Bruce Willis og eiginkona hans, Emma Heming, eiga von á barni saman. Willis er þekktastur fyrir leik sinn í Die Hard-kvikmyndunum og á fyrir þrjár dætur með leikkonunni Demi Moore.
Tímaritið Life & Style hefur eftir heimildarmanni að parið sé himinlifandi með fréttirnar.
„Það er farið að sjást á Emmu. Þau gætu ekki verið hamingjusamari,“ sagði heimildarmaðurinn. Heming er ættuð frá Möltu og starfar sem fyrirsæta. Hún og Willis gengu í hið heilaga í mars árið 2009.
Eiga von á barni saman
