Mynd Baldurs af Daniel Craig stolið í Stokkhólmi 26. október 2011 10:00 Árið hefur verið eitt stórt ævintýri hjá ljósmyndaranum Baldri Bragasyni en hann ferðaðist á fyrsta farrými milli Stokkhólms, London, New York og Los Angeles til að taka myndir af leikurum kvikmyndarinnar Karlar sem hatar konur. Fresta þurfti sýningu á verkum 48 fremstu ljósmyndara Svíþjóðar í galleríi ljósmyndafyrirtækisins Pro Center í Stokkhólmi. Sýningin var opnuð um síðustu helgi en þegar forsvarsmenn gallerísins mættu til vinnu á mánudagsmorgun var hins vegar búið að stela 44 myndum, þar á meðal ljósmynd Baldurs Bragasonar af James Bond-leikaranum Daniel Craig. Myndirnar voru engin smásmíði, 70 x 100 cm. „Þetta er sennilega besta gagnrýnin á mínum ferli, ég hefði ekki viljað eiga eina af þessum fjórum sem skildar voru eftir,“ segir Baldur. Eins og Fréttablaðið greindi frá um miðjan desember á síðasta ári vann Baldur sem hálfgerður hirðljósmyndari kvikmyndarinnar Karlar sem hata konur eftir David Fincher, en myndin er byggð á samnefndri skáldsögu Stiegs Larsson. Mikil vinátta tókst með Baldri og aðalleikara myndarinnar, Daniel Craig. Að sögn ljósmyndarans er Craig efnilegur áhugaljósmyndari. Baldur fékk að mynda Hollywood-stjörnuna til eigin nota og átti ein af þeim myndum að vera til sýningar í Stokkhólmi. „Mér skilst reyndar að þeir séu byrjaðir að prenta aftur myndir og stefni á að opna sýninguna aftur og þá verður bara annað fyllerí,“ segir Baldur en þegar hann er spurður hvort það liggi ekki beinast við að hann taki myndir af Craig í næsta hlutverki sínu sem James Bond verður Baldur dularfullur og fámáll: „No comment, við sjáum bara til.“ Samkvæmt imdb.com gerði Baldur meira en að taka bara myndir í kvikmyndinni því honum bregður stuttlega fyrir í hlutverki ljósmyndara í slysinu á brúnni sem skiptir miklu máli í fléttu myndarinnar. „Ég fékk líka að ganga upp 69 tröppur þrjátíu sinnum í einu litlu atriði eftir að einn aukaleikaranna fékk svimakast,“ segir Baldur og viðurkennir að þetta hafi verið ákaflega skemmtileg reynsla. „Svo veit maður ekkert, maður gæti þess vegna endað á gólfinu í klippiherberginu.“ Baldur tók auk þess ljósmyndir af öllum helstu leikurum myndarinnar í hlutverki sínu og hafa þær verið notaðar til kynningar á myndinni. Kostnaðurinn við þær tökur var rúmlega ein milljón króna, bara fyrir flugmiða Baldurs. „Ég tók svona mynd af Daniel Craig fyrir blaðamannapassa Mikaels Blomkvist í myndinni og svo eina af Stellan Skarsgård í hlutverki sínu sem Martin Vanger. Leikstjórinn [David Fincher] sá myndirnar, varð ákaflega hrifinn og vildi fá fleiri. Þetta endaði á því að ég flaug frá Stokkhólmi til London, svo til New York og loks Los Angeles á fyrsta farrými til þess eins að taka fjórar myndir. Það var sofið á fimm stjörnu hótelum og einkabílstjóri beið eftir manni, þetta var algjört ævintýri og bara draumi líkast.“ freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Sjá meira
Fresta þurfti sýningu á verkum 48 fremstu ljósmyndara Svíþjóðar í galleríi ljósmyndafyrirtækisins Pro Center í Stokkhólmi. Sýningin var opnuð um síðustu helgi en þegar forsvarsmenn gallerísins mættu til vinnu á mánudagsmorgun var hins vegar búið að stela 44 myndum, þar á meðal ljósmynd Baldurs Bragasonar af James Bond-leikaranum Daniel Craig. Myndirnar voru engin smásmíði, 70 x 100 cm. „Þetta er sennilega besta gagnrýnin á mínum ferli, ég hefði ekki viljað eiga eina af þessum fjórum sem skildar voru eftir,“ segir Baldur. Eins og Fréttablaðið greindi frá um miðjan desember á síðasta ári vann Baldur sem hálfgerður hirðljósmyndari kvikmyndarinnar Karlar sem hata konur eftir David Fincher, en myndin er byggð á samnefndri skáldsögu Stiegs Larsson. Mikil vinátta tókst með Baldri og aðalleikara myndarinnar, Daniel Craig. Að sögn ljósmyndarans er Craig efnilegur áhugaljósmyndari. Baldur fékk að mynda Hollywood-stjörnuna til eigin nota og átti ein af þeim myndum að vera til sýningar í Stokkhólmi. „Mér skilst reyndar að þeir séu byrjaðir að prenta aftur myndir og stefni á að opna sýninguna aftur og þá verður bara annað fyllerí,“ segir Baldur en þegar hann er spurður hvort það liggi ekki beinast við að hann taki myndir af Craig í næsta hlutverki sínu sem James Bond verður Baldur dularfullur og fámáll: „No comment, við sjáum bara til.“ Samkvæmt imdb.com gerði Baldur meira en að taka bara myndir í kvikmyndinni því honum bregður stuttlega fyrir í hlutverki ljósmyndara í slysinu á brúnni sem skiptir miklu máli í fléttu myndarinnar. „Ég fékk líka að ganga upp 69 tröppur þrjátíu sinnum í einu litlu atriði eftir að einn aukaleikaranna fékk svimakast,“ segir Baldur og viðurkennir að þetta hafi verið ákaflega skemmtileg reynsla. „Svo veit maður ekkert, maður gæti þess vegna endað á gólfinu í klippiherberginu.“ Baldur tók auk þess ljósmyndir af öllum helstu leikurum myndarinnar í hlutverki sínu og hafa þær verið notaðar til kynningar á myndinni. Kostnaðurinn við þær tökur var rúmlega ein milljón króna, bara fyrir flugmiða Baldurs. „Ég tók svona mynd af Daniel Craig fyrir blaðamannapassa Mikaels Blomkvist í myndinni og svo eina af Stellan Skarsgård í hlutverki sínu sem Martin Vanger. Leikstjórinn [David Fincher] sá myndirnar, varð ákaflega hrifinn og vildi fá fleiri. Þetta endaði á því að ég flaug frá Stokkhólmi til London, svo til New York og loks Los Angeles á fyrsta farrými til þess eins að taka fjórar myndir. Það var sofið á fimm stjörnu hótelum og einkabílstjóri beið eftir manni, þetta var algjört ævintýri og bara draumi líkast.“ freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Sjá meira