Man lítið sem ekkert eftir síðustu heimsókn til Íslands 28. október 2011 10:00 Leitaði að eiturlyfjum Steve-O man lítið eftir síðustu heimsókn sinni til Íslands, annað en að hann kom fram í sjónvarpsþætti og leitaði mikið að eiturlyfjum. Sem hann fann fyrir rest. Hann hætti hins vegar öllu slíku fyrir þremur árum og er nú orðinn grænmetisæta. NordicPhotos/getty „Þetta var eiginlega aldrei spurning um hvað ég vildi, þetta var bara spurning upp á líf eða dauða,“ segir áhættuleikarinn og sprelligosinn Steve-O í samtali við Fréttablaðið. Hann verður með sýningu í Háskólabíói hinn 9. nóvember næstkomandi en þessi furðulega samblanda af trúði og rokkstjörnu er hætt öllu óhollu líferni, svo sem áfengis- og eiturlyfjaneyslu. Hann er meira að segja orðinn grænmetisæta. Steve-O lofar engu að síður góðri sýningu sem sé þó meira í ætt við uppistand. Steve-O hefur áður heimsótt Ísland, hann kom hingað fyrir tíu árum ásamt öðrum góðum félögum úr Jackass-liðinu og troðfyllti Háskólabíó nokkrum sinnum. Margir Íslendingar muna eftir þeirri heimsókn en hið sama verður ekki sagt um Steve-O. „Ég man mjög lítið eftir þessu, nánast ekki neitt fyrir utan að ég leitaði mjög lengi að eiturlyfjum og fann þau fyrir rest,“ segir Steve-O, sem var staddur í borginni Stoke-on-Trent í Englandi og var að reyna að bóka sig inn á hótel. „Það gengur eitthvað erfiðlega, þau segjast ekki vera með pöntunina mína. Ég er að reyna að ferðast einn en það gengur illa, ég held að ég þurfi alltaf að vera með barnapíu á ferðalögunum mínum,“ segir Steve-O um leið og talið berst aftur að fyrri Íslandsheimsókninni, sem virðist vera í töluverðri móðu. Hann rámar þó örlítið í þátttöku sína í stefnumótaþættinum Djúpu lauginni sem vakti mikla athygli á sínum tíma. Steve-O viðurkennir að sú frammistaða hafi ekki skilað honum neinum árangri með hinu kyninu. Steve-O segir að hlutverk sitt sem skemmtikraftur hafi ekkert breyst þótt hann hafi hætt að drekka og dópa. „En að gera heimskulega hluti þegar maður var fullur eða uppdópaður var ekkert mál og það er því mikil áskorun fyrir mig að sýna að það var aldrei áfengið eða eiturlyfin sem keyrði mig áfram,“ segir Steve-O. Áhættuleikarinn varð fyrir miklu áfalli á þessu ári þegar besti vinur hans, Ryan Dunn, lést í bílslysi. Hann tók það mjög nærri sér og segist enn þann dag í dag eiga erfitt með að meðtaka þá staðreynd að Dunn sé ekki lengur á meðal þeirra. „Ég trúi því varla ennþá að hann sé farinn. En ég veit að hann hefði viljað að við héldum áfram að gera það sem við gerum í dag, þannig höldum við minningu hans á lofti,“ segir Steve-O og kveður, væntanlega til að reyna koma sér inn á hótelið í Stoke sem fyrst. freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Lífið Stjörnu-barn á leiðinni Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Fleiri fréttir Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Sjá meira
„Þetta var eiginlega aldrei spurning um hvað ég vildi, þetta var bara spurning upp á líf eða dauða,“ segir áhættuleikarinn og sprelligosinn Steve-O í samtali við Fréttablaðið. Hann verður með sýningu í Háskólabíói hinn 9. nóvember næstkomandi en þessi furðulega samblanda af trúði og rokkstjörnu er hætt öllu óhollu líferni, svo sem áfengis- og eiturlyfjaneyslu. Hann er meira að segja orðinn grænmetisæta. Steve-O lofar engu að síður góðri sýningu sem sé þó meira í ætt við uppistand. Steve-O hefur áður heimsótt Ísland, hann kom hingað fyrir tíu árum ásamt öðrum góðum félögum úr Jackass-liðinu og troðfyllti Háskólabíó nokkrum sinnum. Margir Íslendingar muna eftir þeirri heimsókn en hið sama verður ekki sagt um Steve-O. „Ég man mjög lítið eftir þessu, nánast ekki neitt fyrir utan að ég leitaði mjög lengi að eiturlyfjum og fann þau fyrir rest,“ segir Steve-O, sem var staddur í borginni Stoke-on-Trent í Englandi og var að reyna að bóka sig inn á hótel. „Það gengur eitthvað erfiðlega, þau segjast ekki vera með pöntunina mína. Ég er að reyna að ferðast einn en það gengur illa, ég held að ég þurfi alltaf að vera með barnapíu á ferðalögunum mínum,“ segir Steve-O um leið og talið berst aftur að fyrri Íslandsheimsókninni, sem virðist vera í töluverðri móðu. Hann rámar þó örlítið í þátttöku sína í stefnumótaþættinum Djúpu lauginni sem vakti mikla athygli á sínum tíma. Steve-O viðurkennir að sú frammistaða hafi ekki skilað honum neinum árangri með hinu kyninu. Steve-O segir að hlutverk sitt sem skemmtikraftur hafi ekkert breyst þótt hann hafi hætt að drekka og dópa. „En að gera heimskulega hluti þegar maður var fullur eða uppdópaður var ekkert mál og það er því mikil áskorun fyrir mig að sýna að það var aldrei áfengið eða eiturlyfin sem keyrði mig áfram,“ segir Steve-O. Áhættuleikarinn varð fyrir miklu áfalli á þessu ári þegar besti vinur hans, Ryan Dunn, lést í bílslysi. Hann tók það mjög nærri sér og segist enn þann dag í dag eiga erfitt með að meðtaka þá staðreynd að Dunn sé ekki lengur á meðal þeirra. „Ég trúi því varla ennþá að hann sé farinn. En ég veit að hann hefði viljað að við héldum áfram að gera það sem við gerum í dag, þannig höldum við minningu hans á lofti,“ segir Steve-O og kveður, væntanlega til að reyna koma sér inn á hótelið í Stoke sem fyrst. freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Lífið Stjörnu-barn á leiðinni Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Fleiri fréttir Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Sjá meira