Hefur aldrei hitt Íslending 11. nóvember 2011 18:00 Dj Neil Armstrong Þekkir ekkert til Íslands né íslenskrar tónlistar en ætlar að skemmta Íslendingum á Vegamótum í kvöld. Plötusnúðurinn Neil Armstrong kemur fram á Vegamótum í kvöld. Hann spilaði á tónleikaferðalagi Jay-Z um allan heim og hefur unnið með listamönnum á borð við Puff Daddy, Timbaland og Coldplay. Dj Neil Armstrong lendir á Íslandi í dag og treður upp á Vegamótum í kvöld ásamt Jay-O og Benna B-Ruff. Veislan byrjar klukkan 23 og það er ókeypis inn. Fréttablaðið heyrði stuttlega í Armstrong, sem er spenntur fyrir kvöldinu í kvöld. Jæja, Neil. Ertu eitthvað skyldur geimfaranum? „Nei, en ég var skírður eftir honum.“ Þú hefur ferðast um allan heim og troðið upp á mörgum flottum stöðum. Er þessi ferð til Íslands bara eins og hver annar dagur í vinnunni? „Ég hef fengið tækifæri til að koma fram sem plötusnúður í öllum heimsálfum nema á Suðurskautslandinu þannig að ferðalög eru næstum því daglegt brauð. En þetta er í fyrsta skipti sem ég kem til Íslands svo ég er mjög spenntur að sjá hvernig það er.“ Hverju mega gestir á Vegamótum búast við frá þér í kvöld? „Ég er klárlega hipphopp/urban-plötusnúður út í gegn enda hef ég unnið með Jay-Z og túrað fyrir Adidas en það eru ýmsir stílar í gangi innan þeirrar stefnu. Þar má nefna „Old School“-sándið, sálarhlutann og nýlega dótið sem jaðrar við dans og teknó. Sem plötusnúður er maður að tala við áhorfendaskarann –fólkiðákveður í raun hvað er spilað en plötusnúðurinn þarf að reiða það fram með eigin persónulegu bragði. Fólkið getur klárlega búist við flottri tónlist og góðri skemmtun frá mér í kvöld.“ Þekkirðu eitthvað til íslenskrar tónlistar? „Þó að ég hafi ferðast víða hef ég aldrei hitt nokkurn mann frá Íslandi! Tónlist er þó alþjóðlegt tungumál og ég er spenntur að heyra hvað íslenska menningin býður upp á,“ segir Armstrong, sem kveðst ætla að skoða sig um sem ferðamaður í Reykjavík. Hann vonast jafnfram til þess að geta slappað af í heitri laug. Eitthvað að lokum? „Mér skilst að Íslendingar elski að skemmta sér þannig að ég vil hvetja þá til að koma í kvöld og fá að kynnast alvöru New York-menningu.“ hdm@frettabladid.is Lífið Mest lesið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Með skottið fullt af próteini Lífið Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Trommari Blondie er fallinn frá Lífið „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Sjá meira
Plötusnúðurinn Neil Armstrong kemur fram á Vegamótum í kvöld. Hann spilaði á tónleikaferðalagi Jay-Z um allan heim og hefur unnið með listamönnum á borð við Puff Daddy, Timbaland og Coldplay. Dj Neil Armstrong lendir á Íslandi í dag og treður upp á Vegamótum í kvöld ásamt Jay-O og Benna B-Ruff. Veislan byrjar klukkan 23 og það er ókeypis inn. Fréttablaðið heyrði stuttlega í Armstrong, sem er spenntur fyrir kvöldinu í kvöld. Jæja, Neil. Ertu eitthvað skyldur geimfaranum? „Nei, en ég var skírður eftir honum.“ Þú hefur ferðast um allan heim og troðið upp á mörgum flottum stöðum. Er þessi ferð til Íslands bara eins og hver annar dagur í vinnunni? „Ég hef fengið tækifæri til að koma fram sem plötusnúður í öllum heimsálfum nema á Suðurskautslandinu þannig að ferðalög eru næstum því daglegt brauð. En þetta er í fyrsta skipti sem ég kem til Íslands svo ég er mjög spenntur að sjá hvernig það er.“ Hverju mega gestir á Vegamótum búast við frá þér í kvöld? „Ég er klárlega hipphopp/urban-plötusnúður út í gegn enda hef ég unnið með Jay-Z og túrað fyrir Adidas en það eru ýmsir stílar í gangi innan þeirrar stefnu. Þar má nefna „Old School“-sándið, sálarhlutann og nýlega dótið sem jaðrar við dans og teknó. Sem plötusnúður er maður að tala við áhorfendaskarann –fólkiðákveður í raun hvað er spilað en plötusnúðurinn þarf að reiða það fram með eigin persónulegu bragði. Fólkið getur klárlega búist við flottri tónlist og góðri skemmtun frá mér í kvöld.“ Þekkirðu eitthvað til íslenskrar tónlistar? „Þó að ég hafi ferðast víða hef ég aldrei hitt nokkurn mann frá Íslandi! Tónlist er þó alþjóðlegt tungumál og ég er spenntur að heyra hvað íslenska menningin býður upp á,“ segir Armstrong, sem kveðst ætla að skoða sig um sem ferðamaður í Reykjavík. Hann vonast jafnfram til þess að geta slappað af í heitri laug. Eitthvað að lokum? „Mér skilst að Íslendingar elski að skemmta sér þannig að ég vil hvetja þá til að koma í kvöld og fá að kynnast alvöru New York-menningu.“ hdm@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Með skottið fullt af próteini Lífið Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Trommari Blondie er fallinn frá Lífið „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Sjá meira