Steingrímur, viltu finna milljarð? 9. nóvember 2011 06:00 Á fjárlögum síðustu tveggja ára hafa kvikmyndasjóðir verið skornir niður um rúman þriðjung með ískyggilegum afleiðingum fyrir greinina. Til nokkurs væri unnið ef peningana hefði mátt nota til til dæmis til að draga úr niðurskurði í heilbrigðisþjónustu – en svo er því miður ekki. Vönduð úttekt á fjármálum kvikmyndaframleiðslu á fjögurra ára tímabili (Rauða skýrslan) sýnir að fjárfesting ríkisins í kvikmyndaframleiðslu skilar sér öll til baka bæði fljótt og vel, eingöngu í launatengdum gjöldum. Sparnaðurinn er því enginn – en skaðinn verulegur. Í viðamikilli bók sinni um hagræn áhrif kvikmyndalistar kemst dr. Ágúst Einarsson að þeirri niðurstöðu að fjárfesting ríkisins til kvikmynda skili sér fimmföld til baka þegar allt er talið. Tap af þessum aðgerðum er því umtalsvert. (Rétt er að taka fram að Ágúst leggur mikla áherslu á að hafa allar tölur lágar svo hvergi sé skotið yfir markið). Með því að rétta af þann 250 milljóna króna niðurskurð sem greinin hefur mátt búa við undanfarin tvö ár mun hagnaður ríkissjóðs því verða einn milljarður króna. – Og þá peninga mætti nota til að draga úr niðurskurði í heilbrigðisþjónustunni. Rauða skýrslan sýnir að 2,7 milljarða fjárfesting ríkisins í kvikmyndum, á fjögurra ára tímabili, skilaði sér öll til baka á mjög skömmum tíma. En auk þess laðaði þessi fjárfesting að sér innlent og erlent fjármagn svo hér var framleitt kvikmyndaefni fyrir 12 milljarða króna – og yfir 70% þess fjár fóru í launagreiðslur. Þeir peningar runnu til fólks um allt land sem vinnur störf sem þjóna kvikmyndaframleiðslunni á margvíslegan hátt. Kvikmyndaframleiðsla er sennilega besti fjárfestingarkostur sem ríkið á völ á í dag og þar eru miklir möguleikar. Danmörk sem er lítið málsvæði flytur út kvikmyndir og sjónvarpsefni fyrir háar fjárhæðir á hverju ári. Á bak við þann iðnað er engin mengun og engar auðlindir aðrar en hugvit og handverk. Hin hliðin á peningnum er menningarlegt tjón sem niðurskurðurinn veldur. Kvikmyndir, heimildarmyndir og vandað íslenskt sjónvarpsefni er einn grundvöllur tilveru okkar sem þjóðar og mjög mikilvægur hluti af sjálfsmynd unga fólksins sem elst upp upp í flaumi erlends efnis. – Og þessa íslenska efnis geta allir landsmenn notið því allt er það sýnt í sjónvarpi. Er ekki kominn tími til að skoða málið? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Á fjárlögum síðustu tveggja ára hafa kvikmyndasjóðir verið skornir niður um rúman þriðjung með ískyggilegum afleiðingum fyrir greinina. Til nokkurs væri unnið ef peningana hefði mátt nota til til dæmis til að draga úr niðurskurði í heilbrigðisþjónustu – en svo er því miður ekki. Vönduð úttekt á fjármálum kvikmyndaframleiðslu á fjögurra ára tímabili (Rauða skýrslan) sýnir að fjárfesting ríkisins í kvikmyndaframleiðslu skilar sér öll til baka bæði fljótt og vel, eingöngu í launatengdum gjöldum. Sparnaðurinn er því enginn – en skaðinn verulegur. Í viðamikilli bók sinni um hagræn áhrif kvikmyndalistar kemst dr. Ágúst Einarsson að þeirri niðurstöðu að fjárfesting ríkisins til kvikmynda skili sér fimmföld til baka þegar allt er talið. Tap af þessum aðgerðum er því umtalsvert. (Rétt er að taka fram að Ágúst leggur mikla áherslu á að hafa allar tölur lágar svo hvergi sé skotið yfir markið). Með því að rétta af þann 250 milljóna króna niðurskurð sem greinin hefur mátt búa við undanfarin tvö ár mun hagnaður ríkissjóðs því verða einn milljarður króna. – Og þá peninga mætti nota til að draga úr niðurskurði í heilbrigðisþjónustunni. Rauða skýrslan sýnir að 2,7 milljarða fjárfesting ríkisins í kvikmyndum, á fjögurra ára tímabili, skilaði sér öll til baka á mjög skömmum tíma. En auk þess laðaði þessi fjárfesting að sér innlent og erlent fjármagn svo hér var framleitt kvikmyndaefni fyrir 12 milljarða króna – og yfir 70% þess fjár fóru í launagreiðslur. Þeir peningar runnu til fólks um allt land sem vinnur störf sem þjóna kvikmyndaframleiðslunni á margvíslegan hátt. Kvikmyndaframleiðsla er sennilega besti fjárfestingarkostur sem ríkið á völ á í dag og þar eru miklir möguleikar. Danmörk sem er lítið málsvæði flytur út kvikmyndir og sjónvarpsefni fyrir háar fjárhæðir á hverju ári. Á bak við þann iðnað er engin mengun og engar auðlindir aðrar en hugvit og handverk. Hin hliðin á peningnum er menningarlegt tjón sem niðurskurðurinn veldur. Kvikmyndir, heimildarmyndir og vandað íslenskt sjónvarpsefni er einn grundvöllur tilveru okkar sem þjóðar og mjög mikilvægur hluti af sjálfsmynd unga fólksins sem elst upp upp í flaumi erlends efnis. – Og þessa íslenska efnis geta allir landsmenn notið því allt er það sýnt í sjónvarpi. Er ekki kominn tími til að skoða málið?
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun