fækka með því aftanákeyrslum, sem eru algengasta orsök umferðaróhappa á höfuðborgarsvæðinu. Ennfremur verður hugað að öryggi farþega þegar upp í vagninn er komið, hvatt til aukinnar aðgæslu og bent á leiðir til að fækka óhöppum um borð í strætó. Veruleg fækkun hefur orðið á umferðaróhöppum hjá Strætó bs. á umliðnum árum. Sérstakt forvarnaverkefni Strætó í samstarfi við VÍS á sinn þátt í þeim árangri sem náðst hefur en það hefur verið í gangi frá því í ársbyrjun 2008. Markmið þess er að fækka slysum og stuðla að auknu öryggi vegfarenda. Þótt árangurinn fram til þessa sé uppörvandi fyrir Strætó ætlum við engu að síður að gera enn betur. Tölur frá Umferðarstofu sýna að nú fer í hönd sá árstími sem alla jafna er hvað erfiðastur í umferðinni. Vissulega má aldrei slaka á þegar kemur að umferðaröryggi, en þegar veturinn gengur í garð þurfum við að vera sérstaklega á varðbergi, sýna fyllstu aðgát og tillitssemi, því það er mikið í húfi. Reynsla okkar hjá Strætó sýnir að vel er hægt að fækka óhöppum í umferðinni ef ráðist er í verkefnið með skipulögðum hætti. Á árinu 2006 voru tjón Strætó í umferðinni 304 talsins og fækkaði í 297 árið eftir. Árið 2008 hófst forvarnarstarfið með VÍS og árangurinn lét ekki á sér standa, því slysum fækkaði í 268. Stóra stökkið kom svo 2009, því fjöldi tjóna hjá Strætó fór þá niður í 197 – og á síðasta ári fækkaði tjónum enn, eða í 157, sem gerir 48% fækkun á tímabilinu frá 2006 til 2010. Óhætt er að segja að það muni um minna, hvort sem litið er til slysa á fólki eða eignatjóns. Og við ætlum að gera enn betur. Það sem af er þessu ári gefur vonir um að það muni takast. Við sem störfum hjá Strætó höfum sýnt gott fordæmi í umferðinni – og vagnstjórarnir okkar eiga heiður skilinn fyrir árangurinn síðustu ár. Ef við getum náð jafngóðum árangri og raun ber vitni þá geta aðrir það einnig. Til þess eru einmitt Öryggisdagarnir – að hvetja alla vegfarendur til að sýna aðgát, tillitssemi og ábyrga hegðun, ekki bara í nóvember, heldur alla daga ársins. Þannig næst árangur. Við hjá Strætó ætlum að sýna gott fordæmi í umferðinni og vera vakandi akandi. Hvað með þig? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Öryggisdagar Strætó bs. og VÍS eru nú hafnir og standa út nóvembermánuð. Á Öryggisdögum hvetjum við alla þátttakendur í umferðinni til að sýna aðgát, tillitssemi og ábyrga hegðun á götum úti og taka þannig þátt í því með okkur að auka öryggi allra í umferðinni. Að þessu sinni er sérstök áhersla lögð á að halda hæfilegu bili á milli bíla og fækka með því aftanákeyrslum, sem eru algengasta orsök umferðaróhappa á höfuðborgarsvæðinu. Ennfremur verður hugað að öryggi farþega þegar upp í vagninn er komið, hvatt til aukinnar aðgæslu og bent á leiðir til að fækka óhöppum um borð í strætó. Veruleg fækkun hefur orðið á umferðaróhöppum hjá Strætó bs. á umliðnum árum. Sérstakt forvarnaverkefni Strætó í samstarfi við VÍS á sinn þátt í þeim árangri sem náðst hefur en það hefur verið í gangi frá því í ársbyrjun 2008. Markmið þess er að fækka slysum og stuðla að auknu öryggi vegfarenda. Þótt árangurinn fram til þessa sé uppörvandi fyrir Strætó ætlum við engu að síður að gera enn betur. Tölur frá Umferðarstofu sýna að nú fer í hönd sá árstími sem alla jafna er hvað erfiðastur í umferðinni. Vissulega má aldrei slaka á þegar kemur að umferðaröryggi, en þegar veturinn gengur í garð þurfum við að vera sérstaklega á varðbergi, sýna fyllstu aðgát og tillitssemi, því það er mikið í húfi. Reynsla okkar hjá Strætó sýnir að vel er hægt að fækka óhöppum í umferðinni ef ráðist er í verkefnið með skipulögðum hætti. Á árinu 2006 voru tjón Strætó í umferðinni 304 talsins og fækkaði í 297 árið eftir. Árið 2008 hófst forvarnarstarfið með VÍS og árangurinn lét ekki á sér standa, því slysum fækkaði í 268. Stóra stökkið kom svo 2009, því fjöldi tjóna hjá Strætó fór þá niður í 197 – og á síðasta ári fækkaði tjónum enn, eða í 157, sem gerir 48% fækkun á tímabilinu frá 2006 til 2010. Óhætt er að segja að það muni um minna, hvort sem litið er til slysa á fólki eða eignatjóns. Og við ætlum að gera enn betur. Það sem af er þessu ári gefur vonir um að það muni takast. Við sem störfum hjá Strætó höfum sýnt gott fordæmi í umferðinni – og vagnstjórarnir okkar eiga heiður skilinn fyrir árangurinn síðustu ár. Ef við getum náð jafngóðum árangri og raun ber vitni þá geta aðrir það einnig. Til þess eru einmitt Öryggisdagarnir – að hvetja alla vegfarendur til að sýna aðgát, tillitssemi og ábyrga hegðun, ekki bara í nóvember, heldur alla daga ársins. Þannig næst árangur. Við hjá Strætó ætlum að sýna gott fordæmi í umferðinni og vera vakandi akandi. Hvað með þig?
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun