Vika 43 - Virðum rétt barna! 29. október 2011 06:00 Í Evrópusáttmála um áfengisneyslu segir að börn og unglingar eigi rétt á að alast upp vernduð fyrir neikvæðum afleiðingum áfengisneyslu og og markaðssetningu á áfengum drykkjum eins og mögulegt er. Þar er einnig tiltekið að ungt fólk eigi rétt á hlutlausum og áreiðanlegum upplýsingum og fræðslu strax í æsku um afleiðingar áfengisneyslu á heilsu, fjölskyldulíf og samfélag. Í ár er Vika 43 – vímuvarnarvikan, helguð þessari vernd undir yfirskriftinni „Virðum rétt barna til lífs án neikvæðra afleiðinga áfengis- og vímuefnaneyslu". Enginn efast lengur um að hægt sé að ná árangri með öflugu forvarnarstarfi og viðhorfsbreytingum þegar kemur að áfengis– og vímuefnaneyslu ungs fólks. Umhverfi unglinga hefur tekið miklum breytingum á undanförnum árum, unga fólkið er upplýstara og árangur hefur náðst í forvörnum gegn unglingadrykkju. Unglingar taka virkari þátt í skipulögðu tómstundastarfi og verja meiri tíma með foreldrum sínum en áður. Foreldrar eru nú virkari þátttakendur í lífi barna sinna og afstaða almennings til áfengis- og vímuefnaneyslu unglinga hefur sem betur fer breyst mikið. Í umræðunni undanfarna áratugi hefur margoft komið fram að samstaða foreldra skiptir máli og mikilvægi stuðnings foreldra við börnin þegar kemur að því að standast hópþrýsting. Foreldrar eru kallaðir til ábyrgðar og hvattir til að leyfa ekki eftirlitslaus partí og að kaupa ekki áfengi fyrir ungt fólk eða veita ungu fólki undir lögaldri (20 ára) áfenga drykki. Aukið eftirlit er á skólaböllum og foreldrar taka virkan þátt í forvörnum með þeim aðilum sem starfa með börnum og unglingum hvort heldur er í frístundastarfi eða skólum. Með samstilltu átaki vinnur fólk þannig saman að því að vernda börn fyrir neikvæðum afleiðingum áfengis- og vímuefnaneyslu. Forvarnarstarfið hefur einkum beinst að nemendum í efstu bekkjum grunnskóla og þar hefur árangur náðst. Fjölmörg félagasamtök og stofnanir hafa látið málið sig varða. Stofnuð hafa verið samtök foreldra gegn áfengisauglýsingum og umhyggja, aðhald og eftirlit foreldra skilað sér í heilbrigðari æsku. Foreldrar eru hvattir til að sleppa ekki hendinni of fljótt af unglingnum og áréttuð hefur verið 18 ára ábyrgð foreldra. Þó er einn hængur á. Forvarnir á framhaldsskólastiginu og hvað varðar ungt fólk á aldrinum 16–20 ára hafa ekki verið eins afgerandi eins og á grunnskólastiginu og þarf þar að gera bragarbót á. Nú hafa framhaldsskólar látið málið til sín taka með þátttöku í forvarnardeginum en betur má ef duga skal og er mikilvægt að hugur fylgi þar verki. Stöðuhlutfall forvarnarfulltrúa í framhaldsskólum þarf að auka og jafningjafræðslan þarf meiri kynningu og stuðning. Foreldraráð í framhaldsskólum þurfa að bretta upp ermarnar. Láttu til þín taka í forvörnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson skrifar Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Sjá meira
Í Evrópusáttmála um áfengisneyslu segir að börn og unglingar eigi rétt á að alast upp vernduð fyrir neikvæðum afleiðingum áfengisneyslu og og markaðssetningu á áfengum drykkjum eins og mögulegt er. Þar er einnig tiltekið að ungt fólk eigi rétt á hlutlausum og áreiðanlegum upplýsingum og fræðslu strax í æsku um afleiðingar áfengisneyslu á heilsu, fjölskyldulíf og samfélag. Í ár er Vika 43 – vímuvarnarvikan, helguð þessari vernd undir yfirskriftinni „Virðum rétt barna til lífs án neikvæðra afleiðinga áfengis- og vímuefnaneyslu". Enginn efast lengur um að hægt sé að ná árangri með öflugu forvarnarstarfi og viðhorfsbreytingum þegar kemur að áfengis– og vímuefnaneyslu ungs fólks. Umhverfi unglinga hefur tekið miklum breytingum á undanförnum árum, unga fólkið er upplýstara og árangur hefur náðst í forvörnum gegn unglingadrykkju. Unglingar taka virkari þátt í skipulögðu tómstundastarfi og verja meiri tíma með foreldrum sínum en áður. Foreldrar eru nú virkari þátttakendur í lífi barna sinna og afstaða almennings til áfengis- og vímuefnaneyslu unglinga hefur sem betur fer breyst mikið. Í umræðunni undanfarna áratugi hefur margoft komið fram að samstaða foreldra skiptir máli og mikilvægi stuðnings foreldra við börnin þegar kemur að því að standast hópþrýsting. Foreldrar eru kallaðir til ábyrgðar og hvattir til að leyfa ekki eftirlitslaus partí og að kaupa ekki áfengi fyrir ungt fólk eða veita ungu fólki undir lögaldri (20 ára) áfenga drykki. Aukið eftirlit er á skólaböllum og foreldrar taka virkan þátt í forvörnum með þeim aðilum sem starfa með börnum og unglingum hvort heldur er í frístundastarfi eða skólum. Með samstilltu átaki vinnur fólk þannig saman að því að vernda börn fyrir neikvæðum afleiðingum áfengis- og vímuefnaneyslu. Forvarnarstarfið hefur einkum beinst að nemendum í efstu bekkjum grunnskóla og þar hefur árangur náðst. Fjölmörg félagasamtök og stofnanir hafa látið málið sig varða. Stofnuð hafa verið samtök foreldra gegn áfengisauglýsingum og umhyggja, aðhald og eftirlit foreldra skilað sér í heilbrigðari æsku. Foreldrar eru hvattir til að sleppa ekki hendinni of fljótt af unglingnum og áréttuð hefur verið 18 ára ábyrgð foreldra. Þó er einn hængur á. Forvarnir á framhaldsskólastiginu og hvað varðar ungt fólk á aldrinum 16–20 ára hafa ekki verið eins afgerandi eins og á grunnskólastiginu og þarf þar að gera bragarbót á. Nú hafa framhaldsskólar látið málið til sín taka með þátttöku í forvarnardeginum en betur má ef duga skal og er mikilvægt að hugur fylgi þar verki. Stöðuhlutfall forvarnarfulltrúa í framhaldsskólum þarf að auka og jafningjafræðslan þarf meiri kynningu og stuðning. Foreldraráð í framhaldsskólum þurfa að bretta upp ermarnar. Láttu til þín taka í forvörnum.
Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson Skoðun
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson Skoðun