Blake Lively og Ryan Reynolds eru nýjasta Hollywood-parið ef marka má fréttir bandarískra slúðurmiðla. Parið hefur nokkrum sinnum verið myndað saman undanfarnar vikur.
Reynolds dvelur í Boston þessa dagana við tökur á gamanmyndinni R.I.P.D. og hefur Lively verið dugleg að heimsækja hann á tökustað. Lively virðist mjög hrifin af Reynolds því síðast þegar hún heimsótti hann bauð hún systur sinni með í þeim tilgangi að kynna hana fyrir nýja kærastanum. Vinir parsins virðast einnig hrifnir af ráðahagnum. „Blake var mjög fljót að jafna sig á sambandsslitunum við Leonardo, en við vonum að þetta gangi upp. Hún og Ryan virðast smellpassa saman,“ var haft eftir einum vini parsins.
Hitti stóru systur Blake

Mest lesið








Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga
Lífið samstarf

Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin
Bíó og sjónvarp
