Hvað er líknarmeðferð? 29. október 2011 06:00 Svandís Íris Hálfdánardóttir sérfræðingur í líknarhjúkrun, Landspítala Þegar fólk veikist af lífsógnandi sjúkdómi verða miklar breytingar á daglegu lífi, sem í raun fer úr skorðum. Í slíkum aðstæðum er mikilvægt að fólki sé mætt af virðingu og umhyggju af fagfólki í heilbrigðisþjónustunni og að það finni að brugðist sé við af fagmennsku og öryggi með heildarhagsmuni þess að leiðarljósi. Sjúkdómsmeðferð getur verið flókin og reynir á þann einstakling sem veikur er, sem og fjölskyldu hans. Í sumum tilfellum er lækningu ekki viðkomið en möguleiki er á að halda sjúkdóminum í skefjum um lengri eða skemmri tíma með umfangsmikilli og sérhæfðri meðferð. Líknarmeðferð er veitt þar sem um er að ræða langvinna og/eða lífsógnandi sjúkdóma svo sem krabbamein, ýmsa taugasjúkdóma og hjarta- og lungnasjúkdóma. Líknarmeðferð er yfirleitt í fyrstu veitt samhliða annarri meðferð en eftir því sem sjúkdómsástand versnar eykst vægi líknarmeðferðar. Slík meðferð er því ekki eingöngu veitt við lok lífs þó vægi líknarmeðferðar sé þá mest. Mikil áhersla er á að efla lífsgæði sjúklinga og styðja einstaklinginn og fjölskyldu hans í sjúkdómsferlinu og sorginni. Líknarmeðferð er skilgreind sem þjónusta við lífið og byggir hún á hugmyndafræði sem má rekja til Cicely Saunders (1918-2005), en hún stofnaði fyrsta líknarheimilið í Bretlandi árið 1967. Í líknarmeðferð eins og hún hefur þróast og fram kemur í skilgreiningu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO, 2002) er áherslan á að bæta lífsgæði sjúklinga og fjölskyldna þeirra andspænis lífshættulegum sjúkdómi. Hornsteinn góðrar líknarmeðferðar felst í meðferð einkenna þar sem tekið er tillit til margra þátta, svo sem líkamlegra, sálfélagslegra og andlegra þarfa, gildismats, trúarþarfa og menningar. Líknarmeðferð gengur út frá þverfaglegri nálgun og áhersla er lögð á heildræna sýn á manneskjuna. Líknarmeðferð er hluti af þeirri meðferð sem veitt er sjúklingum á mörgum deildum Landspítala en þörf er þó fyrir sérhæfðar einingar sem starfa eftir hugmyndafræði líknarmeðferðar. Sérhæfð líknarmeðferð er einkum veitt á líknardeildum Landspítala, í Kópavogi og á Landakoti, hjá Heimahlynningu Landspítala sem og líknarráðgjafateymi Landspítala, Karitas hjúkrunar- og ráðgjafarþjónustu í Reykjavík, Heimahlynningu á Akureyri og heimahjúkrun á Suðurnesjum. Á þessum stöðum hefur verið byggð upp fagleg þekking og áratuga reynsla með áherslu á ólík þjónustustig til að mæta sem best ólíkum þörfum sjúklinga. Meginþorri sjúklinga sem fá þjónustu frá sérhæfðum þjónustuaðilum er sjúklingar með dreifðan og langt genginn sjúkdóm. Sjúklingar sem liggja á líknardeild eru þar aðallega vegna flókinna erfiðra einkenna og/eða umönnunar við lok lífs. Nú stendur fyrir dyrum endurskipulagning á líknarþjónustu sem veitt er á Landspítala og þar með líknardeildunum tveimur. Mikilvægt er í þeirri endurskipulagningu að setja í forgang þarfir þeirra sem eru með langvinna og/eða lífsógnandi sjúkdóma og þurfa á líknarmeðferð að halda. Líknarþjónustan þarf að geta áfram sinnt sérhæfðri líknarmeðferð til að mæta sem best þörfum þeirra sem eru með mikil einkenni sjúkdóms og skertar lífslíkur. Líknarmeðferð er ein af grunnstoðum góðrar heilbrigðisþjónustu og mikilvægt er að standa vörð um og styrkja þjónustuna, sem og áframhaldandi þróun og uppbyggingu hennar hér á landi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Svandís Íris Hálfdánardóttir sérfræðingur í líknarhjúkrun, Landspítala Þegar fólk veikist af lífsógnandi sjúkdómi verða miklar breytingar á daglegu lífi, sem í raun fer úr skorðum. Í slíkum aðstæðum er mikilvægt að fólki sé mætt af virðingu og umhyggju af fagfólki í heilbrigðisþjónustunni og að það finni að brugðist sé við af fagmennsku og öryggi með heildarhagsmuni þess að leiðarljósi. Sjúkdómsmeðferð getur verið flókin og reynir á þann einstakling sem veikur er, sem og fjölskyldu hans. Í sumum tilfellum er lækningu ekki viðkomið en möguleiki er á að halda sjúkdóminum í skefjum um lengri eða skemmri tíma með umfangsmikilli og sérhæfðri meðferð. Líknarmeðferð er veitt þar sem um er að ræða langvinna og/eða lífsógnandi sjúkdóma svo sem krabbamein, ýmsa taugasjúkdóma og hjarta- og lungnasjúkdóma. Líknarmeðferð er yfirleitt í fyrstu veitt samhliða annarri meðferð en eftir því sem sjúkdómsástand versnar eykst vægi líknarmeðferðar. Slík meðferð er því ekki eingöngu veitt við lok lífs þó vægi líknarmeðferðar sé þá mest. Mikil áhersla er á að efla lífsgæði sjúklinga og styðja einstaklinginn og fjölskyldu hans í sjúkdómsferlinu og sorginni. Líknarmeðferð er skilgreind sem þjónusta við lífið og byggir hún á hugmyndafræði sem má rekja til Cicely Saunders (1918-2005), en hún stofnaði fyrsta líknarheimilið í Bretlandi árið 1967. Í líknarmeðferð eins og hún hefur þróast og fram kemur í skilgreiningu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO, 2002) er áherslan á að bæta lífsgæði sjúklinga og fjölskyldna þeirra andspænis lífshættulegum sjúkdómi. Hornsteinn góðrar líknarmeðferðar felst í meðferð einkenna þar sem tekið er tillit til margra þátta, svo sem líkamlegra, sálfélagslegra og andlegra þarfa, gildismats, trúarþarfa og menningar. Líknarmeðferð gengur út frá þverfaglegri nálgun og áhersla er lögð á heildræna sýn á manneskjuna. Líknarmeðferð er hluti af þeirri meðferð sem veitt er sjúklingum á mörgum deildum Landspítala en þörf er þó fyrir sérhæfðar einingar sem starfa eftir hugmyndafræði líknarmeðferðar. Sérhæfð líknarmeðferð er einkum veitt á líknardeildum Landspítala, í Kópavogi og á Landakoti, hjá Heimahlynningu Landspítala sem og líknarráðgjafateymi Landspítala, Karitas hjúkrunar- og ráðgjafarþjónustu í Reykjavík, Heimahlynningu á Akureyri og heimahjúkrun á Suðurnesjum. Á þessum stöðum hefur verið byggð upp fagleg þekking og áratuga reynsla með áherslu á ólík þjónustustig til að mæta sem best ólíkum þörfum sjúklinga. Meginþorri sjúklinga sem fá þjónustu frá sérhæfðum þjónustuaðilum er sjúklingar með dreifðan og langt genginn sjúkdóm. Sjúklingar sem liggja á líknardeild eru þar aðallega vegna flókinna erfiðra einkenna og/eða umönnunar við lok lífs. Nú stendur fyrir dyrum endurskipulagning á líknarþjónustu sem veitt er á Landspítala og þar með líknardeildunum tveimur. Mikilvægt er í þeirri endurskipulagningu að setja í forgang þarfir þeirra sem eru með langvinna og/eða lífsógnandi sjúkdóma og þurfa á líknarmeðferð að halda. Líknarþjónustan þarf að geta áfram sinnt sérhæfðri líknarmeðferð til að mæta sem best þörfum þeirra sem eru með mikil einkenni sjúkdóms og skertar lífslíkur. Líknarmeðferð er ein af grunnstoðum góðrar heilbrigðisþjónustu og mikilvægt er að standa vörð um og styrkja þjónustuna, sem og áframhaldandi þróun og uppbyggingu hennar hér á landi.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun