Virkjanir útrýma göngufiski - þrátt fyrir mótvægisaðgerðir Gísli Sigurðsson skrifar 11. nóvember 2011 06:00 Fimmtudaginn 3. nóvember sl. boðuðu verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands, Stofnun Sæmundar fróða og Verndarsjóður villtra laxastofna til kynningar og umræðufundar um fiskigengd í Þjórsá, áhrif virkjana á göngufiska í vatnakerfi Columbia og Snake ánna í norðvestur Bandaríkjunum og þær mótvægisaðgerðir sem í ráði er að grípa til vegna virkjanaframkvæmda Landsvirkjunar í neðri hluta Þjórsár svo koma megi í veg fyrir hrun fiskistofna þar. Aðalfyrirlesturinn var um reynslu Bandaríkjamanna af sams konar aðgerðum og Landsvirkjun hyggst grípa til. Hann var fluttur af dr. Margaret J. Filardo, forstöðumanni Fiskvegamiðstöðvarinnar (Fish Passage Center) í Oregon. Aðrir frummælendur voru Magnús Jóhannsson fiskifræðingur hjá Veiðimálastofnun og Helgi Jóhannesson verkfræðingur hjá Landsvirkjun. Í máli dr. Filardo kom fram að laxastofnar í umræddu vatnakerfi hafa hrunið frá því að þar var byrjað að virkja. Stofnarnir eru nú komnir niður í um 10% af því sem þeir voru og genafjölbreytileiki hefur glatast endanlega. Þetta hefur gerst þrátt fyrir að meira en 10 milljörðum bandaríkjadala (ríflega þúsund milljörðum íslenskra króna) hafi verið veitt til mótvægis- og björgunaraðgerða af margvíslegum toga. Einu aðgerðirnar sem hafa skilað sýnilegum bata fiskistofna hafa verið að fjarlæga stíflur. Þar sem það hefur verið gert hefur strax orðið viðsnúningur til hins betra fyrir fiskana og þá atvinnu- og menningarstarfsemi sem þeim tengist. Að sjálfsögðu eru miklir fjárhagslegir hagsmunir í húfi vegna raforkuframleiðslunnar og því er enn leitað allra leiða til að betrumbæta göngumöguleika fiskanna. Hingað til hafa allar slíkar tilraunir í mesta lagi náð að hægja á hruninu. Nú síðast eru vonir bundnar við tveggja ára gamla tækni til að fleyta seiðum framhjá virkjunum. Engin reynsla er þó komin á hvort hún muni reynast betur en allar hinar fyrri. Landsvirkjun til hróss má segja að það er einmitt þessi nýjasta tækni sem verkfræðingar hennar ætla að nota í Þjórsá. Vegna reynsluleysis er þó alltof snemmt að segja til um hvort hin nýja tækni muni duga. Segja má að það sé of áhættusöm frumkvöðlastarfsemi að leggja það á Landsvirkjun að vera leiðandi á heimsvísu við að prófa tækni sem enginn veit hvort virkar – en vona bara það besta. Eins og kom fram í máli dr. Filardo hefur samstarfsfólk hennar vonað það besta áratugum saman í viðleitni sinni til að bjarga þeim fiskum sem bjargað verður. Sú von hefur því miður skilað litlu. Árangurinn af því starfi og hinni ríflega þúsund milljarða fjárfestingu ætti að verða okkur hvati til að stíga varlega til jarðar þegar kemur að því að taka ákvarðanir sem munu valda óafturkræfum spjöllum á lífríki Þjórsár – ef nokkuð er að marka reynslu annarra þjóða af virkjunum á gönguslóð fiska. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þess vegna er ég á lista VG í Suðurkjördæmi Þorsteinn Ólafsson skrifar Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Skoðun Mannúðleg innflytjendastefna Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er vandamálið á húsnæðismarkaðinum og hvernig leysum við það Ómar Ingþórsson skrifar Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Fimmtudaginn 3. nóvember sl. boðuðu verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands, Stofnun Sæmundar fróða og Verndarsjóður villtra laxastofna til kynningar og umræðufundar um fiskigengd í Þjórsá, áhrif virkjana á göngufiska í vatnakerfi Columbia og Snake ánna í norðvestur Bandaríkjunum og þær mótvægisaðgerðir sem í ráði er að grípa til vegna virkjanaframkvæmda Landsvirkjunar í neðri hluta Þjórsár svo koma megi í veg fyrir hrun fiskistofna þar. Aðalfyrirlesturinn var um reynslu Bandaríkjamanna af sams konar aðgerðum og Landsvirkjun hyggst grípa til. Hann var fluttur af dr. Margaret J. Filardo, forstöðumanni Fiskvegamiðstöðvarinnar (Fish Passage Center) í Oregon. Aðrir frummælendur voru Magnús Jóhannsson fiskifræðingur hjá Veiðimálastofnun og Helgi Jóhannesson verkfræðingur hjá Landsvirkjun. Í máli dr. Filardo kom fram að laxastofnar í umræddu vatnakerfi hafa hrunið frá því að þar var byrjað að virkja. Stofnarnir eru nú komnir niður í um 10% af því sem þeir voru og genafjölbreytileiki hefur glatast endanlega. Þetta hefur gerst þrátt fyrir að meira en 10 milljörðum bandaríkjadala (ríflega þúsund milljörðum íslenskra króna) hafi verið veitt til mótvægis- og björgunaraðgerða af margvíslegum toga. Einu aðgerðirnar sem hafa skilað sýnilegum bata fiskistofna hafa verið að fjarlæga stíflur. Þar sem það hefur verið gert hefur strax orðið viðsnúningur til hins betra fyrir fiskana og þá atvinnu- og menningarstarfsemi sem þeim tengist. Að sjálfsögðu eru miklir fjárhagslegir hagsmunir í húfi vegna raforkuframleiðslunnar og því er enn leitað allra leiða til að betrumbæta göngumöguleika fiskanna. Hingað til hafa allar slíkar tilraunir í mesta lagi náð að hægja á hruninu. Nú síðast eru vonir bundnar við tveggja ára gamla tækni til að fleyta seiðum framhjá virkjunum. Engin reynsla er þó komin á hvort hún muni reynast betur en allar hinar fyrri. Landsvirkjun til hróss má segja að það er einmitt þessi nýjasta tækni sem verkfræðingar hennar ætla að nota í Þjórsá. Vegna reynsluleysis er þó alltof snemmt að segja til um hvort hin nýja tækni muni duga. Segja má að það sé of áhættusöm frumkvöðlastarfsemi að leggja það á Landsvirkjun að vera leiðandi á heimsvísu við að prófa tækni sem enginn veit hvort virkar – en vona bara það besta. Eins og kom fram í máli dr. Filardo hefur samstarfsfólk hennar vonað það besta áratugum saman í viðleitni sinni til að bjarga þeim fiskum sem bjargað verður. Sú von hefur því miður skilað litlu. Árangurinn af því starfi og hinni ríflega þúsund milljarða fjárfestingu ætti að verða okkur hvati til að stíga varlega til jarðar þegar kemur að því að taka ákvarðanir sem munu valda óafturkræfum spjöllum á lífríki Þjórsár – ef nokkuð er að marka reynslu annarra þjóða af virkjunum á gönguslóð fiska.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun