Ungur Valsari vill komast í breska landsliðið fyrir Ólympíuleikana Henry Birgir Gunnarsson skrifar 29. október 2011 10:00 óvæntur fulltrúi íslands á ólympíuleikunum? Hinn tvítugi leikmaður Vals, Atli Már Báruson, er á góðri leið með að tryggja sér sæti í Ólympíuhópi breska landsliðsins í handbolta.fréttablaðið/anton Svo gæti farið að Ísland ætti þátttakanda í handboltakeppni Ólympíuleikanna þó svo að íslenska landsliðið komist ekki til London. Hinn tvítugi Valsari Atli Már Báruson hefur nefnilega sótt um að komast í lið heimamanna. Bretar hafa ekki verið þekktir fyrir afrek sín á handboltavellinum en þar sem þeir halda leikana fá þeir að vera með í handboltakeppninni. Bretar auglýstu eftir leikmönnum um allan heim sem hefðu reynslu af handbolta og gætu spilað undir merkjum Bretlands. Faðir Atla er Breti og þess vegna á hann kost á að spila undir merkjum Bretlands. „Það er smá vinna eftir. Ég hef ekki verið í miklu sambandi við föður minn en þarf að ná sambandi við hann og fá ýmislegt frá honum svo ég geti gengið frá umsókninni um tvöfalt ríkisfang. Það er því aðalmálið núna. Ef það gengur eftir fer ég út til reynslu hjá Bretunum í janúar,“ segir Atli Már, en Bretarnir eru spenntir fyrir því að skoða strákinn. „Þeir vilja ólmir fá mig út og vonandi ganga málin hratt fyrir sig. Þetta er spennandi ævintýri.“ Það var upphaflega vinur Atla sem kom honum í samband við Bretana og eftir það fóru hjólin að snúast. „Ég hafði grínast með það lengi að ég gæti spilað með Bretum á Ólympíuleikunum. Ingvar, vinur minn og markvörður Vals, sendi fyrirspurn út til þeirra fyrir mig. Þeir svöruðu um hæl og eru spenntir fyrir því að fá mig til sín,“ segir Atli og það leynir sér ekki að hann er talsvert spenntur. Þar sem Bretar hafa ekki iðkað handbolta gerir hann sér grein fyrir því að hann á mjög góða möguleika á að komast í liðið, fari svo að hann fái leyfi til þess að keppa undir merkjum Bretlands. „Ég geri mér ekki alveg grein fyrir styrk þeirra sem fara í æfingabúðirnar í janúar og hversu margir þeir verða. Það eru tveir landsliðsmenn Breta að spila hér á landi og miðað við styrk þeirra tel ég mig eiga góðan möguleika. Þessi grínhugmynd er á góðri leið með að verða að veruleika. Það er frekar fyndið.“ Það er stærsti draumur flestra íþróttamanna að spila á Ólympíuleikunum og Atli viðurkennir að hann hafi ekki átt von á að sá draumur myndi kannski rætast á næsta ári. „Í það minnsta ekki með Bretlandi. Ég sá það ekki fyrir. Það er alveg ótrúlegt. Þetta ætti að skýrast allt í janúar en ég er bjartsýnn á að dæmið gangi upp. Ég er orðinn gríðarlega spenntur og þetta yrði algjör draumur.“ Atli er uppalinn Valsari og hann nýtti öll ráð til þess að heilla Bretana. „Ég sagði þeim að ég spilaði með félaginu sem Ólafur Stefánsson ólst upp hjá. Sagði að frá þessu félagi kæmu einnig leikmenn eins og Dagur Sigurðsson, Sigfús Sigurðsson og Guðmundur Hrafnkelsson. Það var um að gera að nýta það sem ég get,“ segir Atli og hlær við. Olís-deild karla Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Fleiri fréttir Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Sjá meira
Svo gæti farið að Ísland ætti þátttakanda í handboltakeppni Ólympíuleikanna þó svo að íslenska landsliðið komist ekki til London. Hinn tvítugi Valsari Atli Már Báruson hefur nefnilega sótt um að komast í lið heimamanna. Bretar hafa ekki verið þekktir fyrir afrek sín á handboltavellinum en þar sem þeir halda leikana fá þeir að vera með í handboltakeppninni. Bretar auglýstu eftir leikmönnum um allan heim sem hefðu reynslu af handbolta og gætu spilað undir merkjum Bretlands. Faðir Atla er Breti og þess vegna á hann kost á að spila undir merkjum Bretlands. „Það er smá vinna eftir. Ég hef ekki verið í miklu sambandi við föður minn en þarf að ná sambandi við hann og fá ýmislegt frá honum svo ég geti gengið frá umsókninni um tvöfalt ríkisfang. Það er því aðalmálið núna. Ef það gengur eftir fer ég út til reynslu hjá Bretunum í janúar,“ segir Atli Már, en Bretarnir eru spenntir fyrir því að skoða strákinn. „Þeir vilja ólmir fá mig út og vonandi ganga málin hratt fyrir sig. Þetta er spennandi ævintýri.“ Það var upphaflega vinur Atla sem kom honum í samband við Bretana og eftir það fóru hjólin að snúast. „Ég hafði grínast með það lengi að ég gæti spilað með Bretum á Ólympíuleikunum. Ingvar, vinur minn og markvörður Vals, sendi fyrirspurn út til þeirra fyrir mig. Þeir svöruðu um hæl og eru spenntir fyrir því að fá mig til sín,“ segir Atli og það leynir sér ekki að hann er talsvert spenntur. Þar sem Bretar hafa ekki iðkað handbolta gerir hann sér grein fyrir því að hann á mjög góða möguleika á að komast í liðið, fari svo að hann fái leyfi til þess að keppa undir merkjum Bretlands. „Ég geri mér ekki alveg grein fyrir styrk þeirra sem fara í æfingabúðirnar í janúar og hversu margir þeir verða. Það eru tveir landsliðsmenn Breta að spila hér á landi og miðað við styrk þeirra tel ég mig eiga góðan möguleika. Þessi grínhugmynd er á góðri leið með að verða að veruleika. Það er frekar fyndið.“ Það er stærsti draumur flestra íþróttamanna að spila á Ólympíuleikunum og Atli viðurkennir að hann hafi ekki átt von á að sá draumur myndi kannski rætast á næsta ári. „Í það minnsta ekki með Bretlandi. Ég sá það ekki fyrir. Það er alveg ótrúlegt. Þetta ætti að skýrast allt í janúar en ég er bjartsýnn á að dæmið gangi upp. Ég er orðinn gríðarlega spenntur og þetta yrði algjör draumur.“ Atli er uppalinn Valsari og hann nýtti öll ráð til þess að heilla Bretana. „Ég sagði þeim að ég spilaði með félaginu sem Ólafur Stefánsson ólst upp hjá. Sagði að frá þessu félagi kæmu einnig leikmenn eins og Dagur Sigurðsson, Sigfús Sigurðsson og Guðmundur Hrafnkelsson. Það var um að gera að nýta það sem ég get,“ segir Atli og hlær við.
Olís-deild karla Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Fleiri fréttir Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni